Lotus fær hjálp frá breska ríkinu Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 16:15 Lotus Evora. Breski sportbílaframleiðandinn Lotus á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur breska ríkið nú hlaupið undir bagga til að tryggja störf hjá Lotus. Lotus mun fá 1,9 milljarða króna aðstoð, en það getur ekki talist mikið í samanburði við þá aðstoð sem sumir af bandarísku stóru bílaframleiðendunum fengu frá bandaríska og kanadíska ríkinu í kjölfar hrunsins, né heldur stuðningur franska ríkisins við frönsku bílaframleiðendurna. Þessi stuðningur breska ríkisins hefur staðið til í 3 ár, en var frestað vegna forstjóraskipta í Lotus í fyrra, er Dany Bahar yfirgaf fyrirtækið. Stuðningurinn mun tryggja hundruði nýrra starfa hjá Lotus og hjálpa fyrirtækinu að vaxa, en Lotus horfir fram á bjartari tíma með nýjum bílgerðum fyrirtækisins. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Breski sportbílaframleiðandinn Lotus á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur breska ríkið nú hlaupið undir bagga til að tryggja störf hjá Lotus. Lotus mun fá 1,9 milljarða króna aðstoð, en það getur ekki talist mikið í samanburði við þá aðstoð sem sumir af bandarísku stóru bílaframleiðendunum fengu frá bandaríska og kanadíska ríkinu í kjölfar hrunsins, né heldur stuðningur franska ríkisins við frönsku bílaframleiðendurna. Þessi stuðningur breska ríkisins hefur staðið til í 3 ár, en var frestað vegna forstjóraskipta í Lotus í fyrra, er Dany Bahar yfirgaf fyrirtækið. Stuðningurinn mun tryggja hundruði nýrra starfa hjá Lotus og hjálpa fyrirtækinu að vaxa, en Lotus horfir fram á bjartari tíma með nýjum bílgerðum fyrirtækisins.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent