Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 17-20 | Öflug byrjun dugði til Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Ásvöllum skrifar 8. apríl 2014 13:12 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Valli Valur er komið áfram í undanúrslit Olísdeildar kvenna eftir fremur öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valur vann þar með rimmu liðanna í 8-liða úrslitum, 2-0. Gestirnir úr hlíðunum gerðu í raun út um leikinn strax á upphafsmínútunum. Haukar komust ekki á blað fyrr en eftir þrettán mínútur og staðan var 11-1 eftir 23 mínútur. Haukar stórbættu þá varnarleikinn sinn og spiluðu miklu betur í síðari hálfleik. Fyrir rest náðu þær hafnfirsku að minnka muninn í þrjú mörk en sigur Vals var þó aldrei í hættu. Heimamenn virtust mjög ragir í upphafi leiksins og náðu varla að koma skoti að marki gegn sterkri vörn Valsmanna. Skyttur liðsins komust engan veginn í takt við leikinn og Valskonur gengu einfaldlega á lagið með einföldum mörkum, hvort sem er eftir hraðaupphlaup eða uppstilltar sóknir. Það stefndi í stórslys Haukakvenna en eftir síðara leikhlé Halldórs Harra Kristjánssonar í fyrri hálfleik lifnaði loksins yfir þeim. Liðið bætti varnarleikinn til muna, skoraði nokkur mörk úr hraðaupphlaupum og við það jókst sjálfstraustið. Síðari hálfleikur einkenndist svo af mikilli hörku og fjölmörgum töpuðum boltum leikmanna beggja liða. Dómararnir virtust ekki vandanum vaxnir og ákvarðanir þeirra fór ítrekað í taugarnar á leikmönnum, sérstaklega gestunum. Valsmenn héldu þó þægilegri forystu allt fram á lokamínúturnar, er Haukar náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Skytturnar duttu í gírinn og stemningin ágæt í heimamönnum. En baráttan var löngu töpuð.Karen Helga Díönudóttir var mjög öflug í síðari hálfleik hjá Haukum og Marija Gedroit skoraði nokkur lagleg mörk þegar hún komst loksins í gang. Valur byrjaði af miklum krafti í sínum sóknarleik en gaf svo verulega eftir. Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum en síðarnefnda liðið hafði betur gegn FH í sinni rimmu, 2-0. Halldór Harri: Bara eitt skref af mörgum„Við vorum ekki í takt við leikinn fyrstu 20 mínúturnar. Við þorðum ekki að fara á markið og virtumst dauðhræddar við Jennýju í markinu,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við erum þó það klikkaðar að við héldum að við myndum ná þessu þrátt fyrir að vera átta mörkum undir í síðari hálfleik.“ „Það var að minnsta kosti ekki ætlunin að láta henda okkur úr úrslitakeppninni og ég tel það bara mjög gott að fá bara 20 mörk á sig í leik gegn Val,“ bætti Halldór Harri við. „Við töpuðum líka fyrir Val í úrslitakeppninni í fyrra og vonandi nýtist reynslan til þess að við getum komist skrefi lengra næst,“ sagði Halldór Harri en hann ætlar að halda áfram sem þjálfari Hauka. Hann segist sáttur við ýmislegt í vetur. „Sumt og sumt ekki. En þetta er bara eitt skref af mörgum.“ Kristín: Þetta var hættulegtKristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, var ekki sátt við frammistöðu dómaraparsins í kvöld. „Mér fannst við fá tvær mínútur fyrir allt sem við gerðum hérna í lokin,“ sagði Kristín við Vísi eftir leikinn. „En þetta var vissulega skrýtinn leikur. Kannski voru þær svona ægilega góðar í vörn en það var bara erfitt að spila þegar það er endalaust verið að rífa í mann í sókninni og það er ekkert dæmt.“ „Þetta var orðið hættulegt. Þeim var alveg sama hvernig þær brutu - þær komust alltaf upp með það,“ bætti Kristín við. Þess má geta að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór meidd af velli í síðari hálfleik eftir að brotið var á henni. Hún kom ekki meira við sögu. Kristín segist þó sátt við margt í leiknum og að það megi nýta margt fyrir framhaldið. „Við erum nú búnar að spila tvo leiki eftir nokkuð langa pásu og ég finn strax mun á okkur í kvöld miðað við síðasta leik. Við náðum svo að gera heilmikið í kvöld sem mun koma sér vel í næstu leikjum.“ Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum og Kristín segir að leikmenn Vals mæti fullar sjálfstrausts til leiks. „Mér finnst vörnin okkar það góð í kvöld. Í raun finnst mér að við hefðum átt að vinna þennan leik með fimmtán marka mun en ég tek það ekki af Haukum að þær eru með hörkulið.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
Valur er komið áfram í undanúrslit Olísdeildar kvenna eftir fremur öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valur vann þar með rimmu liðanna í 8-liða úrslitum, 2-0. Gestirnir úr hlíðunum gerðu í raun út um leikinn strax á upphafsmínútunum. Haukar komust ekki á blað fyrr en eftir þrettán mínútur og staðan var 11-1 eftir 23 mínútur. Haukar stórbættu þá varnarleikinn sinn og spiluðu miklu betur í síðari hálfleik. Fyrir rest náðu þær hafnfirsku að minnka muninn í þrjú mörk en sigur Vals var þó aldrei í hættu. Heimamenn virtust mjög ragir í upphafi leiksins og náðu varla að koma skoti að marki gegn sterkri vörn Valsmanna. Skyttur liðsins komust engan veginn í takt við leikinn og Valskonur gengu einfaldlega á lagið með einföldum mörkum, hvort sem er eftir hraðaupphlaup eða uppstilltar sóknir. Það stefndi í stórslys Haukakvenna en eftir síðara leikhlé Halldórs Harra Kristjánssonar í fyrri hálfleik lifnaði loksins yfir þeim. Liðið bætti varnarleikinn til muna, skoraði nokkur mörk úr hraðaupphlaupum og við það jókst sjálfstraustið. Síðari hálfleikur einkenndist svo af mikilli hörku og fjölmörgum töpuðum boltum leikmanna beggja liða. Dómararnir virtust ekki vandanum vaxnir og ákvarðanir þeirra fór ítrekað í taugarnar á leikmönnum, sérstaklega gestunum. Valsmenn héldu þó þægilegri forystu allt fram á lokamínúturnar, er Haukar náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Skytturnar duttu í gírinn og stemningin ágæt í heimamönnum. En baráttan var löngu töpuð.Karen Helga Díönudóttir var mjög öflug í síðari hálfleik hjá Haukum og Marija Gedroit skoraði nokkur lagleg mörk þegar hún komst loksins í gang. Valur byrjaði af miklum krafti í sínum sóknarleik en gaf svo verulega eftir. Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum en síðarnefnda liðið hafði betur gegn FH í sinni rimmu, 2-0. Halldór Harri: Bara eitt skref af mörgum„Við vorum ekki í takt við leikinn fyrstu 20 mínúturnar. Við þorðum ekki að fara á markið og virtumst dauðhræddar við Jennýju í markinu,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við erum þó það klikkaðar að við héldum að við myndum ná þessu þrátt fyrir að vera átta mörkum undir í síðari hálfleik.“ „Það var að minnsta kosti ekki ætlunin að láta henda okkur úr úrslitakeppninni og ég tel það bara mjög gott að fá bara 20 mörk á sig í leik gegn Val,“ bætti Halldór Harri við. „Við töpuðum líka fyrir Val í úrslitakeppninni í fyrra og vonandi nýtist reynslan til þess að við getum komist skrefi lengra næst,“ sagði Halldór Harri en hann ætlar að halda áfram sem þjálfari Hauka. Hann segist sáttur við ýmislegt í vetur. „Sumt og sumt ekki. En þetta er bara eitt skref af mörgum.“ Kristín: Þetta var hættulegtKristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, var ekki sátt við frammistöðu dómaraparsins í kvöld. „Mér fannst við fá tvær mínútur fyrir allt sem við gerðum hérna í lokin,“ sagði Kristín við Vísi eftir leikinn. „En þetta var vissulega skrýtinn leikur. Kannski voru þær svona ægilega góðar í vörn en það var bara erfitt að spila þegar það er endalaust verið að rífa í mann í sókninni og það er ekkert dæmt.“ „Þetta var orðið hættulegt. Þeim var alveg sama hvernig þær brutu - þær komust alltaf upp með það,“ bætti Kristín við. Þess má geta að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór meidd af velli í síðari hálfleik eftir að brotið var á henni. Hún kom ekki meira við sögu. Kristín segist þó sátt við margt í leiknum og að það megi nýta margt fyrir framhaldið. „Við erum nú búnar að spila tvo leiki eftir nokkuð langa pásu og ég finn strax mun á okkur í kvöld miðað við síðasta leik. Við náðum svo að gera heilmikið í kvöld sem mun koma sér vel í næstu leikjum.“ Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum og Kristín segir að leikmenn Vals mæti fullar sjálfstrausts til leiks. „Mér finnst vörnin okkar það góð í kvöld. Í raun finnst mér að við hefðum átt að vinna þennan leik með fimmtán marka mun en ég tek það ekki af Haukum að þær eru með hörkulið.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira