Útsendarar Rússlands sagðir að baki óeirðunum í Austur-Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2014 23:18 Vísir/AFP Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. Þeim tókst að ná yfirtökunum í einni borg, á meðan mótmælendur hertu tak sitt í Donetsk.AP fréttaveitan segir frá þessu. Yfirvöld segja mótmælendur í borginni Luhansk hafa komið fyrir sprengiefnum í höfuðstöðvum öryggisþjónustu Úkraínu í borginni og hafi 60 manns í gíslingu. Þeir sem halda byggingunni gáfu frá sér myndband þar sem farið er fram á atkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Úkraínu.Reuters segir mótmælendurna hafa neitað fyrir að vera með gísla og sprengiefni. Þeir hefðu þó fundið sjálfvirk vopn í húsinu. Þá sögðu þeir að öllum tilraunum yfirvalda til að ná tökum á byggingunni yrði mætt með vopnaðri mótspyrnu. Grímuklæddur maður sagði í myndbandinu að þeir sem héldu byggingunni væru fyrrverandi hermenn í her Sovétríkjanna og hefðu allir barist í Afganistan. Ef yfirvöld myndu reyna að ná byggingunni aftur á sitt vald yrðu öryggissveitirnar boðnar velkomnar til helvítis. Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum saka Rússa um að standa að baki óreiðunum og segja stjórnvöld þar ætla að nota þær til að hernema svæðið eins og Krímskaga. Samkvæmt NATO eru um 40 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði hertum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. „Það sem við sjáum frá Rússlandi eru ólöglegar aðgerðir til að grafa undan sjálfstæðu ríki og búa til hættuástand ,“ sagði Kerry. Hann bætti við að mótmælin í austurhluta Úkraínu væru skipulagðar til að réttlæta hernaðaríhlutun eins og á Krímskaga. Hann sagði það ljóst að útsendarar Rússlands hefðu komið mótmælunum af stað. Hér að neðan má sjá frétt Reuters um málið.Öryggissveitir náðu tökum á opinberum byggingum sem mótmælendur höfðu tekið yfir í borginni Kharkiv.Vísir/AP Úkraína Tengdar fréttir Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. Þeim tókst að ná yfirtökunum í einni borg, á meðan mótmælendur hertu tak sitt í Donetsk.AP fréttaveitan segir frá þessu. Yfirvöld segja mótmælendur í borginni Luhansk hafa komið fyrir sprengiefnum í höfuðstöðvum öryggisþjónustu Úkraínu í borginni og hafi 60 manns í gíslingu. Þeir sem halda byggingunni gáfu frá sér myndband þar sem farið er fram á atkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Úkraínu.Reuters segir mótmælendurna hafa neitað fyrir að vera með gísla og sprengiefni. Þeir hefðu þó fundið sjálfvirk vopn í húsinu. Þá sögðu þeir að öllum tilraunum yfirvalda til að ná tökum á byggingunni yrði mætt með vopnaðri mótspyrnu. Grímuklæddur maður sagði í myndbandinu að þeir sem héldu byggingunni væru fyrrverandi hermenn í her Sovétríkjanna og hefðu allir barist í Afganistan. Ef yfirvöld myndu reyna að ná byggingunni aftur á sitt vald yrðu öryggissveitirnar boðnar velkomnar til helvítis. Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum saka Rússa um að standa að baki óreiðunum og segja stjórnvöld þar ætla að nota þær til að hernema svæðið eins og Krímskaga. Samkvæmt NATO eru um 40 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði hertum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. „Það sem við sjáum frá Rússlandi eru ólöglegar aðgerðir til að grafa undan sjálfstæðu ríki og búa til hættuástand ,“ sagði Kerry. Hann bætti við að mótmælin í austurhluta Úkraínu væru skipulagðar til að réttlæta hernaðaríhlutun eins og á Krímskaga. Hann sagði það ljóst að útsendarar Rússlands hefðu komið mótmælunum af stað. Hér að neðan má sjá frétt Reuters um málið.Öryggissveitir náðu tökum á opinberum byggingum sem mótmælendur höfðu tekið yfir í borginni Kharkiv.Vísir/AP
Úkraína Tengdar fréttir Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29
Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48
Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00
Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52