Toyota innkallar tæplega sjö milljónir bifreiða á einu bretti 9. apríl 2014 08:46 Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara sem gæti orsakað eldsvoða, svo dæmi séu tekin. Toyota fullyrðir að gallarnir hafi enn ekki leitt til óhappa eða banaslysa, svo vitað sé. Hinsvegar eru tvö þekkt dæmi um að eldur hafi komið í Toyota bíl vegna startarans. Gallana er að finna í 27 gerðum af Toyota bílum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent
Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara sem gæti orsakað eldsvoða, svo dæmi séu tekin. Toyota fullyrðir að gallarnir hafi enn ekki leitt til óhappa eða banaslysa, svo vitað sé. Hinsvegar eru tvö þekkt dæmi um að eldur hafi komið í Toyota bíl vegna startarans. Gallana er að finna í 27 gerðum af Toyota bílum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent