Toyota innkallar tæplega sjö milljónir bifreiða á einu bretti 9. apríl 2014 08:46 Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara sem gæti orsakað eldsvoða, svo dæmi séu tekin. Toyota fullyrðir að gallarnir hafi enn ekki leitt til óhappa eða banaslysa, svo vitað sé. Hinsvegar eru tvö þekkt dæmi um að eldur hafi komið í Toyota bíl vegna startarans. Gallana er að finna í 27 gerðum af Toyota bílum. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent
Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara sem gæti orsakað eldsvoða, svo dæmi séu tekin. Toyota fullyrðir að gallarnir hafi enn ekki leitt til óhappa eða banaslysa, svo vitað sé. Hinsvegar eru tvö þekkt dæmi um að eldur hafi komið í Toyota bíl vegna startarans. Gallana er að finna í 27 gerðum af Toyota bílum.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent