Helgi Sveins: Ætlar að reyna að ná heimsmetinu í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2014 19:27 Helgi Sveinsson er heimsmeistari fatlaðra í spjótkasti og hann ætlar sér Ólympíugull á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í Brasilíu árið 2016 og hef sett stefnuna á heimsmet á þessu ári. Guðjón Guðmundsson spjallaði við kappann í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Helgi tryggði sér heimsmeistaratitilinn þegar hann kastaði spjótinu 50.98 metra á heimsmeistaramótinu í Lyon í Frakklandi síðasta sumar. Í Frakklandi stórbætti Helgi Íslandsmet sitt sem var 48 metrar. En hvernig virkar gervifóturinn hjá Helga? „Þetta gefur manni alveg ótrúlega mikla orku til baka. Því meiri orka sem ég set í fótinn því meira svar fær ég til baka. Ég er svo heppinn eða óheppinn að vera með gervifótinn stemmumegin, sagði Helgi í viðtalinu við Gaupa. Helgi var útnefndur íþróttamaður Reykjavíkur og íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra. Markmiðssetningin hjá Helga er skýr. „Þetta er alveg brött brekka en það er búið að koma mér skemmtilega á óvart hversu fljótt ég er búinn að ná upp á toppinn. Við skulum bara halda áfram að vera þar. Mér hefur verið tjáð það að ég eigi aðeins inni og ég er náttúrulega það nýbyrjaður þannig að tæknin er ekki komin. Ég nota gömlu handboltaöxlina í þetta," segir Helgi og bætir við: „Ég hef ekki verið feiminn að tjá mig um mín markmið. Það var langtímamarkmið eru Ólympíuleikarnir 2016 og sæti númer eitt. Ég er með það markmið að reyna að setja nýtt heimsmet og ætla að reyna að ná því í sumar," sagði Helgi en það er hægt að sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Helgi Sveinsson er heimsmeistari fatlaðra í spjótkasti og hann ætlar sér Ólympíugull á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í Brasilíu árið 2016 og hef sett stefnuna á heimsmet á þessu ári. Guðjón Guðmundsson spjallaði við kappann í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Helgi tryggði sér heimsmeistaratitilinn þegar hann kastaði spjótinu 50.98 metra á heimsmeistaramótinu í Lyon í Frakklandi síðasta sumar. Í Frakklandi stórbætti Helgi Íslandsmet sitt sem var 48 metrar. En hvernig virkar gervifóturinn hjá Helga? „Þetta gefur manni alveg ótrúlega mikla orku til baka. Því meiri orka sem ég set í fótinn því meira svar fær ég til baka. Ég er svo heppinn eða óheppinn að vera með gervifótinn stemmumegin, sagði Helgi í viðtalinu við Gaupa. Helgi var útnefndur íþróttamaður Reykjavíkur og íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra. Markmiðssetningin hjá Helga er skýr. „Þetta er alveg brött brekka en það er búið að koma mér skemmtilega á óvart hversu fljótt ég er búinn að ná upp á toppinn. Við skulum bara halda áfram að vera þar. Mér hefur verið tjáð það að ég eigi aðeins inni og ég er náttúrulega það nýbyrjaður þannig að tæknin er ekki komin. Ég nota gömlu handboltaöxlina í þetta," segir Helgi og bætir við: „Ég hef ekki verið feiminn að tjá mig um mín markmið. Það var langtímamarkmið eru Ólympíuleikarnir 2016 og sæti númer eitt. Ég er með það markmið að reyna að setja nýtt heimsmet og ætla að reyna að ná því í sumar," sagði Helgi en það er hægt að sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira