KV kom til baka og vann Ólsara í vesturbænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2014 22:00 KV-menn unnu góðan sigur á heimavelli sínum í kvöld. Vísir/Daníel KV vann góðan sigur á Víkingum úr Ólafsvík, 2-1, í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram utandyra á gervigrasi KR í vesturbænum þar sem KV spilar heimaleiki sína. Markalaust var í hálfleik en Spánverjinn SamuelJímenez kom gestunum úr Ólafsvík yfir, 1-0, með marki á 69. mínútu. Ólsarar voru ekki lengi með forystuna því varnarmaðurinn Kristinn Jens Bjartmarsson, sem kom til KV frá Víkingi Reykjavík í vetur, jafnaði metin, 1-1, á 75. mínútu. Það var svo sex mínútum síðar að Garðar Ingi Leifsson, sonur knattspyrnuþjálfarans og körfuboltadómarans Leifs Sigfinns Garðarssonar, skoraði sigurmarkið fyrir KV, 2-1. Bæði lið leika í 1. deild í sumar en KV vann sér inn sæti þar í fyrsta skipti í níu ára sögu félagsins síðasta sumar. Leikið var í kvöld á vellinum sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið en óvíst var hvort KV fengi leyfi til að spila í 1. deild. KV komst með sigrinum upp fyrir Ólsara í fimmta sæti riðilsins en liðið er með sjö stig eftir sex leiki. Ólasrar eru sæti neðar með stigi minna eftir jafnmarga leiki. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Reglunum verður ekki breytt fyrir KV Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi málefni KV í kvöldfréttum Stöðvar tvö en enn er mikil óvissa um hvort Knattspyrnufélag Vesturbæjar fái hreinlega þátttökuleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar. 11. mars 2014 19:06 KV fær að spila í 1. deildinni í sumar - spila í Egilshöllinni Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í kvöld keppnisleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar en þátttökuleyfi nýliðanna var ekki staðfest fyrr en á fundi leyfisráðs KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 14. mars 2014 19:15 Páll um samskipti KV og KSÍ: Stundum eins og að glíma við Sovét Páll Kristjánsson, formaður KV, er ekki í nokkrum vafa um að liðið hans fá þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en hann ræddi stöðu mála hjá KV-mönnum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 10. mars 2014 19:02 Páll: Kæmi mikið á óvart ef við myndum spila ellefu leiki í Egilshöllinni Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í gær þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en óvissa var um hvort félagið uppfyllti kröfur leyfiskerfis KSÍ eins og um unglingastarf og heimavöll. "Þetta er vægast satt mikill léttir. Nú get ég farið að eyða púðrinu að vinna í liðinu,“ sagði Páll Kristjánsson, annar af þjálfurum KV-liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. 15. mars 2014 07:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
KV vann góðan sigur á Víkingum úr Ólafsvík, 2-1, í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram utandyra á gervigrasi KR í vesturbænum þar sem KV spilar heimaleiki sína. Markalaust var í hálfleik en Spánverjinn SamuelJímenez kom gestunum úr Ólafsvík yfir, 1-0, með marki á 69. mínútu. Ólsarar voru ekki lengi með forystuna því varnarmaðurinn Kristinn Jens Bjartmarsson, sem kom til KV frá Víkingi Reykjavík í vetur, jafnaði metin, 1-1, á 75. mínútu. Það var svo sex mínútum síðar að Garðar Ingi Leifsson, sonur knattspyrnuþjálfarans og körfuboltadómarans Leifs Sigfinns Garðarssonar, skoraði sigurmarkið fyrir KV, 2-1. Bæði lið leika í 1. deild í sumar en KV vann sér inn sæti þar í fyrsta skipti í níu ára sögu félagsins síðasta sumar. Leikið var í kvöld á vellinum sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið en óvíst var hvort KV fengi leyfi til að spila í 1. deild. KV komst með sigrinum upp fyrir Ólsara í fimmta sæti riðilsins en liðið er með sjö stig eftir sex leiki. Ólasrar eru sæti neðar með stigi minna eftir jafnmarga leiki.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Reglunum verður ekki breytt fyrir KV Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi málefni KV í kvöldfréttum Stöðvar tvö en enn er mikil óvissa um hvort Knattspyrnufélag Vesturbæjar fái hreinlega þátttökuleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar. 11. mars 2014 19:06 KV fær að spila í 1. deildinni í sumar - spila í Egilshöllinni Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í kvöld keppnisleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar en þátttökuleyfi nýliðanna var ekki staðfest fyrr en á fundi leyfisráðs KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 14. mars 2014 19:15 Páll um samskipti KV og KSÍ: Stundum eins og að glíma við Sovét Páll Kristjánsson, formaður KV, er ekki í nokkrum vafa um að liðið hans fá þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en hann ræddi stöðu mála hjá KV-mönnum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 10. mars 2014 19:02 Páll: Kæmi mikið á óvart ef við myndum spila ellefu leiki í Egilshöllinni Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í gær þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en óvissa var um hvort félagið uppfyllti kröfur leyfiskerfis KSÍ eins og um unglingastarf og heimavöll. "Þetta er vægast satt mikill léttir. Nú get ég farið að eyða púðrinu að vinna í liðinu,“ sagði Páll Kristjánsson, annar af þjálfurum KV-liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. 15. mars 2014 07:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Reglunum verður ekki breytt fyrir KV Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi málefni KV í kvöldfréttum Stöðvar tvö en enn er mikil óvissa um hvort Knattspyrnufélag Vesturbæjar fái hreinlega þátttökuleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar. 11. mars 2014 19:06
KV fær að spila í 1. deildinni í sumar - spila í Egilshöllinni Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í kvöld keppnisleyfi í 1. deild karla í fótbolta í sumar en þátttökuleyfi nýliðanna var ekki staðfest fyrr en á fundi leyfisráðs KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 14. mars 2014 19:15
Páll um samskipti KV og KSÍ: Stundum eins og að glíma við Sovét Páll Kristjánsson, formaður KV, er ekki í nokkrum vafa um að liðið hans fá þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en hann ræddi stöðu mála hjá KV-mönnum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 10. mars 2014 19:02
Páll: Kæmi mikið á óvart ef við myndum spila ellefu leiki í Egilshöllinni Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í gær þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en óvissa var um hvort félagið uppfyllti kröfur leyfiskerfis KSÍ eins og um unglingastarf og heimavöll. "Þetta er vægast satt mikill léttir. Nú get ég farið að eyða púðrinu að vinna í liðinu,“ sagði Páll Kristjánsson, annar af þjálfurum KV-liðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. 15. mars 2014 07:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn