Sport

Leiðir skilja hjá Murray og Lendl

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andy Murray og Ivan Lendl hafa gert það gott saman.
Andy Murray og Ivan Lendl hafa gert það gott saman. Vísir/Getty
Skoski tenniskappinn Andy Murray og þjálfarinn hans, IvanLendl, hafa sagt skilið hvorn annan og er tveggja ára samstarfi þeirra lokið, að því fram kemur í frétt BBC.

Lendl, sem sjálfur vann tíu risamót á glæstum ferli, var frábær fyrir Murray en undir handleiðslu hans vann Skotinn loksins risamót eftir langa bið.

Murray braut ísinn þegar hann vann opna bandaríska meistaramótinu árið 2012 en því fylgdi svo Ólympíugull í London auk þess sem hann varð fyrsti Bretinn í 73 ár til að vinna Wimbledon-mótið í fyrra.

„Ég verð Ivan ævinlega þakklátur fyrir alla hans vinnu. Við höfum lært mikið sem lið og ég mun njóta góðs af því í framtíðinni,“ segir Murray.

Sjálfur segist Lendl, sem er fæddur í Tékklandi en gerðist bandarískur ríkisborgari, ætla einbeita sér að eigin verkefnum eins og að spila á sýningarmótum um allan heim.

„Að vinna með Andy undanfarin tvö ár hefur verið yndisleg upplifun. Hann er algjör toppmaður,“ segir Ivan Lendl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×