Washington Post greinir frá og þykir tíst Rússlandsforseta nokkuð skondið í dag í ljósi þeirra deilna sem þjóðirnar standa í um þessar mundir.
Obama hefur beitt refsiaðgerðum gegn ráðamenn í Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga inn í landið, og því er nokkuð ljóst að forsetarnir tveir eru ekki jafn kumpánlegir hvor við annan í dag.
Twitter-reikningur Pútíns hefur þo ekki verið staðfestur af samfélagsmiðlinum en reikningurinn er engu að síður sagður vera opinber Twitter-reikningur forseta Rússlands. Tíst frá forsetanum sjálfum eru merkt #VP.
Congratulations to US President-elect Barack Obama
http://t.co/wi0upVQB
— Vladimir Putin (@PutinRF_Eng) November 8, 2012