Hart sótt að Adam Scott á þriðja hring 23. mars 2014 11:04 Keegan Bradley spilaði sig inn í toppbaráttuna í gær. AP/Vísir Þriðji hringur á Arnold Palmer Invitational golfmótinu sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída fór fram í gær en fyrir hringinn hafði ástralski kylfingurinn Adam Scott sjö högga forystu á næstu menn og mótið virtist nánast vera búið. Það var þó hart sótt að Scott á þriðja hring en hann byrjaði hann mjög illa og fékk tvo skolla á fyrstu fimm holunum. Það nýttu nokkrir kylfingar sér í toppbaráttunni en um tíma var forysta hans komin niður í eitt högg. Hann tók sig þó saman í andlitinu á seinni níu holunum og kláraði hringinn á 71 höggi eða einu undir pari en hann er 15 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir að Scott hafi tekist að bjarga þriðja hringnum sínum þá unnu margir keppendur á hann, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem kom inn á 66 höggum í gær eða sex undir. Hann er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Adam Scott á samtals 13 höggum undir. Bandaríkjamennirnir Matt Every og Jason Kokrak eru jafnir í þriðja sæti á 12 undir pari en Chesson Hadley og Ítalinn Francesco Molinari eru á 11 höggum undir pari í fimmta sæti. Það er því nóg af öflugum kylfingum sem gætu gert atlögu að Adam Scott í dag en hann hefur leitt mótið nánast frá byrjun. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 16:30 í dag. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þriðji hringur á Arnold Palmer Invitational golfmótinu sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída fór fram í gær en fyrir hringinn hafði ástralski kylfingurinn Adam Scott sjö högga forystu á næstu menn og mótið virtist nánast vera búið. Það var þó hart sótt að Scott á þriðja hring en hann byrjaði hann mjög illa og fékk tvo skolla á fyrstu fimm holunum. Það nýttu nokkrir kylfingar sér í toppbaráttunni en um tíma var forysta hans komin niður í eitt högg. Hann tók sig þó saman í andlitinu á seinni níu holunum og kláraði hringinn á 71 höggi eða einu undir pari en hann er 15 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir að Scott hafi tekist að bjarga þriðja hringnum sínum þá unnu margir keppendur á hann, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley sem kom inn á 66 höggum í gær eða sex undir. Hann er í öðru sæti, þremur höggum á eftir Adam Scott á samtals 13 höggum undir. Bandaríkjamennirnir Matt Every og Jason Kokrak eru jafnir í þriðja sæti á 12 undir pari en Chesson Hadley og Ítalinn Francesco Molinari eru á 11 höggum undir pari í fimmta sæti. Það er því nóg af öflugum kylfingum sem gætu gert atlögu að Adam Scott í dag en hann hefur leitt mótið nánast frá byrjun. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 16:30 í dag.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira