Fjórir strokkar í Porsche Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 12:30 Porsche Boxster GTS. Porsche hefur ekki hingað til notað mikið af fjögurra strokka vélum í bíla sína, en það er að fara að breytast. Næsta kynslóð Boxster og Cayman bíla Porsche verður með 4 strokka vélum. Það þýðir ekki að þar fari afllitlir bílar því Porsche segir að þær verði allt að 400 hestöfl. Porsche er nú þegar með 4 strokka vél í hinum hátæknivædda Porsche 919 Hybrid keppnisbíl og það er sú vél sem byggt verður á við smíði vélanna í Boxster og Cayman. Að sjálfsögðu verður þessi vél af Boxer-gerð, eins og allar aðrar vélar Porsche, þ.e. þverstæð, sem tryggir þýðgengi og lágan þyngdarpunkt bílanna. Porsche segir að fyrirtækið sé ekki, frekar en aðrir bílasmiðir, undanþegið því að lækka útblástur koltvísýrings í bílum sínum og að vélar bíla þeirra muni halda áfram að minnka, en það verði þó ekki til þess að minnka afl þeirra, aðeins eyðslu og útblástur. Núverandi Boxster og Cayman bílar Porsche eru með 3,4 lítra 6 strokka vélar, sem eru allt að 335 hestöfl. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent
Porsche hefur ekki hingað til notað mikið af fjögurra strokka vélum í bíla sína, en það er að fara að breytast. Næsta kynslóð Boxster og Cayman bíla Porsche verður með 4 strokka vélum. Það þýðir ekki að þar fari afllitlir bílar því Porsche segir að þær verði allt að 400 hestöfl. Porsche er nú þegar með 4 strokka vél í hinum hátæknivædda Porsche 919 Hybrid keppnisbíl og það er sú vél sem byggt verður á við smíði vélanna í Boxster og Cayman. Að sjálfsögðu verður þessi vél af Boxer-gerð, eins og allar aðrar vélar Porsche, þ.e. þverstæð, sem tryggir þýðgengi og lágan þyngdarpunkt bílanna. Porsche segir að fyrirtækið sé ekki, frekar en aðrir bílasmiðir, undanþegið því að lækka útblástur koltvísýrings í bílum sínum og að vélar bíla þeirra muni halda áfram að minnka, en það verði þó ekki til þess að minnka afl þeirra, aðeins eyðslu og útblástur. Núverandi Boxster og Cayman bílar Porsche eru með 3,4 lítra 6 strokka vélar, sem eru allt að 335 hestöfl.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent