Fjórir strokkar í Porsche Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 12:30 Porsche Boxster GTS. Porsche hefur ekki hingað til notað mikið af fjögurra strokka vélum í bíla sína, en það er að fara að breytast. Næsta kynslóð Boxster og Cayman bíla Porsche verður með 4 strokka vélum. Það þýðir ekki að þar fari afllitlir bílar því Porsche segir að þær verði allt að 400 hestöfl. Porsche er nú þegar með 4 strokka vél í hinum hátæknivædda Porsche 919 Hybrid keppnisbíl og það er sú vél sem byggt verður á við smíði vélanna í Boxster og Cayman. Að sjálfsögðu verður þessi vél af Boxer-gerð, eins og allar aðrar vélar Porsche, þ.e. þverstæð, sem tryggir þýðgengi og lágan þyngdarpunkt bílanna. Porsche segir að fyrirtækið sé ekki, frekar en aðrir bílasmiðir, undanþegið því að lækka útblástur koltvísýrings í bílum sínum og að vélar bíla þeirra muni halda áfram að minnka, en það verði þó ekki til þess að minnka afl þeirra, aðeins eyðslu og útblástur. Núverandi Boxster og Cayman bílar Porsche eru með 3,4 lítra 6 strokka vélar, sem eru allt að 335 hestöfl. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent
Porsche hefur ekki hingað til notað mikið af fjögurra strokka vélum í bíla sína, en það er að fara að breytast. Næsta kynslóð Boxster og Cayman bíla Porsche verður með 4 strokka vélum. Það þýðir ekki að þar fari afllitlir bílar því Porsche segir að þær verði allt að 400 hestöfl. Porsche er nú þegar með 4 strokka vél í hinum hátæknivædda Porsche 919 Hybrid keppnisbíl og það er sú vél sem byggt verður á við smíði vélanna í Boxster og Cayman. Að sjálfsögðu verður þessi vél af Boxer-gerð, eins og allar aðrar vélar Porsche, þ.e. þverstæð, sem tryggir þýðgengi og lágan þyngdarpunkt bílanna. Porsche segir að fyrirtækið sé ekki, frekar en aðrir bílasmiðir, undanþegið því að lækka útblástur koltvísýrings í bílum sínum og að vélar bíla þeirra muni halda áfram að minnka, en það verði þó ekki til þess að minnka afl þeirra, aðeins eyðslu og útblástur. Núverandi Boxster og Cayman bílar Porsche eru með 3,4 lítra 6 strokka vélar, sem eru allt að 335 hestöfl.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent