NBA í nótt: Einu tapi frá versta árangri sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2014 09:09 San Antonio Spurs heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann í nótt sinn fjórtánda sigur í röð. San Antonio, sem er með bestan árangur allra liða í deildinni, vann Philadelphia, 113-91, sem tapaði þar með sínum 25. leik í röð. Ef Philadelphia tapar fyrir Houston á fimmtudaginn jafnar liðið NBA-met Cleveland Cavaliers fyrir lengstu taphrinuna. Philadelphia er þó ekki með versta árangur allra liða en Milwaukee hefur unnið fæstu leikina til þessa á tímabilinu.Austin Daye var með 22 stig fyrir San Antonio í nótt og Tim Duncan nítján. San Antonio gat þar að auki leyft sér að hvíla Tony Parker, Tiago Splitter og Danny Green. San Antonio er í efsta sæti vesturdeildarinnar með 54 sigra í 70 leikjum. Oklahoma City kemur svo næst með 52 sigra en liðið vann Denver í nótt, 117-96. Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Thunder.LA Clippers er svo í þriðja sætinu en liðið vann áðurnefnt Milwaukee, 106-98, í nótt. Blake Griffin var með 27 stig og fjórtán fráköst fyrir Clippers. Það dró svo til tíðinda í toppbaráttu austurdeildarinnar. Meistarar Miami Heat færðu sér tap Indiana gegn Chicago í nyt með því að vinna Portland, 93-91,LeBron James var með 32 stig, þar af sigurkörfuna þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir. Chris Bosh varði svo skot frá Damien Lillard á lokasekúndunum og tryggði þar með sigurinn endanlega. Bosh, sem var með fimmtán stig, hélt upp á 30 ára afmælið sitt í gær. Lillard var stigahæstur í liði Portland með nítján stig en nýtti aðeins þrjú af fimmtán skotum sínum í leiknum. Mo Williams var með sautján stig.Indiana tapaði fyrir Chicago, 89-77, þar sem Taj Gibson fór fyrir Bulls-mönnum með 23 stig. Chicago kom með sigrinum í veg fyrir að Indiana næði að tryggja sér sigurinn í sínum riðli. Indiana er þó enn í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur sigurleikjum á undan Miami en þessi tvö lið eru með afgerandi forystu á önnur lið í deildinni. Toronto og Chicago koma svo næst.Memphis og Phoenix unnu svo mikilvæga sigra í sínum leikjum í nótt og eru í 7. og 8. sæti vesturdeildarinnar. Dallas fylgir þó fast á hæla þeirra og er útlit fyrir spennandi baráttu þeirra um síðustu sætin í úrslitakeppninni á lokaspretti tímabilsins.Úrslit næturinnar: Charlotte - Houston 89-100 Atlanta - Phoenix 95-102 Miami - Portland 93-91 Chicago - Indiana 89-77 Memphis - Minnesota 109-92 New Orleans - Brooklyn 109-104 Oklahoma City - Denver 117-96 San Antonio - Philadelphia 113-91 Utah - Detroit 94-114 LA Clippers - Milwaukee 106-98 NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Sjá meira
San Antonio Spurs heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann í nótt sinn fjórtánda sigur í röð. San Antonio, sem er með bestan árangur allra liða í deildinni, vann Philadelphia, 113-91, sem tapaði þar með sínum 25. leik í röð. Ef Philadelphia tapar fyrir Houston á fimmtudaginn jafnar liðið NBA-met Cleveland Cavaliers fyrir lengstu taphrinuna. Philadelphia er þó ekki með versta árangur allra liða en Milwaukee hefur unnið fæstu leikina til þessa á tímabilinu.Austin Daye var með 22 stig fyrir San Antonio í nótt og Tim Duncan nítján. San Antonio gat þar að auki leyft sér að hvíla Tony Parker, Tiago Splitter og Danny Green. San Antonio er í efsta sæti vesturdeildarinnar með 54 sigra í 70 leikjum. Oklahoma City kemur svo næst með 52 sigra en liðið vann Denver í nótt, 117-96. Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Thunder.LA Clippers er svo í þriðja sætinu en liðið vann áðurnefnt Milwaukee, 106-98, í nótt. Blake Griffin var með 27 stig og fjórtán fráköst fyrir Clippers. Það dró svo til tíðinda í toppbaráttu austurdeildarinnar. Meistarar Miami Heat færðu sér tap Indiana gegn Chicago í nyt með því að vinna Portland, 93-91,LeBron James var með 32 stig, þar af sigurkörfuna þegar rúmar tíu sekúndur voru eftir. Chris Bosh varði svo skot frá Damien Lillard á lokasekúndunum og tryggði þar með sigurinn endanlega. Bosh, sem var með fimmtán stig, hélt upp á 30 ára afmælið sitt í gær. Lillard var stigahæstur í liði Portland með nítján stig en nýtti aðeins þrjú af fimmtán skotum sínum í leiknum. Mo Williams var með sautján stig.Indiana tapaði fyrir Chicago, 89-77, þar sem Taj Gibson fór fyrir Bulls-mönnum með 23 stig. Chicago kom með sigrinum í veg fyrir að Indiana næði að tryggja sér sigurinn í sínum riðli. Indiana er þó enn í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur sigurleikjum á undan Miami en þessi tvö lið eru með afgerandi forystu á önnur lið í deildinni. Toronto og Chicago koma svo næst.Memphis og Phoenix unnu svo mikilvæga sigra í sínum leikjum í nótt og eru í 7. og 8. sæti vesturdeildarinnar. Dallas fylgir þó fast á hæla þeirra og er útlit fyrir spennandi baráttu þeirra um síðustu sætin í úrslitakeppninni á lokaspretti tímabilsins.Úrslit næturinnar: Charlotte - Houston 89-100 Atlanta - Phoenix 95-102 Miami - Portland 93-91 Chicago - Indiana 89-77 Memphis - Minnesota 109-92 New Orleans - Brooklyn 109-104 Oklahoma City - Denver 117-96 San Antonio - Philadelphia 113-91 Utah - Detroit 94-114 LA Clippers - Milwaukee 106-98
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Sjá meira