Strákarnir í Messunni fjalla um rauða spjaldið sem Kieran Gibbs fékk fyrir syndir liðsfélaga síns í Arsenal.
Sem kunnugt er handlék Alex Oxlade-Chamberlain boltann í 6-0 tapi Arsenal gegn Chelsea en Andre Marriner, dómari leiksins, fór í mannavillt og rak Gibbs af velli.
Þrátt fyrir að leikmenn hefðu komið að máli við hann og reynt að leiðrétta misskilninginn stóð ákvörðun Marriner, sem baðst síðar afsökunar.
„Þetta er erfitt fyrir dómarann. Á hann að treysta leikmönnunum? Það er erfitt við svona kringumstæður,“ benti Bjarni Guðjónsson, annar sérfræðinga þáttarins, á.
Messan: Á dómarinn að treysta leikmönnunum?
Tengdar fréttir

Marriner fær leik um næstu helgi
Dómarinn Andre Marriner gerði sér lítið fyrir um síðustu helgi og rak vitlausan mann af velli í leik Chelsea og Arsenal.

Þúsundasti leikur Wengers breyttist í martröð | Myndband
Chelsea niðurlægði Arsenal, 6-0, í Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Hvorki Gibbs né Oxlade-Chamberlain í leikbann
Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur tekið fyrir rauða spjaldið í leik Chelsea og Arsenal þegar Andre Marriner rak vitlausan mann af velli.