Thomas Hagleitner, fulltrúi ESB á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Evrópusambandsins og Íslands, telur að það sé auðveldara að halda áfram framtíðarviðræðum á milli Íslands og ESB ef aðildarumsókn Íslands verði ekki dregin til baka, heldur látin á ís.
Hagleitner sagði jafnframt að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og fiskveiðimálum væri „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ sem öll hefðu ólík sjónarmið.
Hagleitner sagðist telja að það þyrfti að skoða kröfur Íslendinga og stöðu mála í þessum málaflokkum, áður en hægt væri að segja til um hvort undanþágur væru mögulegar. Þetta kom fram í svörum hans við spurningum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formaður þingmannanefndar Íslands.
Framtíðin í höndum Íslendinga
Antonios Vlavianos, fulltrúi Evrópuráðsins og sendiherra ESB, sagði að Íslendingar stýrðu algjörlega stefnunni í aðildarviðræðunum við ESB.
„Framtíð viðræðna er í höndum Íslendinga. Við höfum fylgst vel með umræðunni í landinu. Við teljum mikilvægt að skoða málin gaumgæfilega áður en ákvörðun er tekin,“ sagði Vlavianos á fundinum.
Hann sagði jafnframt að Evrópusambandið teldi samstarfið við Íslendinga mikilvægt. EES-samningurinn væri mikilvæg stoð í samskiptum sambandsins og Íslands.
ESB er opið ríkjum sem vilja vera með
Thomas Hagleitner kom einnig inn á, í ræðu sinni á fundinum, að vel væri fylgst með umræðunni á Íslandi er snerta Evrópumál.
Hann sagðist vita að það væri önnur skýrsla í bígerð, unnin af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.
Hagleitnir sagði Evrópusambandið vera opið fyrir ríkjum sem vildu vera aðilar.
„Ákvörðunin að draga aðildarumsóknina til baka er algjörlega í höndum Íslendinga. Við höldum áfram að fylgjast með og vonumst til þess að samstarfið haldi áfram í gegnum EES-samninginn og Schengen-samstarfið,“ sagði Hagleitner að lokum.
Sameiginleg stefna ESB í fiskveiðimálum „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“

Tengdar fréttir

EES gæti lent í frosti að hluta
Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð

„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki"
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ.