Sameiginleg stefna ESB í fiskveiðimálum „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. mars 2014 15:30 Hagleitner til vinstri og Vlavianos til hægri. Vísir/KJ Thomas Hagleitner, fulltrúi ESB á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Evrópusambandsins og Íslands, telur að það sé auðveldara að halda áfram framtíðarviðræðum á milli Íslands og ESB ef aðildarumsókn Íslands verði ekki dregin til baka, heldur látin á ís. Hagleitner sagði jafnframt að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og fiskveiðimálum væri „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ sem öll hefðu ólík sjónarmið. Hagleitner sagðist telja að það þyrfti að skoða kröfur Íslendinga og stöðu mála í þessum málaflokkum, áður en hægt væri að segja til um hvort undanþágur væru mögulegar. Þetta kom fram í svörum hans við spurningum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formaður þingmannanefndar Íslands.Framtíðin í höndum ÍslendingaAntonios Vlavianos, fulltrúi Evrópuráðsins og sendiherra ESB, sagði að Íslendingar stýrðu algjörlega stefnunni í aðildarviðræðunum við ESB. „Framtíð viðræðna er í höndum Íslendinga. Við höfum fylgst vel með umræðunni í landinu. Við teljum mikilvægt að skoða málin gaumgæfilega áður en ákvörðun er tekin,“ sagði Vlavianos á fundinum. Hann sagði jafnframt að Evrópusambandið teldi samstarfið við Íslendinga mikilvægt. EES-samningurinn væri mikilvæg stoð í samskiptum sambandsins og Íslands.ESB er opið ríkjum sem vilja vera með Thomas Hagleitner kom einnig inn á, í ræðu sinni á fundinum, að vel væri fylgst með umræðunni á Íslandi er snerta Evrópumál. Hann sagðist vita að það væri önnur skýrsla í bígerð, unnin af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Hagleitnir sagði Evrópusambandið vera opið fyrir ríkjum sem vildu vera aðilar. „Ákvörðunin að draga aðildarumsóknina til baka er algjörlega í höndum Íslendinga. Við höldum áfram að fylgjast með og vonumst til þess að samstarfið haldi áfram í gegnum EES-samninginn og Schengen-samstarfið,“ sagði Hagleitner að lokum. ESB-málið Tengdar fréttir EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 „Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Sjá meira
Thomas Hagleitner, fulltrúi ESB á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Evrópusambandsins og Íslands, telur að það sé auðveldara að halda áfram framtíðarviðræðum á milli Íslands og ESB ef aðildarumsókn Íslands verði ekki dregin til baka, heldur látin á ís. Hagleitner sagði jafnframt að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og fiskveiðimálum væri „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ sem öll hefðu ólík sjónarmið. Hagleitner sagðist telja að það þyrfti að skoða kröfur Íslendinga og stöðu mála í þessum málaflokkum, áður en hægt væri að segja til um hvort undanþágur væru mögulegar. Þetta kom fram í svörum hans við spurningum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formaður þingmannanefndar Íslands.Framtíðin í höndum ÍslendingaAntonios Vlavianos, fulltrúi Evrópuráðsins og sendiherra ESB, sagði að Íslendingar stýrðu algjörlega stefnunni í aðildarviðræðunum við ESB. „Framtíð viðræðna er í höndum Íslendinga. Við höfum fylgst vel með umræðunni í landinu. Við teljum mikilvægt að skoða málin gaumgæfilega áður en ákvörðun er tekin,“ sagði Vlavianos á fundinum. Hann sagði jafnframt að Evrópusambandið teldi samstarfið við Íslendinga mikilvægt. EES-samningurinn væri mikilvæg stoð í samskiptum sambandsins og Íslands.ESB er opið ríkjum sem vilja vera með Thomas Hagleitner kom einnig inn á, í ræðu sinni á fundinum, að vel væri fylgst með umræðunni á Íslandi er snerta Evrópumál. Hann sagðist vita að það væri önnur skýrsla í bígerð, unnin af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Hagleitnir sagði Evrópusambandið vera opið fyrir ríkjum sem vildu vera aðilar. „Ákvörðunin að draga aðildarumsóknina til baka er algjörlega í höndum Íslendinga. Við höldum áfram að fylgjast með og vonumst til þess að samstarfið haldi áfram í gegnum EES-samninginn og Schengen-samstarfið,“ sagði Hagleitner að lokum.
ESB-málið Tengdar fréttir EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 „Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Sjá meira
EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00
„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35
„Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44