Viðskipti innlent

Sóknarfæri Sjóvár liggja í sölu líf- og sjúkdómatrygginga

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Sjóvá verður átjánda skráða félagið á almennum hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar að loknu hlutafjárútboði félagsins sem hefst á morgun og lýkur á mánudag. Sjóvá, sem var endurreist með stuðningi ríkisins eftir bankahrunið og síðar einkavætt að nýju gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, er næststærsta tryggingafélag landsins þegar markaðshlutdeild er annars vegar. Félagið hefur haft á bilinu 27-29 prósent markaðshlutdeild í skaðatryggingum á síðustu árum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, tók við rekstri fyrirtækisins árið 2011 en hann hafði starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1990 þar á undan. Hermann er gestur okkar í nýjasta Klinkinu.

Hermann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Sjóvá í aðdraganda skráningar. Félagið hefur samþykkt arðgreiðslustefnu sem felst í því að útgreiddur arður verði að lágmarki 50 prósent hagnaðar, en ekki verður þó greiddur út arður vegna hagnaðar ársins 2013. Hermann segir að sóknarfæri Sjóvár liggi m.a. á sölu líf- og sjúkdómatryggingum en þessi markaður sé illa nýttur. „Íslenskur markaður er vantryggður. Við Íslendingar erum illa tryggðir í líf- og sjúkdómatryggingum. Líftryggingamarkaðurinn í heild sinni er of lítill miðað við stærð landsins.“

Ekkert bónuskerfi

„Það er ekkert kaupaukakerfi hjá Sjóvá. Maður verður að hafa hugfast úr hvaða átt félagið er að koma.“

Skortur á fyrirhyggju

„Á mörgum öðrum stöðum á Norðurlöndunum er ungt fólk farið að hugsa miklu fyrr um líf- og sjúkdómatryggingar en hér.“

Eðlileg verðmyndun í Kauphöllinni?

„Það er mikið fé á eftir fáum tækifærum. Það er augljóst.“

„Það hefur ekki gengið eftir að skapa aukið svigrúm fyrir frumkvöðlafyrirtæki.“

„Það eru litlir hvatar fyrir erlenda starfsmenn að koma hingað.“

Dýr ESA rannsókn

Hermann segir kostnað Sjóvár við rannsókn ESA á ríkisstuðningi við félagið hafa verið verulegan, en verið þess virði því niðurstaðan var félaginu hagfelld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×