Fjórar íslenskar tvennur hjá Snæfelli í oddaleiknum í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 13:00 Stúlkurnar úr Stykkishólmi voru magnaðar í gær. Vísir/Valli Snæfell leikur til úrslita í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir sigur á Val, 72-66, í æsispennandi oddaleik í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. „Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari. Ég veit hvernig tilfinningin er," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi en Snæfellsliðið hefur farið í gegnum ýmislegt að undanförnu.Chynna Brown, bandarískur leikmaður liðsins, meiddist í tvígang í rimmunni og var ekki með í oddaleiknum í gærkvöldi og þá missti liðið Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur í meiðsli út tímabilið í fyrsta leik rimmunnar. Það þurfti því almennilegt liðsátak hjá Snæfelli í gærkvöldi til að komast í sjálfa úrslitaseríuna gegn bikarmeisturum Hauka og það var svo sannarlega uppi á teningnum hjá Hólmurum í gærkvöldi. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Snæfells voru með tvöfalda tvennu í leiknum sem er magnað en fremst á meðal jafningja var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hún var fjórum stoðsendingum frá þrennu. „Gróa labbaði ekki í gær og ég hlýt að vera með einhverjar galdrahendur því ég óð í lærið á henni og hún spilaði. Það voru margar maður leiksins en Gróa var algjörlega yndisleg," sagði Ingi Þór í leikslok.Hildur Sigurðardóttir (19 stig, 11 fráköst), Hildur Björg Kjartansdóttir (15 stig, 13 fráköst) og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru einnig með tvennu í leiknum. Byrjunarliðið fékk litla hvíld en þessar fjórar spiluðu alltar yfir 37 mínútur í leiknum. Úrslitarimma deildarmeistara Snæfells og bikarmeistara Hauka hefst á laugardaginn í Stykkishólmi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22 Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira
Snæfell leikur til úrslita í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir sigur á Val, 72-66, í æsispennandi oddaleik í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. „Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari. Ég veit hvernig tilfinningin er," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi en Snæfellsliðið hefur farið í gegnum ýmislegt að undanförnu.Chynna Brown, bandarískur leikmaður liðsins, meiddist í tvígang í rimmunni og var ekki með í oddaleiknum í gærkvöldi og þá missti liðið Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur í meiðsli út tímabilið í fyrsta leik rimmunnar. Það þurfti því almennilegt liðsátak hjá Snæfelli í gærkvöldi til að komast í sjálfa úrslitaseríuna gegn bikarmeisturum Hauka og það var svo sannarlega uppi á teningnum hjá Hólmurum í gærkvöldi. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Snæfells voru með tvöfalda tvennu í leiknum sem er magnað en fremst á meðal jafningja var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hún var fjórum stoðsendingum frá þrennu. „Gróa labbaði ekki í gær og ég hlýt að vera með einhverjar galdrahendur því ég óð í lærið á henni og hún spilaði. Það voru margar maður leiksins en Gróa var algjörlega yndisleg," sagði Ingi Þór í leikslok.Hildur Sigurðardóttir (19 stig, 11 fráköst), Hildur Björg Kjartansdóttir (15 stig, 13 fráköst) og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru einnig með tvennu í leiknum. Byrjunarliðið fékk litla hvíld en þessar fjórar spiluðu alltar yfir 37 mínútur í leiknum. Úrslitarimma deildarmeistara Snæfells og bikarmeistara Hauka hefst á laugardaginn í Stykkishólmi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22 Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira
Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22