Yankees ekki lengur með dýrasta liðið í hafnaboltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 17:30 Zack Greinke fær vel borgað fyrir sín störf. Vísir/getty Hafnaboltastórveldið New York Yankees er í fyrsta skipti í 15 ár ekki með dýrasta liðið í MLB-deildinni en Los Angeles Dodgers undir eignarhaldi körfuboltagoðsins Magic Johnson og fleiri auðjöfra er komið fram úr strákunum í stóra eplinu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan en heildar launakostnaður Dodgers-liðsins á tímabilinu, samkvæmt rannsókn AP, er 235 milljónir dollara eða jafnvirði 26,7 milljarða króna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda þrátt fyrir gríðarlega eyðslu Dodgers hafa Yankees-menn brotið öll loforð um að haga sér skynsamlega á leikmannamarkaðnum. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og ætlar ekki að láta það gerast aftur. Yankees hefur ekki eytt meiri pening í leikmenn í fjögur ár eða síðan liðið fór síðast hamförum á markaðnum veturinn 2008. Þá hafði Yankees einmitt ekki heldur komist í úrslitakeppnina og keypti sér lið sem vann deildina árið eftir. New York-liðið fékk sér t.a.m. kastara frá Japan sem aldrei hefur spilað í MLB-deildinni og ætlar að borga honum 155 dollara (17 milljarði króna) næstu sjö árin eða 22,2 milljónir dollara á ári. Það er aðeins meira en LionelMessi fær í laun frá Barcelona.Masahiro Tanaka hefur ekki kastað einu sinni í MLB-deildinni en fær meira borgað en Messi.Vísir/GettyJapaninn MasahiroTanaka er ekki eina stjarnan sem Yankees hefur fengið á undirbúningstímabilinu. Það hefur samið við fleiri stórlaxa en aftur á móti misst tvo leikmenn sem voru með risasamninga. Heildar launakostnaður Yankees er langt frá því að ná Dodgers en í heildina borgar Yankees leikmönnum sínum samtals 204 milljónir dollara eða jafnvirði 23,2 milljarða króna á tímabilinu. Launahæsti leikmaðurinn í MLB-deildinni á komandi tímabili verður ZackGreinke, kastari Los Angeles Dodgers, en hann fær 24 milljónir dollara af 147 milljóna dollara samningi sínum í ár plús fjórar milljónir í bónusgreiðslu. Hann samdi til sjö ára í fyrra. Meðallaun leikmanna í bandaríska hafnaboltanum hafna hækkað jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir dvínandi vinsældir íþróttarinnar og minni sjónvarpssamninga. Sjónvarpsstöðin NBC hætti m.a. með útsendingar frá hafnaboltanum og snéri sér þess í stað að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðallaunin eru nú rétt tæpar fjórar milljónir dollara eða jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna og hækka um 8-10 prósent frá síðasta ári. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira
Hafnaboltastórveldið New York Yankees er í fyrsta skipti í 15 ár ekki með dýrasta liðið í MLB-deildinni en Los Angeles Dodgers undir eignarhaldi körfuboltagoðsins Magic Johnson og fleiri auðjöfra er komið fram úr strákunum í stóra eplinu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan en heildar launakostnaður Dodgers-liðsins á tímabilinu, samkvæmt rannsókn AP, er 235 milljónir dollara eða jafnvirði 26,7 milljarða króna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda þrátt fyrir gríðarlega eyðslu Dodgers hafa Yankees-menn brotið öll loforð um að haga sér skynsamlega á leikmannamarkaðnum. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og ætlar ekki að láta það gerast aftur. Yankees hefur ekki eytt meiri pening í leikmenn í fjögur ár eða síðan liðið fór síðast hamförum á markaðnum veturinn 2008. Þá hafði Yankees einmitt ekki heldur komist í úrslitakeppnina og keypti sér lið sem vann deildina árið eftir. New York-liðið fékk sér t.a.m. kastara frá Japan sem aldrei hefur spilað í MLB-deildinni og ætlar að borga honum 155 dollara (17 milljarði króna) næstu sjö árin eða 22,2 milljónir dollara á ári. Það er aðeins meira en LionelMessi fær í laun frá Barcelona.Masahiro Tanaka hefur ekki kastað einu sinni í MLB-deildinni en fær meira borgað en Messi.Vísir/GettyJapaninn MasahiroTanaka er ekki eina stjarnan sem Yankees hefur fengið á undirbúningstímabilinu. Það hefur samið við fleiri stórlaxa en aftur á móti misst tvo leikmenn sem voru með risasamninga. Heildar launakostnaður Yankees er langt frá því að ná Dodgers en í heildina borgar Yankees leikmönnum sínum samtals 204 milljónir dollara eða jafnvirði 23,2 milljarða króna á tímabilinu. Launahæsti leikmaðurinn í MLB-deildinni á komandi tímabili verður ZackGreinke, kastari Los Angeles Dodgers, en hann fær 24 milljónir dollara af 147 milljóna dollara samningi sínum í ár plús fjórar milljónir í bónusgreiðslu. Hann samdi til sjö ára í fyrra. Meðallaun leikmanna í bandaríska hafnaboltanum hafna hækkað jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir dvínandi vinsældir íþróttarinnar og minni sjónvarpssamninga. Sjónvarpsstöðin NBC hætti m.a. með útsendingar frá hafnaboltanum og snéri sér þess í stað að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðallaunin eru nú rétt tæpar fjórar milljónir dollara eða jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna og hækka um 8-10 prósent frá síðasta ári.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira