Yankees ekki lengur með dýrasta liðið í hafnaboltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 17:30 Zack Greinke fær vel borgað fyrir sín störf. Vísir/getty Hafnaboltastórveldið New York Yankees er í fyrsta skipti í 15 ár ekki með dýrasta liðið í MLB-deildinni en Los Angeles Dodgers undir eignarhaldi körfuboltagoðsins Magic Johnson og fleiri auðjöfra er komið fram úr strákunum í stóra eplinu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan en heildar launakostnaður Dodgers-liðsins á tímabilinu, samkvæmt rannsókn AP, er 235 milljónir dollara eða jafnvirði 26,7 milljarða króna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda þrátt fyrir gríðarlega eyðslu Dodgers hafa Yankees-menn brotið öll loforð um að haga sér skynsamlega á leikmannamarkaðnum. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og ætlar ekki að láta það gerast aftur. Yankees hefur ekki eytt meiri pening í leikmenn í fjögur ár eða síðan liðið fór síðast hamförum á markaðnum veturinn 2008. Þá hafði Yankees einmitt ekki heldur komist í úrslitakeppnina og keypti sér lið sem vann deildina árið eftir. New York-liðið fékk sér t.a.m. kastara frá Japan sem aldrei hefur spilað í MLB-deildinni og ætlar að borga honum 155 dollara (17 milljarði króna) næstu sjö árin eða 22,2 milljónir dollara á ári. Það er aðeins meira en LionelMessi fær í laun frá Barcelona.Masahiro Tanaka hefur ekki kastað einu sinni í MLB-deildinni en fær meira borgað en Messi.Vísir/GettyJapaninn MasahiroTanaka er ekki eina stjarnan sem Yankees hefur fengið á undirbúningstímabilinu. Það hefur samið við fleiri stórlaxa en aftur á móti misst tvo leikmenn sem voru með risasamninga. Heildar launakostnaður Yankees er langt frá því að ná Dodgers en í heildina borgar Yankees leikmönnum sínum samtals 204 milljónir dollara eða jafnvirði 23,2 milljarða króna á tímabilinu. Launahæsti leikmaðurinn í MLB-deildinni á komandi tímabili verður ZackGreinke, kastari Los Angeles Dodgers, en hann fær 24 milljónir dollara af 147 milljóna dollara samningi sínum í ár plús fjórar milljónir í bónusgreiðslu. Hann samdi til sjö ára í fyrra. Meðallaun leikmanna í bandaríska hafnaboltanum hafna hækkað jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir dvínandi vinsældir íþróttarinnar og minni sjónvarpssamninga. Sjónvarpsstöðin NBC hætti m.a. með útsendingar frá hafnaboltanum og snéri sér þess í stað að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðallaunin eru nú rétt tæpar fjórar milljónir dollara eða jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna og hækka um 8-10 prósent frá síðasta ári. Íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Hafnaboltastórveldið New York Yankees er í fyrsta skipti í 15 ár ekki með dýrasta liðið í MLB-deildinni en Los Angeles Dodgers undir eignarhaldi körfuboltagoðsins Magic Johnson og fleiri auðjöfra er komið fram úr strákunum í stóra eplinu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan en heildar launakostnaður Dodgers-liðsins á tímabilinu, samkvæmt rannsókn AP, er 235 milljónir dollara eða jafnvirði 26,7 milljarða króna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda þrátt fyrir gríðarlega eyðslu Dodgers hafa Yankees-menn brotið öll loforð um að haga sér skynsamlega á leikmannamarkaðnum. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og ætlar ekki að láta það gerast aftur. Yankees hefur ekki eytt meiri pening í leikmenn í fjögur ár eða síðan liðið fór síðast hamförum á markaðnum veturinn 2008. Þá hafði Yankees einmitt ekki heldur komist í úrslitakeppnina og keypti sér lið sem vann deildina árið eftir. New York-liðið fékk sér t.a.m. kastara frá Japan sem aldrei hefur spilað í MLB-deildinni og ætlar að borga honum 155 dollara (17 milljarði króna) næstu sjö árin eða 22,2 milljónir dollara á ári. Það er aðeins meira en LionelMessi fær í laun frá Barcelona.Masahiro Tanaka hefur ekki kastað einu sinni í MLB-deildinni en fær meira borgað en Messi.Vísir/GettyJapaninn MasahiroTanaka er ekki eina stjarnan sem Yankees hefur fengið á undirbúningstímabilinu. Það hefur samið við fleiri stórlaxa en aftur á móti misst tvo leikmenn sem voru með risasamninga. Heildar launakostnaður Yankees er langt frá því að ná Dodgers en í heildina borgar Yankees leikmönnum sínum samtals 204 milljónir dollara eða jafnvirði 23,2 milljarða króna á tímabilinu. Launahæsti leikmaðurinn í MLB-deildinni á komandi tímabili verður ZackGreinke, kastari Los Angeles Dodgers, en hann fær 24 milljónir dollara af 147 milljóna dollara samningi sínum í ár plús fjórar milljónir í bónusgreiðslu. Hann samdi til sjö ára í fyrra. Meðallaun leikmanna í bandaríska hafnaboltanum hafna hækkað jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir dvínandi vinsældir íþróttarinnar og minni sjónvarpssamninga. Sjónvarpsstöðin NBC hætti m.a. með útsendingar frá hafnaboltanum og snéri sér þess í stað að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðallaunin eru nú rétt tæpar fjórar milljónir dollara eða jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna og hækka um 8-10 prósent frá síðasta ári.
Íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira