NBA í nótt: Indiana vann uppgjörið gegn Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 09:00 Tvö bestu lið austurdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í nótt og hafði Indiana Pacers betur gegn meisturum Miami Heat, 84-83. Indiana, sem hafði tapað tveimur leikjum í röð, var mest sjö stigum undir í fjórða leikhluta en sneri svo leiknum sér í vil á lokakaflanum. Miami fékk þó tækifæri til að klára leikinn. LeBron James, sem skoraði 38 stig, klikkaði á þristi þegar lítið var eftir og Chris Bosh fékk tækifæri til að tryggja Miami sigurinn með flautukörfu en skot hans geigaði einnig. Indiana er nú eftur komið með fjögurra sigurleikja forystu á Miami á toppi austurdeildarinnar en þessi tvö lið hafa afgerandi forystu á önnur.Paul George skoraði 23 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert 21.San Antonio er þó með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni en liðið trónir á toppnum í vestrinum. Spurs vann í nótt sigur á Denver, 108-103.Tim Duncan var með 29 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar í leiknum en þetta var fimmtándi sigur San Antonio í röð. Það ríkir svo mikil spenna í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppninni austanmegin. New York færðist enn nær Atlanta, sem er í áttunda sætinu, með sigri á Sacramento í nótt, 107-99.Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Knicks og JR Smith bætti við 29. Liðið sneri þar með blaðinu eftir slæmt tap gegn LA Lakers í fyrrinótt.Atlanta tapaði að sama skapi fyrir Minnesota, 107-83, og þar með sínum fjórða leik í röð. Paul Millsap var stigahæstur í liði Atlanta með tólf stig en Jeff Teague náði sér engan veginn á strik og klikkaði á öllum fimm skotum sínum í leiknum. Hann var þar með stigalaus í fyrsta sinn í vetur. Memphis og Phoenix unnu svo bæði leiki sína í nótt en spennan um sæti í úrslitakeppninni er líka mikil vestanmegin.Úrslit næturinnar: Charlotte - Brooklyn 116-111 Washington - Phoenix 93-99 Boston - Toronto 90-99 Detroit - Cleveland 96-97 Minnesota - Atlanta 107-83 New Orleans - LA Clippers 98-96 Indiana - Miami 84-83 San Antonio - Denver 108-103 Sacramento - New York 99-107 Utah - Memphis 87-91 NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Tvö bestu lið austurdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í nótt og hafði Indiana Pacers betur gegn meisturum Miami Heat, 84-83. Indiana, sem hafði tapað tveimur leikjum í röð, var mest sjö stigum undir í fjórða leikhluta en sneri svo leiknum sér í vil á lokakaflanum. Miami fékk þó tækifæri til að klára leikinn. LeBron James, sem skoraði 38 stig, klikkaði á þristi þegar lítið var eftir og Chris Bosh fékk tækifæri til að tryggja Miami sigurinn með flautukörfu en skot hans geigaði einnig. Indiana er nú eftur komið með fjögurra sigurleikja forystu á Miami á toppi austurdeildarinnar en þessi tvö lið hafa afgerandi forystu á önnur.Paul George skoraði 23 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert 21.San Antonio er þó með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni en liðið trónir á toppnum í vestrinum. Spurs vann í nótt sigur á Denver, 108-103.Tim Duncan var með 29 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar í leiknum en þetta var fimmtándi sigur San Antonio í röð. Það ríkir svo mikil spenna í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppninni austanmegin. New York færðist enn nær Atlanta, sem er í áttunda sætinu, með sigri á Sacramento í nótt, 107-99.Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Knicks og JR Smith bætti við 29. Liðið sneri þar með blaðinu eftir slæmt tap gegn LA Lakers í fyrrinótt.Atlanta tapaði að sama skapi fyrir Minnesota, 107-83, og þar með sínum fjórða leik í röð. Paul Millsap var stigahæstur í liði Atlanta með tólf stig en Jeff Teague náði sér engan veginn á strik og klikkaði á öllum fimm skotum sínum í leiknum. Hann var þar með stigalaus í fyrsta sinn í vetur. Memphis og Phoenix unnu svo bæði leiki sína í nótt en spennan um sæti í úrslitakeppninni er líka mikil vestanmegin.Úrslit næturinnar: Charlotte - Brooklyn 116-111 Washington - Phoenix 93-99 Boston - Toronto 90-99 Detroit - Cleveland 96-97 Minnesota - Atlanta 107-83 New Orleans - LA Clippers 98-96 Indiana - Miami 84-83 San Antonio - Denver 108-103 Sacramento - New York 99-107 Utah - Memphis 87-91
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira