Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 87-67 | Ólafur réð ríkjum í Röstinni Tómas Þór Þórðarson í Röstinni skrifar 27. mars 2014 14:42 Vísir/Valli Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur komust í kvöld í 2-1 í einvíginu gegn Þór frá Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 20 stiga sigur í Röstinni, 87-67.Ólafur Ólafsson (29 stig, 12 fráköst) fór hamförum fyrir Grindavík í kvöld í fjarveru bróður síns, Þorleifs Ólafssonar, sem sleit krossbönd í síðasta leik liðanna sem Þórsarar unnu á heimavelli. Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með en staðan var jöfn í hálfleik, 36-36. Fyrri hálfleikur var mjög hraður, eiginlega alltof hraður fyrir leikmenn beggja liða sem gekk ekkert að skora og sáust ýmis afar klaufaleg skot. Grindvíkingar töpuðu boltanum tíu sinnum bara í fyrsta leikhluta en samt sem áður voru Þórsarar aðeins með þrjá unna bolta. Það var helst til vegna þess að heimamenn voru að kasta boltanum beint út af eða hreinlega ekki hitta körfuna. Það átti ekki bara við um Grindavík heldur líka gestina sem klúðruðu ótrúlegum færum hvað eftir annað. Mike Cook Jr. (15 stig, 7 fráköst) toppaði þá vitleysu þegar honum tókst ekki að troða boltanum ofan í körfuna án þess að nokkur pressaði á hann. Í þriðja leikhluta slitu Grindvíkingar sig frá Þórsurum en það geta þeir þakkað Ólafi Ólafssyni. Á hann rann hamur í þriðja leikhluta en þessi mikli stuðbolti og baráttuhundur virtist geta skorað með lokuð augun á tímabili. Hann setti niður fjóra þrista og 16 stig í heildina í leikhlutanum og Grindjánar voru níu stigum yfir fyrir lokafjórðunginn, 62-53. Ólafur fór á kostum allan leikinn, jafnt í vörn sem sókn, en hann bauð upp á tilþrif tleiksins - og mögulega tímabilsins - þegar hann tók sig til og tróð boltanum yfir hinn 218cm háa RagnarNathanaelsson í fyrsta leikhluta. Hann stal svo boltanum af Þórsurum í næstu sókn og tróð aftur með tilþrifum. Það var heppni að karfan stóð troðslurnar af sér, svo mikill var krafturinn. Grindvíkingar létu forskotið ekki af hendi í fjórða leikhluta. Þeir spiluðu sterka vörn og skoruðu í takt við Þórsara. Þeir létu gestina hafa fyrir hlutunum og neyddust Þórsarar til að taka erfið skot sem mörg hver geiguðu. Undir körfunni voru heimamenn svo mun sterkari en þeir unnu frákastabaráttuna, 63-41. Heimamenn juku forskotið jafnt og þétt og þegar mínúta var eftir settu bæði lið krakkana inn á til að klára leikinn. Úrslitin voru ráðin. Meira að segja ungu guttarnir hjá Grindavík voru í stuði og buðu upp á unna bolta og góðar körfur. Lokatölur, 87-67. Þórsarar molnuðu síðustu 12 mínútur leiksins og létu Íslands- og bikarmeistarana ganga yfir sig. Ólafur Ólafsson var maður leiksins sem fyrr segir en LewisClinch skilaði einnig góðu dagsverki fyrir heimamenn með 24 stig og 8 fráköst. Hann var sérstaklega öflugur í seinni hálfleik þegar heimamenn voru að stinga af en þá fór hann að ráðast betur að körfunni og opna fyrir félagana. Mike Cook Jr. var stigahæstur með 15 stig og 7 fráköst hjá Þór en hann þurfti að hafa fyrir þeim tölum. Hann var ekki með nema 30 prósent skotnýtingu í leiknum. Stóri maðurinn Ragnar Nathanaelsson heldur áfram að spila vel í sinni fyrstu úrslitakeppni. Hann skilaði góðri tvennu með 12 stigum og 15 fráköstum og er nú búinn að ná tvennu í öllum þremur leikjunum. Liðin mætast næst í Þorlákshöfn á sunnudaginn kemur og þar geta Grindvíkingar tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin með sigri.Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs: Tapar ekki 12 mínútum með 20 stigum "Leikurinn snýst algjörlega í þriðja leikhluta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, við Vísi eftir leikinn en hann hafði ekki teljandi áhyggjur af stöðu mála undir lok þriðja leikhluta þrátt fyrir að hans menn væru nokkrum stigum undir. "Mér fannst við ekkert vera að spila síður en þeir í þriðja leikhluta. Við vorum samt að klikka úr opnum skotum og sniðskotum. Svo var verið að pakka okkur saman í frákastabaráttunni. Ef þú vinnur hana með 20 þá vinnurðu leikinn með 20. Þannig er það bara." "Það var erfitt fyrir strákana að vera ekki að hitta neitt en á sama tíma var Óli Óla að setja þrista milli þriggja stiga línunnar og miðlínu með mann í andlitinu. Það kveikti í þeim og gjörsamlega gjörbreytti leiknum. Það kom upp visst vonleysi og við náðum ekki að rífa okkur upp úr því," sagði Benedikt. Hann var ekki kátur með hvernig leikurinn endaði en hefur fulla trú á sínum strákum enda Þórsarar búnir að vinna Grindavík einu sinni í einvíginu. "Ég sagði við strákana eftir leik að það er ekki hægt að spila jafnan leik í 28 mínútur og tapa síðustu 12 mínútum með 20 stigum. Ég hélt að þetta væri komið hjá okkur eftir síðasta leik en þessi leikur er nákvæmlega eins og sá fyrsti. Við eigum samt fullt af mönnum inni þannig við vinnum leikinn á sunnudaginn," sagði Benedikt Guðmundsson.Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur: Fleiri fá tækifæri í næsta leik "Við fórum loksins að hitta og Óli Óla datt í gang. Lewis fór líka að keyra að körfunni og hitta betur," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi eftir leik aðspurður hvernig hans menn fóru að því að ganga frá leiknum undir lokin. "Við vorum samt að hitta alveg fáránlega illa. Ég veit ekki hvort menn voru svona yfirspenntir eða hvað. Við brenndum af skotum aleinir undir körfunni. Þetta var virkilega slappt sóknarlega en þeir voru vissulega líka að klikka." "Þetta var allt annað þegar við fórum að hitta. Vörnin var líka betri í seinni hálfleik. Við létum þá taka erfiðari skot og svo fráköstum við vel allan leikinn. Það eru samt nokkrir hlutir sem við þurfum að laga. Svo þurfum við að klára betur nálægt körfunni," sagði Sverrir Þór. Þorleifur Ólafsson sleit krossband í síðasta leik en samt sem áður spilaði Sverrir á fáum mönnum í kvöld. Hann viðurkennir að það sé missir í Þorleifi. "Það er mjög slæmt að missa hann. Lalli kemur bara inn á bekkinn með okkur í næsta leik og verður þar út tímabilið. Nú er bara annarra að nýta sénsinn. Við spiluðum á fáum mönnum í dag þannig ég hleypi eflaust fleirum inn á til að dreifa álaginu á sunnudaginn. Það er vonandi að menn nýti það," sagði Sverrir Þór Sverrisson.Ólafur Ólafsson: Setti Ragga á plakat "Ég fór bara að hitta og þá hélt ég áfram að skjóta," sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Vísi eftir leik um þriðja leikhlutann í kvöld þar sem hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur og í heildina 16 stig af 29 í leiknum. "Ég hafði bara trú á þessu og sem betur fer fóru skotin ofan í. Ég ákvað þegar Lalli bróðir datt út að ég þyrfti kannski að gera aðeins meira og skora fleiri stig. Ég gerði aðeins meira í kvöld og vonandi heldur þetta áfram út úrslitakeppnina," sagði Ólafur. Hann var ánægður með varnarleikinn undir lok þriðja leikhluta og í þeim fjórða en hann skilaði liðinu sigrinum. Spili meistararnir svona vörn eiga Þórsarar ekki von á góðu, segir Ólafur. "Þetta var jafnt í byrjun en við vorum að tapa boltanum klaufalega. Vörnin var allt í lagi til að byrja með en í þriðja leikhluta ákváðum við allir að byrja spila almennilega vörn. Við eigum að geta spilað enn betri vörn en þetta og þegar við gerum það erum við mjög erfiðir við að eiga. Við vinnum leikinn á sunnudaginn ef við spilum betri vörn en þetta í dag." Ólafur átti ein af tilþrifum tímabilsins í kvöld þegar hann tróð yfir hinn 218cm háa Ragnar Nathanaelsson. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. "Ég tróð yfir hann líka þegar hann var í Hveragerði. Ég hef samt aldrei fengið það á spólu en þetta er vonandi til að myndbandi. Ég fór bara framhjá manninum mínum og þá birtist súlan. Ég ákvað bara að láta vaða en í sannleika sagt hélt ég að hann myndi verja skotið. En mér tókst að troða boltanum ofan í og líka með þessum krafti sem ég bjóst ekkert við. Ég setti Ragga allavega á plakat. Vonandi náði einhver þessu á mynd," sagði Ólafur Ólafsson léttur að lokum.Grindavík-Þór Þ. 87-67 (12-16, 24-20, 26-17, 25-14)Grindavík: Ólafur Ólafsson 29/12 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 24/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 9/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/12 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Jón Axel Guðmundsson 2/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.Þór Þ.: Mike Cook Jr. 15/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13/7 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/15 fráköst/3 varin skot, Nemanja Sovic 12/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 3, Emil Karel Einarsson 2, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Matthías Orri Elíasson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0.Leiklýsingin:LEIK LOKIÐ | 87-67 | Grindvíkingar vinna með 20 stiga mun og geta klárað einvígið í Þorlákshöfn á sunnudaginn.40. mín | 83-64 | Bæði lið rífa byrjunarliðin af velli. Krakkarnir fá tæpa mínútu.39. mín | 81-64 | Leikurinn er að hlaupa frá Þórsurum. Heimamenn ráða lögum og lofum á vellinum. Þeir skora í takt við gestina og spila góða vörn þess á milli. Munurinn 17 stig og innan við tvær mínútur eftir.37. mín | 74-62 | Þristur frá Mike Cook Jr. en Grindjánar skora á móti. Gestirnir verða að fara fá stopp í vörninni.36. mín | 72-59 | Ólafur Ólafsson kemur aftur inn á hjá Grindavík og lætur strax til sín taka. Hann skorar tveggja stiga körfu (kominn með 27 stig) og stelur svo boltanum í næstu sókn Þórsara. Hann fær ekki tækifæri til að troða því brotið er á honum. Ólafur setur bæði vítin niður og munurinn 13 stig.35. mín | 68-57 | Ragnar Nathanaelsson skorar góða körfu og fær vítaskot að auki sem hann nýtir ekki. Ómar Sævarsson skorar fyrir Grindavík og áfram er munurinn ellefu stig.33. mín | 66-55 | Munurinn áfram ellefu stig. Gestunum gengur lítið að saxa á forskotið. Grindjánar spila góða vörn.31. mín | 64-53 | Jóhann Árni skorar fyrstu tvö stigin úr teignum fyrir Grindavík í fjórða leikhluta og munurinn ellefu stig.Þriðja leikhluta lokið | 62-53 | Grindvíkingar taka á sprett undir lok fjórðungsins. Lewis Clinch skorar þriggja stiga flautukörfu og heimamenn með níu stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann. Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig í þriðja leikhluta, þar af fjórar þriggja stiga körfur.29. mín | 55-50 | Ólafur heldur áfram að fara á kostum. Hann setur niður fjórða þristinn hér í þriðja leikhluta og allt verður vitlaust á pöllunum. Benedikt verður að taka leikhlé. Ólafur ræður ríkjum hér í Röstinni.27. mín | 47-46 | Ólafur jafnar leikinn fyrir Grindavík með galopnum þristi. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, vill meina hann hafi stigið á línuna og bilast á hliðarlínunni. Þórsarar komast aftur yfir en Ólafur setur niður annan þrist. Sá er í stuði.25. mín | 41-44 | Mistökin í þessum leik eru svakalega skrautleg. Nú tekst Cook Jr. ekki að troða úr hraðaupphlaupi einn á móti körfunni. Boltinn spýtist af hringnum og hátt upp í loftið. Grindjánar refsa með þristi frá Jóhanni Árna.23. mín | 38-41 | Mike Cook bætir við tveimur stigum fyrir Þórsara með skoti úr teignum. Hann er aftur á móti ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna. Eitt skot niður af fjórum þar.21. mín | 38-39 | Ólafur Ólafsson skorar fyrstu stig hálfleiksins fyrir Grindavík en Baldur Ragnarsson svarar með þristi fyrir gestina og þeir komast einu stigi yfir.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Ólafur Ólafsson er stigahæstur hjá Grindavík með 9 stig og 5 fráköst, að ógleymdum 20 rokkstigum fyrir troðslurnar tvær. Tómas Holton er stigahæstur hjá gestunum með 10 stig og Nemanja Sovic er með 8 stig. Grindvíkingar eru að vinna frákastabaráttuna, 26-18. Þeir gulu eru búnir að taka 7 sóknarfráköst á móti 3 hjá Þór.Hálfleikur | 36-36 | Staðan jöfn í hálfleik í hröðum og skemmtilegum körfuboltaleik. Liðin ekki að hitta neitt sérstaklega vel en það er kraftur í þessu. Tómas Holton skorar síðustu stig hálfleiksins með laglegu sniðskoti. Vonandi heldur spennan áfram í seinni hálfleik.19. mín | 34-32 | Þórsarar sækja grimmt inn að körfunni. Sovic skorar tvö stig undir henni og jafnar leikinn en Grindvíkingar svara.17. mín |30-28 | Spennan heldur áfram. Ómar Sævarsson skorar úr tveimur vítaskotum eftir að villa er dæmd á Ragnar. Þetta er önnur villan á Ragga Nat þannig Benedikt tekur hann aftur út af. Jóhann Árni bætir við tveimur stigum af vítalínunni og Grindavík kemst yfir.15. mín | 24-26 | Gestirnir komast aftur yfir. Ómar Sævarsson hittir ekki þrátt fyrir að standa undir körfunni og Tómas Holton refsar Grindjánum með þriggja stiga körfu úr hraðaupphlaupi. Þetta er hraður körfuboltaleikur. Kannski aðeins of hraður fyrir leikmennina en fjörið er mikið.13. mín |24-21 | Ólafur er heldur betur búinn að snúa stemningunni yfir til Grindavíkur sem er nú þremur stigum yfir. Eftir að hann tróð yfir Ragnar átti hann aðra rosalega troðslu úr hraðaupphlaupi. Það var heppni að karfan stóð hana af sér. Benedikt tekur leikhlé.12. mín | 16-21 | Ólafur Ólafsson treður yfir Ragga Nat og eðlilega verður allt vitlaust í Röstinni. Ragnar er 218cm hár. Sá stóri svarar með körfu hinum megin og Cook setur niður þrist. Tróð yfir Ragga Nat. Vá!Fyrsta leikhluta lokið | 12-16 | Jón Axel Guðmundsson skorar síðustu körfu fyrsta leikhluta með laglegu sniðskoti. Það stefnir ekki í mikið stigaskor í kvöld. Bæði lið að spila flotta vörn og svo hitta þau náttúrlega ekki neitt. Ólafur Ólafsson og Tómas Holton eru stigahæstir með fimm stig hvor.9. mín | 10-16 | Áfram gengur liðunum erfiðlega að skora. Gestirnir með sex stiga forystu.7. mín | 10-14 | Ólafur Ólafsson setur niður þrist fyrir Grindavík og Siggi Þorsteins bætir við flottri körfu í baráttu við Ragga Nat. Sá stóri treður svo með tilþrifum fyrir Þórsarar við mikla hrifningu Græna Drekans sem er vægast sagt hávær og flottur á pöllunum fyrir gestina. "Ég þarf leikhlé," hrópar Sverrir Þór Sverrisson og ræðir við sína menn.5. mín | 5-10 | Gríðarlegur hraði í leiknum og menn brenna af skotum vinstri hægri. Hvort sem það er fyrir utan þriggja stiga línuna eða úr sniðskotum. Menn eru að grýta tuðrunni í spjaldið eða einfaldlega ekki hitta hringinn. Baldur Ragnarsson setur svo loks niður þrist fyrir Þór.3. mín | 3-7 | Tómas Holton opnar á þrist fyrir Þórsara en Ólafur Ólafsson svarar með tveggja stiga körfu eftir glæsileg tilþrif. Mike Cook setur niður tvær körfur fyrir gestina. Byrjar vel!2. mín | 1-0 | Eftir nokkrar misheppnaðar sóknir beggja liða skorar Ómar Sævarsson fyrsta stig leiksins af vítalínunni eftir 1:27.1. mín | 0-0 | Þetta er byrjað!Fyrir leik: Leikmannakynning í gangi. Leikurinn sjálfur handan við hornið.Fyrir leik: Tíu mínútur í leik og kofinn er að fyllast. Eða svona allt að því. Liðin eru farin aftur inn í klefa til að heyra síðustu peppræðu þjálfaranna og dómararnir teygja vöðvana fyrir leik. Þetta er að bresta á. Leikur 3.Fyrir leik: Ólafi Ólafssyni, Grindjána, finnst tónlistarvalið ekki alveg nógu gott. Verið að spila rólega tónlist þegar menn eru að reyna gíra sig upp í stórleik. Hann gefur merki til plötusnúðsins um að menn séu að sofna. Þessu er kippt í liðinn. Sturtað í úrvals popp-músík aftur.Fyrir leik: Hálftími í uppkast og öllu fleiri Þórsarar mættir en Grindvíkingar á pallana. Samt nóg af sætum laus. Þau fyllast - höfum ekki áhyggjur af því. Græni Drekinn, stuðningsmannasveit Þórsarar, verður án efa hávær í kvöld. Ólafur Ólafsson tróð með tilþrifum í upphitun áðan við mikinn fögnuð samherja sinna.Fyrir leik: Dómarar leiksins í kvöld eru þeir Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og skólastjórinn og knattspyrnuþjálfarinn Leifur Sigfinnur Garðarsson. Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét alla vita í viðtali í Fréttablaðinu í dag hvað honum finnst um dómgæsluna í Dominos-deildinni.Fyrir leik: Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur enduðu í 3. sæti Dominos-deildarinnar en Þórsarar í 6. sæti. Flestir bjuggust við tiltölulega auðveldum sigri Grindavíkur í þessari rimmu, almennt var talað um 3-1 sigur þeirra gulu. En nú er staðan 1-1 og meistararnir búnir að missa lykilmann í meiðsli. Mikilvægi þessa leiks er gríðarlegt. Hér verður enginn afsláttur gefinn í kvöld.Fyrir leik: Lagið "Happy" með Pharrell Williams ómar í Röstinni og menn geta lítið annað gert en dillað sér í takt og smellt fingrum. Þá á ég við leikmennina sem eru mjög léttir hér í upphitun. Lewis Clinch fótóbombaði rándýrt snapchat hjá blaðamanni áðan og allir hressir. Ungir Þórsarar í Græna Drekanum eru mættir í hús. Stemningin er góð í Röstinni.Fyrir leik: Einvígi stóru strákanna hefur verið skemmtilegt í þessari rimmu eins og búist var við. Þar er átt við hinn 218cm háa Ragnar Nathanaelsson hjá Þór og Ísafjarðartröllið, Sigurð Gunnar Þorsteinsson, leikmann Grindavíkur. Ragnar hefur yfirhöndina núna en hann er að skila töluvert betri tölum. Ragnar náði tvennu í fyrstu tveimur leikjunum og framlagi upp á 28 og 23. Siggi Þorsteins var með 12 í framlag í fyrsta leiknum sem Grindavík vann en 7 í tapleiknum á sunnudaginn.Fyrir leik: Grindvíkingar urðu fyrir áfalli í fyrsta leikhluta síðasta leiks þegar Þorleifur Ólafsson meiddist. Talið er að hann sé með slitin krossbönd og verður ekkert meira með á tímabilinu. Þessi meiðsli dælda svo sannarlega vonir Íslandsmeistaranna um að vinna titilinn þriðja árið í röð enda Þorleifur algjör lykilmaður í liðinu.Fyrir leik: Staðan í rimmu liðanna er 1-1 og kemst sigurvegarinn í kvöld því í kjörstöðu í einvíginu. Grindavík vann fyrsta leikinn hér í Röstinni, 92-82, þar sem Lewis Clinch og Þorleifur Ólafsson skoruðu báðir 21 stig fyrir heimamenn en Mike Cook skoraði 25 stig fyrir Þórsara. Þór jafnaði svo metin s.l. sunnudag með sigri, 98-89, á heimavelli sínum. Þar voru Emil Karel Einarsson og Mike Cook stigahæstir heimamanna með 18 stig hvor.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en hér ætlum við að fylgjast með stórleik Grindavíkur og Þórs. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur komust í kvöld í 2-1 í einvíginu gegn Þór frá Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 20 stiga sigur í Röstinni, 87-67.Ólafur Ólafsson (29 stig, 12 fráköst) fór hamförum fyrir Grindavík í kvöld í fjarveru bróður síns, Þorleifs Ólafssonar, sem sleit krossbönd í síðasta leik liðanna sem Þórsarar unnu á heimavelli. Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með en staðan var jöfn í hálfleik, 36-36. Fyrri hálfleikur var mjög hraður, eiginlega alltof hraður fyrir leikmenn beggja liða sem gekk ekkert að skora og sáust ýmis afar klaufaleg skot. Grindvíkingar töpuðu boltanum tíu sinnum bara í fyrsta leikhluta en samt sem áður voru Þórsarar aðeins með þrjá unna bolta. Það var helst til vegna þess að heimamenn voru að kasta boltanum beint út af eða hreinlega ekki hitta körfuna. Það átti ekki bara við um Grindavík heldur líka gestina sem klúðruðu ótrúlegum færum hvað eftir annað. Mike Cook Jr. (15 stig, 7 fráköst) toppaði þá vitleysu þegar honum tókst ekki að troða boltanum ofan í körfuna án þess að nokkur pressaði á hann. Í þriðja leikhluta slitu Grindvíkingar sig frá Þórsurum en það geta þeir þakkað Ólafi Ólafssyni. Á hann rann hamur í þriðja leikhluta en þessi mikli stuðbolti og baráttuhundur virtist geta skorað með lokuð augun á tímabili. Hann setti niður fjóra þrista og 16 stig í heildina í leikhlutanum og Grindjánar voru níu stigum yfir fyrir lokafjórðunginn, 62-53. Ólafur fór á kostum allan leikinn, jafnt í vörn sem sókn, en hann bauð upp á tilþrif tleiksins - og mögulega tímabilsins - þegar hann tók sig til og tróð boltanum yfir hinn 218cm háa RagnarNathanaelsson í fyrsta leikhluta. Hann stal svo boltanum af Þórsurum í næstu sókn og tróð aftur með tilþrifum. Það var heppni að karfan stóð troðslurnar af sér, svo mikill var krafturinn. Grindvíkingar létu forskotið ekki af hendi í fjórða leikhluta. Þeir spiluðu sterka vörn og skoruðu í takt við Þórsara. Þeir létu gestina hafa fyrir hlutunum og neyddust Þórsarar til að taka erfið skot sem mörg hver geiguðu. Undir körfunni voru heimamenn svo mun sterkari en þeir unnu frákastabaráttuna, 63-41. Heimamenn juku forskotið jafnt og þétt og þegar mínúta var eftir settu bæði lið krakkana inn á til að klára leikinn. Úrslitin voru ráðin. Meira að segja ungu guttarnir hjá Grindavík voru í stuði og buðu upp á unna bolta og góðar körfur. Lokatölur, 87-67. Þórsarar molnuðu síðustu 12 mínútur leiksins og létu Íslands- og bikarmeistarana ganga yfir sig. Ólafur Ólafsson var maður leiksins sem fyrr segir en LewisClinch skilaði einnig góðu dagsverki fyrir heimamenn með 24 stig og 8 fráköst. Hann var sérstaklega öflugur í seinni hálfleik þegar heimamenn voru að stinga af en þá fór hann að ráðast betur að körfunni og opna fyrir félagana. Mike Cook Jr. var stigahæstur með 15 stig og 7 fráköst hjá Þór en hann þurfti að hafa fyrir þeim tölum. Hann var ekki með nema 30 prósent skotnýtingu í leiknum. Stóri maðurinn Ragnar Nathanaelsson heldur áfram að spila vel í sinni fyrstu úrslitakeppni. Hann skilaði góðri tvennu með 12 stigum og 15 fráköstum og er nú búinn að ná tvennu í öllum þremur leikjunum. Liðin mætast næst í Þorlákshöfn á sunnudaginn kemur og þar geta Grindvíkingar tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin með sigri.Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs: Tapar ekki 12 mínútum með 20 stigum "Leikurinn snýst algjörlega í þriðja leikhluta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, við Vísi eftir leikinn en hann hafði ekki teljandi áhyggjur af stöðu mála undir lok þriðja leikhluta þrátt fyrir að hans menn væru nokkrum stigum undir. "Mér fannst við ekkert vera að spila síður en þeir í þriðja leikhluta. Við vorum samt að klikka úr opnum skotum og sniðskotum. Svo var verið að pakka okkur saman í frákastabaráttunni. Ef þú vinnur hana með 20 þá vinnurðu leikinn með 20. Þannig er það bara." "Það var erfitt fyrir strákana að vera ekki að hitta neitt en á sama tíma var Óli Óla að setja þrista milli þriggja stiga línunnar og miðlínu með mann í andlitinu. Það kveikti í þeim og gjörsamlega gjörbreytti leiknum. Það kom upp visst vonleysi og við náðum ekki að rífa okkur upp úr því," sagði Benedikt. Hann var ekki kátur með hvernig leikurinn endaði en hefur fulla trú á sínum strákum enda Þórsarar búnir að vinna Grindavík einu sinni í einvíginu. "Ég sagði við strákana eftir leik að það er ekki hægt að spila jafnan leik í 28 mínútur og tapa síðustu 12 mínútum með 20 stigum. Ég hélt að þetta væri komið hjá okkur eftir síðasta leik en þessi leikur er nákvæmlega eins og sá fyrsti. Við eigum samt fullt af mönnum inni þannig við vinnum leikinn á sunnudaginn," sagði Benedikt Guðmundsson.Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur: Fleiri fá tækifæri í næsta leik "Við fórum loksins að hitta og Óli Óla datt í gang. Lewis fór líka að keyra að körfunni og hitta betur," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, við Vísi eftir leik aðspurður hvernig hans menn fóru að því að ganga frá leiknum undir lokin. "Við vorum samt að hitta alveg fáránlega illa. Ég veit ekki hvort menn voru svona yfirspenntir eða hvað. Við brenndum af skotum aleinir undir körfunni. Þetta var virkilega slappt sóknarlega en þeir voru vissulega líka að klikka." "Þetta var allt annað þegar við fórum að hitta. Vörnin var líka betri í seinni hálfleik. Við létum þá taka erfiðari skot og svo fráköstum við vel allan leikinn. Það eru samt nokkrir hlutir sem við þurfum að laga. Svo þurfum við að klára betur nálægt körfunni," sagði Sverrir Þór. Þorleifur Ólafsson sleit krossband í síðasta leik en samt sem áður spilaði Sverrir á fáum mönnum í kvöld. Hann viðurkennir að það sé missir í Þorleifi. "Það er mjög slæmt að missa hann. Lalli kemur bara inn á bekkinn með okkur í næsta leik og verður þar út tímabilið. Nú er bara annarra að nýta sénsinn. Við spiluðum á fáum mönnum í dag þannig ég hleypi eflaust fleirum inn á til að dreifa álaginu á sunnudaginn. Það er vonandi að menn nýti það," sagði Sverrir Þór Sverrisson.Ólafur Ólafsson: Setti Ragga á plakat "Ég fór bara að hitta og þá hélt ég áfram að skjóta," sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, við Vísi eftir leik um þriðja leikhlutann í kvöld þar sem hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur og í heildina 16 stig af 29 í leiknum. "Ég hafði bara trú á þessu og sem betur fer fóru skotin ofan í. Ég ákvað þegar Lalli bróðir datt út að ég þyrfti kannski að gera aðeins meira og skora fleiri stig. Ég gerði aðeins meira í kvöld og vonandi heldur þetta áfram út úrslitakeppnina," sagði Ólafur. Hann var ánægður með varnarleikinn undir lok þriðja leikhluta og í þeim fjórða en hann skilaði liðinu sigrinum. Spili meistararnir svona vörn eiga Þórsarar ekki von á góðu, segir Ólafur. "Þetta var jafnt í byrjun en við vorum að tapa boltanum klaufalega. Vörnin var allt í lagi til að byrja með en í þriðja leikhluta ákváðum við allir að byrja spila almennilega vörn. Við eigum að geta spilað enn betri vörn en þetta og þegar við gerum það erum við mjög erfiðir við að eiga. Við vinnum leikinn á sunnudaginn ef við spilum betri vörn en þetta í dag." Ólafur átti ein af tilþrifum tímabilsins í kvöld þegar hann tróð yfir hinn 218cm háa Ragnar Nathanaelsson. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. "Ég tróð yfir hann líka þegar hann var í Hveragerði. Ég hef samt aldrei fengið það á spólu en þetta er vonandi til að myndbandi. Ég fór bara framhjá manninum mínum og þá birtist súlan. Ég ákvað bara að láta vaða en í sannleika sagt hélt ég að hann myndi verja skotið. En mér tókst að troða boltanum ofan í og líka með þessum krafti sem ég bjóst ekkert við. Ég setti Ragga allavega á plakat. Vonandi náði einhver þessu á mynd," sagði Ólafur Ólafsson léttur að lokum.Grindavík-Þór Þ. 87-67 (12-16, 24-20, 26-17, 25-14)Grindavík: Ólafur Ólafsson 29/12 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 24/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 9/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/12 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Jón Axel Guðmundsson 2/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.Þór Þ.: Mike Cook Jr. 15/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13/7 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/15 fráköst/3 varin skot, Nemanja Sovic 12/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 3, Emil Karel Einarsson 2, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Matthías Orri Elíasson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0.Leiklýsingin:LEIK LOKIÐ | 87-67 | Grindvíkingar vinna með 20 stiga mun og geta klárað einvígið í Þorlákshöfn á sunnudaginn.40. mín | 83-64 | Bæði lið rífa byrjunarliðin af velli. Krakkarnir fá tæpa mínútu.39. mín | 81-64 | Leikurinn er að hlaupa frá Þórsurum. Heimamenn ráða lögum og lofum á vellinum. Þeir skora í takt við gestina og spila góða vörn þess á milli. Munurinn 17 stig og innan við tvær mínútur eftir.37. mín | 74-62 | Þristur frá Mike Cook Jr. en Grindjánar skora á móti. Gestirnir verða að fara fá stopp í vörninni.36. mín | 72-59 | Ólafur Ólafsson kemur aftur inn á hjá Grindavík og lætur strax til sín taka. Hann skorar tveggja stiga körfu (kominn með 27 stig) og stelur svo boltanum í næstu sókn Þórsara. Hann fær ekki tækifæri til að troða því brotið er á honum. Ólafur setur bæði vítin niður og munurinn 13 stig.35. mín | 68-57 | Ragnar Nathanaelsson skorar góða körfu og fær vítaskot að auki sem hann nýtir ekki. Ómar Sævarsson skorar fyrir Grindavík og áfram er munurinn ellefu stig.33. mín | 66-55 | Munurinn áfram ellefu stig. Gestunum gengur lítið að saxa á forskotið. Grindjánar spila góða vörn.31. mín | 64-53 | Jóhann Árni skorar fyrstu tvö stigin úr teignum fyrir Grindavík í fjórða leikhluta og munurinn ellefu stig.Þriðja leikhluta lokið | 62-53 | Grindvíkingar taka á sprett undir lok fjórðungsins. Lewis Clinch skorar þriggja stiga flautukörfu og heimamenn með níu stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann. Ólafur Ólafsson skoraði 16 stig í þriðja leikhluta, þar af fjórar þriggja stiga körfur.29. mín | 55-50 | Ólafur heldur áfram að fara á kostum. Hann setur niður fjórða þristinn hér í þriðja leikhluta og allt verður vitlaust á pöllunum. Benedikt verður að taka leikhlé. Ólafur ræður ríkjum hér í Röstinni.27. mín | 47-46 | Ólafur jafnar leikinn fyrir Grindavík með galopnum þristi. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, vill meina hann hafi stigið á línuna og bilast á hliðarlínunni. Þórsarar komast aftur yfir en Ólafur setur niður annan þrist. Sá er í stuði.25. mín | 41-44 | Mistökin í þessum leik eru svakalega skrautleg. Nú tekst Cook Jr. ekki að troða úr hraðaupphlaupi einn á móti körfunni. Boltinn spýtist af hringnum og hátt upp í loftið. Grindjánar refsa með þristi frá Jóhanni Árna.23. mín | 38-41 | Mike Cook bætir við tveimur stigum fyrir Þórsara með skoti úr teignum. Hann er aftur á móti ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna. Eitt skot niður af fjórum þar.21. mín | 38-39 | Ólafur Ólafsson skorar fyrstu stig hálfleiksins fyrir Grindavík en Baldur Ragnarsson svarar með þristi fyrir gestina og þeir komast einu stigi yfir.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Ólafur Ólafsson er stigahæstur hjá Grindavík með 9 stig og 5 fráköst, að ógleymdum 20 rokkstigum fyrir troðslurnar tvær. Tómas Holton er stigahæstur hjá gestunum með 10 stig og Nemanja Sovic er með 8 stig. Grindvíkingar eru að vinna frákastabaráttuna, 26-18. Þeir gulu eru búnir að taka 7 sóknarfráköst á móti 3 hjá Þór.Hálfleikur | 36-36 | Staðan jöfn í hálfleik í hröðum og skemmtilegum körfuboltaleik. Liðin ekki að hitta neitt sérstaklega vel en það er kraftur í þessu. Tómas Holton skorar síðustu stig hálfleiksins með laglegu sniðskoti. Vonandi heldur spennan áfram í seinni hálfleik.19. mín | 34-32 | Þórsarar sækja grimmt inn að körfunni. Sovic skorar tvö stig undir henni og jafnar leikinn en Grindvíkingar svara.17. mín |30-28 | Spennan heldur áfram. Ómar Sævarsson skorar úr tveimur vítaskotum eftir að villa er dæmd á Ragnar. Þetta er önnur villan á Ragga Nat þannig Benedikt tekur hann aftur út af. Jóhann Árni bætir við tveimur stigum af vítalínunni og Grindavík kemst yfir.15. mín | 24-26 | Gestirnir komast aftur yfir. Ómar Sævarsson hittir ekki þrátt fyrir að standa undir körfunni og Tómas Holton refsar Grindjánum með þriggja stiga körfu úr hraðaupphlaupi. Þetta er hraður körfuboltaleikur. Kannski aðeins of hraður fyrir leikmennina en fjörið er mikið.13. mín |24-21 | Ólafur er heldur betur búinn að snúa stemningunni yfir til Grindavíkur sem er nú þremur stigum yfir. Eftir að hann tróð yfir Ragnar átti hann aðra rosalega troðslu úr hraðaupphlaupi. Það var heppni að karfan stóð hana af sér. Benedikt tekur leikhlé.12. mín | 16-21 | Ólafur Ólafsson treður yfir Ragga Nat og eðlilega verður allt vitlaust í Röstinni. Ragnar er 218cm hár. Sá stóri svarar með körfu hinum megin og Cook setur niður þrist. Tróð yfir Ragga Nat. Vá!Fyrsta leikhluta lokið | 12-16 | Jón Axel Guðmundsson skorar síðustu körfu fyrsta leikhluta með laglegu sniðskoti. Það stefnir ekki í mikið stigaskor í kvöld. Bæði lið að spila flotta vörn og svo hitta þau náttúrlega ekki neitt. Ólafur Ólafsson og Tómas Holton eru stigahæstir með fimm stig hvor.9. mín | 10-16 | Áfram gengur liðunum erfiðlega að skora. Gestirnir með sex stiga forystu.7. mín | 10-14 | Ólafur Ólafsson setur niður þrist fyrir Grindavík og Siggi Þorsteins bætir við flottri körfu í baráttu við Ragga Nat. Sá stóri treður svo með tilþrifum fyrir Þórsarar við mikla hrifningu Græna Drekans sem er vægast sagt hávær og flottur á pöllunum fyrir gestina. "Ég þarf leikhlé," hrópar Sverrir Þór Sverrisson og ræðir við sína menn.5. mín | 5-10 | Gríðarlegur hraði í leiknum og menn brenna af skotum vinstri hægri. Hvort sem það er fyrir utan þriggja stiga línuna eða úr sniðskotum. Menn eru að grýta tuðrunni í spjaldið eða einfaldlega ekki hitta hringinn. Baldur Ragnarsson setur svo loks niður þrist fyrir Þór.3. mín | 3-7 | Tómas Holton opnar á þrist fyrir Þórsara en Ólafur Ólafsson svarar með tveggja stiga körfu eftir glæsileg tilþrif. Mike Cook setur niður tvær körfur fyrir gestina. Byrjar vel!2. mín | 1-0 | Eftir nokkrar misheppnaðar sóknir beggja liða skorar Ómar Sævarsson fyrsta stig leiksins af vítalínunni eftir 1:27.1. mín | 0-0 | Þetta er byrjað!Fyrir leik: Leikmannakynning í gangi. Leikurinn sjálfur handan við hornið.Fyrir leik: Tíu mínútur í leik og kofinn er að fyllast. Eða svona allt að því. Liðin eru farin aftur inn í klefa til að heyra síðustu peppræðu þjálfaranna og dómararnir teygja vöðvana fyrir leik. Þetta er að bresta á. Leikur 3.Fyrir leik: Ólafi Ólafssyni, Grindjána, finnst tónlistarvalið ekki alveg nógu gott. Verið að spila rólega tónlist þegar menn eru að reyna gíra sig upp í stórleik. Hann gefur merki til plötusnúðsins um að menn séu að sofna. Þessu er kippt í liðinn. Sturtað í úrvals popp-músík aftur.Fyrir leik: Hálftími í uppkast og öllu fleiri Þórsarar mættir en Grindvíkingar á pallana. Samt nóg af sætum laus. Þau fyllast - höfum ekki áhyggjur af því. Græni Drekinn, stuðningsmannasveit Þórsarar, verður án efa hávær í kvöld. Ólafur Ólafsson tróð með tilþrifum í upphitun áðan við mikinn fögnuð samherja sinna.Fyrir leik: Dómarar leiksins í kvöld eru þeir Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og skólastjórinn og knattspyrnuþjálfarinn Leifur Sigfinnur Garðarsson. Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét alla vita í viðtali í Fréttablaðinu í dag hvað honum finnst um dómgæsluna í Dominos-deildinni.Fyrir leik: Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur enduðu í 3. sæti Dominos-deildarinnar en Þórsarar í 6. sæti. Flestir bjuggust við tiltölulega auðveldum sigri Grindavíkur í þessari rimmu, almennt var talað um 3-1 sigur þeirra gulu. En nú er staðan 1-1 og meistararnir búnir að missa lykilmann í meiðsli. Mikilvægi þessa leiks er gríðarlegt. Hér verður enginn afsláttur gefinn í kvöld.Fyrir leik: Lagið "Happy" með Pharrell Williams ómar í Röstinni og menn geta lítið annað gert en dillað sér í takt og smellt fingrum. Þá á ég við leikmennina sem eru mjög léttir hér í upphitun. Lewis Clinch fótóbombaði rándýrt snapchat hjá blaðamanni áðan og allir hressir. Ungir Þórsarar í Græna Drekanum eru mættir í hús. Stemningin er góð í Röstinni.Fyrir leik: Einvígi stóru strákanna hefur verið skemmtilegt í þessari rimmu eins og búist var við. Þar er átt við hinn 218cm háa Ragnar Nathanaelsson hjá Þór og Ísafjarðartröllið, Sigurð Gunnar Þorsteinsson, leikmann Grindavíkur. Ragnar hefur yfirhöndina núna en hann er að skila töluvert betri tölum. Ragnar náði tvennu í fyrstu tveimur leikjunum og framlagi upp á 28 og 23. Siggi Þorsteins var með 12 í framlag í fyrsta leiknum sem Grindavík vann en 7 í tapleiknum á sunnudaginn.Fyrir leik: Grindvíkingar urðu fyrir áfalli í fyrsta leikhluta síðasta leiks þegar Þorleifur Ólafsson meiddist. Talið er að hann sé með slitin krossbönd og verður ekkert meira með á tímabilinu. Þessi meiðsli dælda svo sannarlega vonir Íslandsmeistaranna um að vinna titilinn þriðja árið í röð enda Þorleifur algjör lykilmaður í liðinu.Fyrir leik: Staðan í rimmu liðanna er 1-1 og kemst sigurvegarinn í kvöld því í kjörstöðu í einvíginu. Grindavík vann fyrsta leikinn hér í Röstinni, 92-82, þar sem Lewis Clinch og Þorleifur Ólafsson skoruðu báðir 21 stig fyrir heimamenn en Mike Cook skoraði 25 stig fyrir Þórsara. Þór jafnaði svo metin s.l. sunnudag með sigri, 98-89, á heimavelli sínum. Þar voru Emil Karel Einarsson og Mike Cook stigahæstir heimamanna með 18 stig hvor.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en hér ætlum við að fylgjast með stórleik Grindavíkur og Þórs.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira