Körfubolti

Slæmu strákarnir héldu upp á 25 ára afmælið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
"The Bad Boys" eða slæmu strákarnir hjá Detroit Pistons halda upp á það um þessar mundir eru 25 ár eru liðin síðan að liðið varð NBA-meistari með sannfærandi hætti árið 1989.

Leikmenn 1989 liðsins hjá Detroit Pistons hittust fyrir leik á móti Miami Heat í nótt. Þarna mátti sjá eftirminnilega kappa eins og þá Isiah Thomas, Bill Laimbeer, Joe Dumars, Rick Mahorn, John Salley, Mark Aguirre og Vinnie Johnson. Dennis Rodman var upptekinn í Argentínu og var sá eini úr liðinu sem var ekki á staðnum.

Detroit Pistons vann 63 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni 1988-89 og tryggði sér síðan NBA-titilinn með því að vinna 16 af 18 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið vann einnig titilinn árið eftir.

Slæmu strákarnir stóðu í mörg á milli Michael Jordan og lokaúrslitanna en Detroit-liðið sló Chicago Bulls út úr úrslitakeppninni 1988 (4-1), 1989 (4-2) og 1990 (4-3).

Árið 1989 sló Detroit Pistons Chicago Bulls út úr úrslitum Austurdeildarinnar og vann síðan Los Angeles Lakers 4-0 í lokaúrslitunum. Joe Dumars var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af viðhöfninni sem fram fór í hálfleik á umræddum leik Detroit Piston og Miami Heat. Kapparnir hafa reyndar bætt aðeins á sig en allir höfðu gaman af.



Vísir/Getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×