Toppliðin stráfelld í NBA | Oklahoma missti toppsætið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2014 07:05 Indiana Pacers, efsta liðið í austurdeild NBA, tapaði fjórða leiknum í röð í nótt er liðið lá á útivelli gegn Dallas Mavericks, 105-94. Dallas-liðið er á smá siglinu núna og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina.Monta Ellis var stigahæstur heimamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst en kóngurinn í Dallas, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Byrjunarlið Indiana skilaði allt fínum tölum. Þrír skoruðu yfir 20 stig en stigahæstur var Paul George með 27 stig og 11 fráköst. David West skoraði minnst af þeim sem byrjuðu leikinn, aðeins 8 stig en tók þó 7 fráköst. Indiana-liðið fékk enga hjálp af bekknum en þeir fimm sem komu af bekknum inn í leikinn skoruðu ekki nema fjögur stig samtals. Bekkurinn hjá Dallas skilaði 41 stigi sem gerði gæfumuninn. Chicago Bulls heldur áfram að sýna það gefst ekki upp fyrr en einhver sendir það formlega í sumarfrí. Það er nú búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara Miami Heat í framlengdum leik, 95-88. Miðherjin magnaði, JoakimNoah, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst fyrir Chicago og þá kom D.J. Augustin sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en LeBron James lét sér nægja 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 45 mínútum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 28 töp og sækir hart að Toronto sem er í þriðja sætinu. Miami er áfram í öðru sæti með 43 sigra og 17 töp en Indiana á toppnum með 46 sigra og 17 töp. Indiana er eina liðið í deildinni sem öruggt er með sæti í úrslitakeppninni. Topplið vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tapaði einnig í gærkvöldi fyrir Los Angeles Lakers, 114-110, en Lakers-menn eru á botni deildarinnar. Virkilega óvænt úrslit sem skutu San Antonio upp fyrir Oklahoma í efsta sæti vestursins.Jodie Meeks fór hamförum fyrir Lakers-liðið og skoraði 42 stig en hann hitti úr 11 af 18 skotum í sínum í teignum og öllum 14 vítaskotum sínum. Kevin Durant var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Oklahoma með 27 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif gærkvöldsins og næturinnar.Úrslit næturinnar: Chicago Bulls - Miami Heat 88-95 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 110-114 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 107-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-111 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 104-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 118-113 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 104-111 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-94 Golden State Warriors - Phoenix Suns 113-107Staðan í deildinni.Kirk Hinrich kastar sér á eftir boltanum í baráttu við LeBron James. Lýsandi dæmi um viljann í liði Chicago.Vísir/EPAJoakim Noah reynir að komast framhjá „fuglamanninum“, Chris Andersen. Tveir af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar.Vísir/EPAVörn Indiana hjálparlaus er Monta Ellis skorar tvö af 20 stigum sínum í nótt.Vísir/EPA NBA Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Indiana Pacers, efsta liðið í austurdeild NBA, tapaði fjórða leiknum í röð í nótt er liðið lá á útivelli gegn Dallas Mavericks, 105-94. Dallas-liðið er á smá siglinu núna og stefnir hraðbyri í úrslitakeppnina.Monta Ellis var stigahæstur heimamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst en kóngurinn í Dallas, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, skoraði 14 stig og tók 8 fráköst. Byrjunarlið Indiana skilaði allt fínum tölum. Þrír skoruðu yfir 20 stig en stigahæstur var Paul George með 27 stig og 11 fráköst. David West skoraði minnst af þeim sem byrjuðu leikinn, aðeins 8 stig en tók þó 7 fráköst. Indiana-liðið fékk enga hjálp af bekknum en þeir fimm sem komu af bekknum inn í leikinn skoruðu ekki nema fjögur stig samtals. Bekkurinn hjá Dallas skilaði 41 stigi sem gerði gæfumuninn. Chicago Bulls heldur áfram að sýna það gefst ekki upp fyrr en einhver sendir það formlega í sumarfrí. Það er nú búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara Miami Heat í framlengdum leik, 95-88. Miðherjin magnaði, JoakimNoah, skoraði 20 stig og tók 12 fráköst fyrir Chicago og þá kom D.J. Augustin sterkur inn af bekknum og skoraði 22 stig.Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami en LeBron James lét sér nægja 17 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 45 mínútum. Chicago er í fjórða sæti austurdeildarinnar með 35 sigra og 28 töp og sækir hart að Toronto sem er í þriðja sætinu. Miami er áfram í öðru sæti með 43 sigra og 17 töp en Indiana á toppnum með 46 sigra og 17 töp. Indiana er eina liðið í deildinni sem öruggt er með sæti í úrslitakeppninni. Topplið vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tapaði einnig í gærkvöldi fyrir Los Angeles Lakers, 114-110, en Lakers-menn eru á botni deildarinnar. Virkilega óvænt úrslit sem skutu San Antonio upp fyrir Oklahoma í efsta sæti vestursins.Jodie Meeks fór hamförum fyrir Lakers-liðið og skoraði 42 stig en hann hitti úr 11 af 18 skotum í sínum í teignum og öllum 14 vítaskotum sínum. Kevin Durant var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Oklahoma með 27 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá tíu flottustu tilþrif gærkvöldsins og næturinnar.Úrslit næturinnar: Chicago Bulls - Miami Heat 88-95 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 110-114 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 107-111 Boston Celtics - Detroit Pistons 118-111 Brooklyn Nets - Sacramento Kings 104-89 Houston Rockets - Portland Trail Blazers 118-113 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 104-111 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 105-94 Golden State Warriors - Phoenix Suns 113-107Staðan í deildinni.Kirk Hinrich kastar sér á eftir boltanum í baráttu við LeBron James. Lýsandi dæmi um viljann í liði Chicago.Vísir/EPAJoakim Noah reynir að komast framhjá „fuglamanninum“, Chris Andersen. Tveir af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar.Vísir/EPAVörn Indiana hjálparlaus er Monta Ellis skorar tvö af 20 stigum sínum í nótt.Vísir/EPA
NBA Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira