Páll um samskipti KV og KSÍ: Stundum eins og að glíma við Sovét Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2014 19:02 KV fagna sæti í 1. deildinni síðasta haust. Vísir/Daníel Páll Kristjánsson , formaður KV, er ekki í nokkrum vafa um að liðið hans fá þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en hann ræddi stöðu mála hjá KV-mönnum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. KV hefur farið fram á undanþágu eða aðlögun vegna mannvirkjamála og yngri flokka starfs. KV tryggði sér sæti í 1. deildinni á síðustu leiktíð og þá þegar vöknuðu upp spurningar um hvort félagið fengi leyfi til þess að leika í deildinni. Engir yngri flokkar eru þannig starfræktir hjá félaginu. „Hvað varðar yngri flokka starfið þá erum við í því sem kalla má aðlögun. Við höfum farið í samstarf með KR hvað varða yngri flokka starf og það er liður í okkar aðlögun að uppfylla leyfisskilyrðin," sagði Páll Kristjánsson, formaður KV í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Miðað við þau skilyrði sem sett eru og miðað við þær reglugerðir sem eru uppi þá höfðum við að öllu leyti komið til móts við kröfur KSÍ," sagði Páll. Endanlegt þátttökuleyfi liggur fyrir hjá Knattspyrnusambandi Íslands á föstudaginn kemur. Forráðamenn KV hafa lagt gríðarlega vinnu í að uppfylla ströng skilyrði. „Það hefur alltof mikil vinna hafi farið í eitthvað sem mér finnst persónulega algjörlega tilgangslaust. Þetta er stundum eins og að glíma við Sovét eða eitthvað svoleiðis. Þar að auki hafa einstakir stjórnarmenn KSÍ komið og lýst yfir stuðningi við okkur og sagt að þeim finnst algjörlega út úr korti hvernig þetta mál hefur verið tæklað af sambandinu," sagði Páll. En hvað gerist ef KV fær ekki þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar? „Ef svo ólíklega færi að málið yrði afgreitt með þeim hætti þá er félaginu sjálfhætt og ég held að það gildi það sama um ansi marga klúbba," sagði Páll. KV vann sér sæti í 1. deild karla síðasta sumar með því að ná öðru sæti í 2. deildinni en liðið fór upp ásamt deildarmeisturum HK. Þau eiga að taka sæti KF og Völsungs sem féllu úr 1. deildinni síðasta haust.Vísir/Daníel Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Páll Kristjánsson , formaður KV, er ekki í nokkrum vafa um að liðið hans fá þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en hann ræddi stöðu mála hjá KV-mönnum í kvöldfréttum Stöðvar tvö. KV hefur farið fram á undanþágu eða aðlögun vegna mannvirkjamála og yngri flokka starfs. KV tryggði sér sæti í 1. deildinni á síðustu leiktíð og þá þegar vöknuðu upp spurningar um hvort félagið fengi leyfi til þess að leika í deildinni. Engir yngri flokkar eru þannig starfræktir hjá félaginu. „Hvað varðar yngri flokka starfið þá erum við í því sem kalla má aðlögun. Við höfum farið í samstarf með KR hvað varða yngri flokka starf og það er liður í okkar aðlögun að uppfylla leyfisskilyrðin," sagði Páll Kristjánsson, formaður KV í viðtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Miðað við þau skilyrði sem sett eru og miðað við þær reglugerðir sem eru uppi þá höfðum við að öllu leyti komið til móts við kröfur KSÍ," sagði Páll. Endanlegt þátttökuleyfi liggur fyrir hjá Knattspyrnusambandi Íslands á föstudaginn kemur. Forráðamenn KV hafa lagt gríðarlega vinnu í að uppfylla ströng skilyrði. „Það hefur alltof mikil vinna hafi farið í eitthvað sem mér finnst persónulega algjörlega tilgangslaust. Þetta er stundum eins og að glíma við Sovét eða eitthvað svoleiðis. Þar að auki hafa einstakir stjórnarmenn KSÍ komið og lýst yfir stuðningi við okkur og sagt að þeim finnst algjörlega út úr korti hvernig þetta mál hefur verið tæklað af sambandinu," sagði Páll. En hvað gerist ef KV fær ekki þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar? „Ef svo ólíklega færi að málið yrði afgreitt með þeim hætti þá er félaginu sjálfhætt og ég held að það gildi það sama um ansi marga klúbba," sagði Páll. KV vann sér sæti í 1. deild karla síðasta sumar með því að ná öðru sæti í 2. deildinni en liðið fór upp ásamt deildarmeisturum HK. Þau eiga að taka sæti KF og Völsungs sem féllu úr 1. deildinni síðasta haust.Vísir/Daníel
Íslenski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira