Griffin sjóðheitur í áttunda sigri Clippers í röð | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 07:13 Los Angeles Clippers er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en það vann áttunda leikinn í röð í nótt er það lagði Phoenix suns að velli, 112-105.Blake Griffin var allt í öllu í liði Clippers en hann skoraði 29 stig í fyrri hálfleik og 42 stig í heildina auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. DarrenCollison skoraði næstmest eða 20 stig og undir körfunni reif miðherjinn DeAndreJordan niður 17 fráköst. Phoenix Suns er nú búið að tapa tveimur leikjum í röð og sex af síðustu tíu og er ekki lengur inn í úrslitakeppninni. Goran Dragic heldur áfram að hitta nánast úr hverju einasta skoti í liði Phoenix en hann skoraði 23 stig í nótt og var með magnaða skotnýtingu. Í spilaranum hér að ofan má sjá Griffin skora 29 stig í fyrri hálfleik en hér á eftir fylgir troðsla hans úr hraðaupphlaupi. New York Knicks gefst ekki upp í baráttunni um áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni en liðið lagði Philadelphia 76ers í nótt, 123-110. Knicks er með 25 sigra og 40 töp í 9. sæti en Atlanta er sæti ofar með 27 sigra og 35 töp.Amar'e Stoudemire (23 stig og 6 fráköst), Carmelo Anthony (22 stig og 9 fráköst) og J.R. Smith (22 stig 5 stoðsendingar) voru bestir hjá New York. Nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum fyrir 76ers í nótt og náði þrennu með 23 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum en það dugði ekki til. Philadelphia tapaði sínum 17. leik í röð og stefnir hraðbyri að botnsæti austurdeildarinnar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðstöðulausa hollí hú-troðslu J.R. Smith fyrir New York Knicks í nótt. Miami Heat vann svo níu stiga sigur á Washington Wizards í nótt, 99-90, þar sem LeBronJames skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Chris Bosh og Dwayne Wade bættu báðir við 22 stigum. Hjá Washington var Bradley Beal stigahæstur með 18 stig en Marcin Gorat var öflugur undir körfunni ogtók 18 fráköst auk þess sem hann skoraði 14 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Bobcats - Denver Nuggets 105-98 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 101-97 Miami Heat - Washington Wizards 99-99 New York - Knicks - Philadelphia 76ers 123-110 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 105-98 Utan Jazz - Atlanta Hawks 110-112 Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 112-105Staðan í deildinni.Raymond Felton og J.R. Smith fagna eftir troðsluna.vísir/getty NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Los Angeles Clippers er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en það vann áttunda leikinn í röð í nótt er það lagði Phoenix suns að velli, 112-105.Blake Griffin var allt í öllu í liði Clippers en hann skoraði 29 stig í fyrri hálfleik og 42 stig í heildina auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. DarrenCollison skoraði næstmest eða 20 stig og undir körfunni reif miðherjinn DeAndreJordan niður 17 fráköst. Phoenix Suns er nú búið að tapa tveimur leikjum í röð og sex af síðustu tíu og er ekki lengur inn í úrslitakeppninni. Goran Dragic heldur áfram að hitta nánast úr hverju einasta skoti í liði Phoenix en hann skoraði 23 stig í nótt og var með magnaða skotnýtingu. Í spilaranum hér að ofan má sjá Griffin skora 29 stig í fyrri hálfleik en hér á eftir fylgir troðsla hans úr hraðaupphlaupi. New York Knicks gefst ekki upp í baráttunni um áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni en liðið lagði Philadelphia 76ers í nótt, 123-110. Knicks er með 25 sigra og 40 töp í 9. sæti en Atlanta er sæti ofar með 27 sigra og 35 töp.Amar'e Stoudemire (23 stig og 6 fráköst), Carmelo Anthony (22 stig og 9 fráköst) og J.R. Smith (22 stig 5 stoðsendingar) voru bestir hjá New York. Nýliðinn Michael Carter-Williams fór á kostum fyrir 76ers í nótt og náði þrennu með 23 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum en það dugði ekki til. Philadelphia tapaði sínum 17. leik í röð og stefnir hraðbyri að botnsæti austurdeildarinnar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðstöðulausa hollí hú-troðslu J.R. Smith fyrir New York Knicks í nótt. Miami Heat vann svo níu stiga sigur á Washington Wizards í nótt, 99-90, þar sem LeBronJames skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Chris Bosh og Dwayne Wade bættu báðir við 22 stigum. Hjá Washington var Bradley Beal stigahæstur með 18 stig en Marcin Gorat var öflugur undir körfunni ogtók 18 fráköst auk þess sem hann skoraði 14 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Bobcats - Denver Nuggets 105-98 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 101-97 Miami Heat - Washington Wizards 99-99 New York - Knicks - Philadelphia 76ers 123-110 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 105-98 Utan Jazz - Atlanta Hawks 110-112 Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 112-105Staðan í deildinni.Raymond Felton og J.R. Smith fagna eftir troðsluna.vísir/getty
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira