Bónusar starfsfólks Volkswagen lækka Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 11:15 Í verksmiðju Volkswagen. Sökum minnkandi bílasölu Volkswagen í Evrópu á síðasta ári munu launabónusar starfsfólks í 6 verksmiðjum Volkswagen í vesturhluta Þýskalands lækka á milli ára um 1.000 Evrur. Þrátt fyrir það fá 100.000 starfsmenn þessara verksmiðja 960.000 krónur í ársbónus vegna ársins í fyrra. Þeir fengu 1.120.000 fyrir ári síðan, en hæstur varð bónusinn fyrir árið 2011, 1.275.000 krónur. Heimur versnandi fer, eða hvað? Líklega eru fá dæmi þess hér á landi að starfsfólk í verksmiðjum hér á landi fái ársbónusa í líkingu við þetta og þrátt fyrir lækkun á milli ára má alveg nota eina milljón króna í viðbót við hefðbundin ágæt laun. Forvitnilegt verður að sjá hvað undirmerki Volkswagen, svo sem Audi og Porsche sem gekk vel í fyrra, borga sínu starfsfólki í ársbónus. Volkswagen fyrirtækið í heild, með öll sín 12 bíla- og trukkamerki, mun skila ársuppgjöri þann 13. mars. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Sökum minnkandi bílasölu Volkswagen í Evrópu á síðasta ári munu launabónusar starfsfólks í 6 verksmiðjum Volkswagen í vesturhluta Þýskalands lækka á milli ára um 1.000 Evrur. Þrátt fyrir það fá 100.000 starfsmenn þessara verksmiðja 960.000 krónur í ársbónus vegna ársins í fyrra. Þeir fengu 1.120.000 fyrir ári síðan, en hæstur varð bónusinn fyrir árið 2011, 1.275.000 krónur. Heimur versnandi fer, eða hvað? Líklega eru fá dæmi þess hér á landi að starfsfólk í verksmiðjum hér á landi fái ársbónusa í líkingu við þetta og þrátt fyrir lækkun á milli ára má alveg nota eina milljón króna í viðbót við hefðbundin ágæt laun. Forvitnilegt verður að sjá hvað undirmerki Volkswagen, svo sem Audi og Porsche sem gekk vel í fyrra, borga sínu starfsfólki í ársbónus. Volkswagen fyrirtækið í heild, með öll sín 12 bíla- og trukkamerki, mun skila ársuppgjöri þann 13. mars.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent