Bónusar starfsfólks Volkswagen lækka Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 11:15 Í verksmiðju Volkswagen. Sökum minnkandi bílasölu Volkswagen í Evrópu á síðasta ári munu launabónusar starfsfólks í 6 verksmiðjum Volkswagen í vesturhluta Þýskalands lækka á milli ára um 1.000 Evrur. Þrátt fyrir það fá 100.000 starfsmenn þessara verksmiðja 960.000 krónur í ársbónus vegna ársins í fyrra. Þeir fengu 1.120.000 fyrir ári síðan, en hæstur varð bónusinn fyrir árið 2011, 1.275.000 krónur. Heimur versnandi fer, eða hvað? Líklega eru fá dæmi þess hér á landi að starfsfólk í verksmiðjum hér á landi fái ársbónusa í líkingu við þetta og þrátt fyrir lækkun á milli ára má alveg nota eina milljón króna í viðbót við hefðbundin ágæt laun. Forvitnilegt verður að sjá hvað undirmerki Volkswagen, svo sem Audi og Porsche sem gekk vel í fyrra, borga sínu starfsfólki í ársbónus. Volkswagen fyrirtækið í heild, með öll sín 12 bíla- og trukkamerki, mun skila ársuppgjöri þann 13. mars. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent
Sökum minnkandi bílasölu Volkswagen í Evrópu á síðasta ári munu launabónusar starfsfólks í 6 verksmiðjum Volkswagen í vesturhluta Þýskalands lækka á milli ára um 1.000 Evrur. Þrátt fyrir það fá 100.000 starfsmenn þessara verksmiðja 960.000 krónur í ársbónus vegna ársins í fyrra. Þeir fengu 1.120.000 fyrir ári síðan, en hæstur varð bónusinn fyrir árið 2011, 1.275.000 krónur. Heimur versnandi fer, eða hvað? Líklega eru fá dæmi þess hér á landi að starfsfólk í verksmiðjum hér á landi fái ársbónusa í líkingu við þetta og þrátt fyrir lækkun á milli ára má alveg nota eina milljón króna í viðbót við hefðbundin ágæt laun. Forvitnilegt verður að sjá hvað undirmerki Volkswagen, svo sem Audi og Porsche sem gekk vel í fyrra, borga sínu starfsfólki í ársbónus. Volkswagen fyrirtækið í heild, með öll sín 12 bíla- og trukkamerki, mun skila ársuppgjöri þann 13. mars.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent