Bónusar starfsfólks Volkswagen lækka Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 11:15 Í verksmiðju Volkswagen. Sökum minnkandi bílasölu Volkswagen í Evrópu á síðasta ári munu launabónusar starfsfólks í 6 verksmiðjum Volkswagen í vesturhluta Þýskalands lækka á milli ára um 1.000 Evrur. Þrátt fyrir það fá 100.000 starfsmenn þessara verksmiðja 960.000 krónur í ársbónus vegna ársins í fyrra. Þeir fengu 1.120.000 fyrir ári síðan, en hæstur varð bónusinn fyrir árið 2011, 1.275.000 krónur. Heimur versnandi fer, eða hvað? Líklega eru fá dæmi þess hér á landi að starfsfólk í verksmiðjum hér á landi fái ársbónusa í líkingu við þetta og þrátt fyrir lækkun á milli ára má alveg nota eina milljón króna í viðbót við hefðbundin ágæt laun. Forvitnilegt verður að sjá hvað undirmerki Volkswagen, svo sem Audi og Porsche sem gekk vel í fyrra, borga sínu starfsfólki í ársbónus. Volkswagen fyrirtækið í heild, með öll sín 12 bíla- og trukkamerki, mun skila ársuppgjöri þann 13. mars. Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent
Sökum minnkandi bílasölu Volkswagen í Evrópu á síðasta ári munu launabónusar starfsfólks í 6 verksmiðjum Volkswagen í vesturhluta Þýskalands lækka á milli ára um 1.000 Evrur. Þrátt fyrir það fá 100.000 starfsmenn þessara verksmiðja 960.000 krónur í ársbónus vegna ársins í fyrra. Þeir fengu 1.120.000 fyrir ári síðan, en hæstur varð bónusinn fyrir árið 2011, 1.275.000 krónur. Heimur versnandi fer, eða hvað? Líklega eru fá dæmi þess hér á landi að starfsfólk í verksmiðjum hér á landi fái ársbónusa í líkingu við þetta og þrátt fyrir lækkun á milli ára má alveg nota eina milljón króna í viðbót við hefðbundin ágæt laun. Forvitnilegt verður að sjá hvað undirmerki Volkswagen, svo sem Audi og Porsche sem gekk vel í fyrra, borga sínu starfsfólki í ársbónus. Volkswagen fyrirtækið í heild, með öll sín 12 bíla- og trukkamerki, mun skila ársuppgjöri þann 13. mars.
Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent