Fyrirtaka í Aurum-málinu fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákærðu voru ekki viðstaddir fyrirtökuna.
Verjendur lögðu fram greinargerðir sínar og lagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fram ljósrit úr minnisbók Guðrúnar Gunnarsdóttir, fyrrum forstöðumanns lánaeftirlits gamla Glitnis. Um er að ræða fundarpunkta frá fundi áhættunefndar frá 9. júlí 2008 þar sem rætt var um lánveitingar til Aurum.
Óskað var eftir undirbúningsfundi á milli þinghalds og aðalmeðferðar, en aðalmeðferð hefst 3. apríl næstkomandi. Þá verður vitnalista stillt upp og dreginn saman og unnið verður að því að fá vitni sem búsett eru erlendis.
Guðjón St. Marteinsson tilkynnti um að þeir Arngrímur Ísberg og Sverrir Ólafsson, prófessor, verði meðdómendur þegar aðalmeðferð hefst.
Minnisblað áhættunefndar lagt fram í Aurum málinu

Tengdar fréttir

Hundruð tölvuskeyta á milli Jóns Ásgeirs og Lárusar
Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, skiptust á tölvupósti í á fimmta hundrað skipti á tímabilinu sem til rannsóknar var í svokölluðu Aurum-máli sérstaks saksóknara, frá því síðla árs 2007 og fram á mitt ár 2008.

Lögmaður Lárusar Welding fór hörðum orðum um sérstakan saksóknara
Sagði embættið liggja á mikilvægum gögnum í marga mánuði sem eru mikilvæg fyrir vörn sakborninganna.

Segir nýtt verðmat á Aurum Holding styrkja stöðu sakborninga
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir að nýtt yfirmat á verðmæti Aurum Holding muni gera sérstökum saksóknara erfitt að ná fram sakfellingu.