Verkfall hefði afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2014 13:26 Aðeins tveir kennsludagar eftir áður en verkfall framhaldsskólakennara skellur á ef ekki nást samningar fyrir næst komandi mánudag. Nám þúsunda framhaldsskólanema í uppnámi. vísir/páll bergmann Nám þúsunda framhaldsskólanema fer í uppnám verði af verkfalli framhaldsskólakennara sem hefst á mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Skólameistari Menntaskóalns við Hamrahlíð segir verkföll alltaf hafa slæm áhrif á nemendur. Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins hafa fundað á hverjum degi að undanförnu í húsakynnum Ríkissáttasemjara, en aðeins tveir kennsludagar eru eftir ef verkfall hefst á mánudag.Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir um 1.200 nemendur stunda þar nám í dagskóla en auk þess séu á annað hundrað nemendur í öldungadeild og einhver hópur úr öðrum skólum sem nemi norsku og sænsku í Hamrahlíðinni. „Ég kallaði á sal snemma í febrúar til að upplýsa um hvernig leikreglurnar væru vegna þess að þá var hugsanlegt verkfall í hámæli,“ segir Lárus. Ekki sé hægt að slá verkfalli föstu fyrr en menn standi frami fyrir því og eflaust verði allt reynt til að ná samningum fyrir þann tíma. „Ef til kæmi er náttúrlega númer eitt að halda því striki sem hægt er að halda. Nemendur búi í haginn fyrir sig að því leiti sem þeir eru færir um án kennara og skólinn verður auðvitað opinn fyrir nemendur. Bókasafnið verður opið,“ segir Lárus. Dæmin frá fyrri tíð sýna að kennaraverkföll geta verið löng hefjist þau á annað borð. Þannig stóð síðasta verkfall framhaldsskólakennara fyrir 14 árum yfir í átta vikur.Óttastu að eftirheimtur verði ekki góðar að loknu verkfalli ef að verður?„Maður veit að verkfall í einhverjar vikur í fleirtölu hefur afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Það er bara þannig,“ segir skólameistarinn. Óvíst er hvort komið verður til móts við nemendur með hraðari kennslu, seinkun prófa og svo framvegis, standi verkfall vikum saman. Lárus segir það hafa orðið niðurstöðuna að loknum fyrri kjaradeilum kennara en þá hafi verið samið um það við samningaborðið. „Þegar farið er útfyrir þetta hefðbundna skólaár þá getur hver skóli ekki ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi ef ekki hefur verið gengið frá því við samningaborðið. Það hefur ævinlega verið þannig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Kennaraverkfall Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Nám þúsunda framhaldsskólanema fer í uppnám verði af verkfalli framhaldsskólakennara sem hefst á mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Skólameistari Menntaskóalns við Hamrahlíð segir verkföll alltaf hafa slæm áhrif á nemendur. Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins hafa fundað á hverjum degi að undanförnu í húsakynnum Ríkissáttasemjara, en aðeins tveir kennsludagar eru eftir ef verkfall hefst á mánudag.Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir um 1.200 nemendur stunda þar nám í dagskóla en auk þess séu á annað hundrað nemendur í öldungadeild og einhver hópur úr öðrum skólum sem nemi norsku og sænsku í Hamrahlíðinni. „Ég kallaði á sal snemma í febrúar til að upplýsa um hvernig leikreglurnar væru vegna þess að þá var hugsanlegt verkfall í hámæli,“ segir Lárus. Ekki sé hægt að slá verkfalli föstu fyrr en menn standi frami fyrir því og eflaust verði allt reynt til að ná samningum fyrir þann tíma. „Ef til kæmi er náttúrlega númer eitt að halda því striki sem hægt er að halda. Nemendur búi í haginn fyrir sig að því leiti sem þeir eru færir um án kennara og skólinn verður auðvitað opinn fyrir nemendur. Bókasafnið verður opið,“ segir Lárus. Dæmin frá fyrri tíð sýna að kennaraverkföll geta verið löng hefjist þau á annað borð. Þannig stóð síðasta verkfall framhaldsskólakennara fyrir 14 árum yfir í átta vikur.Óttastu að eftirheimtur verði ekki góðar að loknu verkfalli ef að verður?„Maður veit að verkfall í einhverjar vikur í fleirtölu hefur afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Það er bara þannig,“ segir skólameistarinn. Óvíst er hvort komið verður til móts við nemendur með hraðari kennslu, seinkun prófa og svo framvegis, standi verkfall vikum saman. Lárus segir það hafa orðið niðurstöðuna að loknum fyrri kjaradeilum kennara en þá hafi verið samið um það við samningaborðið. „Þegar farið er útfyrir þetta hefðbundna skólaár þá getur hver skóli ekki ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi ef ekki hefur verið gengið frá því við samningaborðið. Það hefur ævinlega verið þannig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kennaraverkfall Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira