Dýrasti seðill í heimi sleginn Snærós Sindradóttir skrifar 13. mars 2014 14:31 Eins og sést minna núll seðilsins á vatnsmelónur VÍSIR/aðsent Seðlar og myntir seldust á Heritage Auctions uppboðinu í Flórída í Bandaríkjunum í liðnum mánuði fyrir yfir 105 milljónir dala, eða hátt í 12 milljarða króna, sem er metfjárhæð. Á meðal uppboðsgripa var verðmætasti seðill sem nokkru sinni hefur verið seldur á uppboði, hinn þekkti 1000 dollara seðill frá árið 1890, sem oftast er nefndur „Grand Watermelon note“ vegna hönnunar á núllum sem skreyta bakhlið seðilisins, en þau þykja minna á vatnsmelónur. Þessi seðill seldist á 3,3 milljónir dollara, eða um 370 milljónir króna. Sami seðill var seldur í einkasölu árið 2006 fyrir rúmlega 2,2 milljón dollara, sem þá var met.Nýr kafli í goðsögnina„Safnarar vissu að það var útilokað að þessi seðill kæmi á markaðinn aftur í bráð og buðu í hann í samræmi við það,“ segir Dustin Johnston, yfirmaður fágætra gjaldmiðla hjá uppboðsfyrirtækinu, í samtali við coinweek.com. „Niðurstaðan er súi að þessi gullfallegi pappírsmiði er nú sá verðmætasti í heiminum og nýr kafli hefur bæst í goðsögnina um hann.“ Uppboðið tók heila viku og á því voru boðin upp margar þekktustu og dýrmætustu myntir og seðlar sem þekkt eru í Bandaríkjunum. Þar á meðal var fyrsta gullmyntin sem slegin var fyrir Bandaríkin, svo kölluð Brasher Doubloon, handslegin árið 1787, en hún seldist á rúmlega 4,5 milljónir dollara, eða rúmlega hálfan milljarð króna.Líflegt og blómlegt áhugamál „Mörg met voru slegin á uppboðinu og það á sér engin fordæmi í sögu seðla- og myntsöfnunar,“ sagði Greg Rohan, forstjóri fyrirtækisins. „Þessi niðurstaða sýnir vel hvað mynt- og seðlasöfnun er líflegt og blómlegt áhugamál í heiminum.“ Heritage Auctions er stærsta uppboðsfyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum, með árlega sölu upp á 800 milljónir dollara og yfir 800 þúsund aðilar bjóða í uppboðsmuni þess á netinu. Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seðlar og myntir seldust á Heritage Auctions uppboðinu í Flórída í Bandaríkjunum í liðnum mánuði fyrir yfir 105 milljónir dala, eða hátt í 12 milljarða króna, sem er metfjárhæð. Á meðal uppboðsgripa var verðmætasti seðill sem nokkru sinni hefur verið seldur á uppboði, hinn þekkti 1000 dollara seðill frá árið 1890, sem oftast er nefndur „Grand Watermelon note“ vegna hönnunar á núllum sem skreyta bakhlið seðilisins, en þau þykja minna á vatnsmelónur. Þessi seðill seldist á 3,3 milljónir dollara, eða um 370 milljónir króna. Sami seðill var seldur í einkasölu árið 2006 fyrir rúmlega 2,2 milljón dollara, sem þá var met.Nýr kafli í goðsögnina„Safnarar vissu að það var útilokað að þessi seðill kæmi á markaðinn aftur í bráð og buðu í hann í samræmi við það,“ segir Dustin Johnston, yfirmaður fágætra gjaldmiðla hjá uppboðsfyrirtækinu, í samtali við coinweek.com. „Niðurstaðan er súi að þessi gullfallegi pappírsmiði er nú sá verðmætasti í heiminum og nýr kafli hefur bæst í goðsögnina um hann.“ Uppboðið tók heila viku og á því voru boðin upp margar þekktustu og dýrmætustu myntir og seðlar sem þekkt eru í Bandaríkjunum. Þar á meðal var fyrsta gullmyntin sem slegin var fyrir Bandaríkin, svo kölluð Brasher Doubloon, handslegin árið 1787, en hún seldist á rúmlega 4,5 milljónir dollara, eða rúmlega hálfan milljarð króna.Líflegt og blómlegt áhugamál „Mörg met voru slegin á uppboðinu og það á sér engin fordæmi í sögu seðla- og myntsöfnunar,“ sagði Greg Rohan, forstjóri fyrirtækisins. „Þessi niðurstaða sýnir vel hvað mynt- og seðlasöfnun er líflegt og blómlegt áhugamál í heiminum.“ Heritage Auctions er stærsta uppboðsfyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum, með árlega sölu upp á 800 milljónir dollara og yfir 800 þúsund aðilar bjóða í uppboðsmuni þess á netinu.
Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira