Dýrasti seðill í heimi sleginn Snærós Sindradóttir skrifar 13. mars 2014 14:31 Eins og sést minna núll seðilsins á vatnsmelónur VÍSIR/aðsent Seðlar og myntir seldust á Heritage Auctions uppboðinu í Flórída í Bandaríkjunum í liðnum mánuði fyrir yfir 105 milljónir dala, eða hátt í 12 milljarða króna, sem er metfjárhæð. Á meðal uppboðsgripa var verðmætasti seðill sem nokkru sinni hefur verið seldur á uppboði, hinn þekkti 1000 dollara seðill frá árið 1890, sem oftast er nefndur „Grand Watermelon note“ vegna hönnunar á núllum sem skreyta bakhlið seðilisins, en þau þykja minna á vatnsmelónur. Þessi seðill seldist á 3,3 milljónir dollara, eða um 370 milljónir króna. Sami seðill var seldur í einkasölu árið 2006 fyrir rúmlega 2,2 milljón dollara, sem þá var met.Nýr kafli í goðsögnina„Safnarar vissu að það var útilokað að þessi seðill kæmi á markaðinn aftur í bráð og buðu í hann í samræmi við það,“ segir Dustin Johnston, yfirmaður fágætra gjaldmiðla hjá uppboðsfyrirtækinu, í samtali við coinweek.com. „Niðurstaðan er súi að þessi gullfallegi pappírsmiði er nú sá verðmætasti í heiminum og nýr kafli hefur bæst í goðsögnina um hann.“ Uppboðið tók heila viku og á því voru boðin upp margar þekktustu og dýrmætustu myntir og seðlar sem þekkt eru í Bandaríkjunum. Þar á meðal var fyrsta gullmyntin sem slegin var fyrir Bandaríkin, svo kölluð Brasher Doubloon, handslegin árið 1787, en hún seldist á rúmlega 4,5 milljónir dollara, eða rúmlega hálfan milljarð króna.Líflegt og blómlegt áhugamál „Mörg met voru slegin á uppboðinu og það á sér engin fordæmi í sögu seðla- og myntsöfnunar,“ sagði Greg Rohan, forstjóri fyrirtækisins. „Þessi niðurstaða sýnir vel hvað mynt- og seðlasöfnun er líflegt og blómlegt áhugamál í heiminum.“ Heritage Auctions er stærsta uppboðsfyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum, með árlega sölu upp á 800 milljónir dollara og yfir 800 þúsund aðilar bjóða í uppboðsmuni þess á netinu. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Seðlar og myntir seldust á Heritage Auctions uppboðinu í Flórída í Bandaríkjunum í liðnum mánuði fyrir yfir 105 milljónir dala, eða hátt í 12 milljarða króna, sem er metfjárhæð. Á meðal uppboðsgripa var verðmætasti seðill sem nokkru sinni hefur verið seldur á uppboði, hinn þekkti 1000 dollara seðill frá árið 1890, sem oftast er nefndur „Grand Watermelon note“ vegna hönnunar á núllum sem skreyta bakhlið seðilisins, en þau þykja minna á vatnsmelónur. Þessi seðill seldist á 3,3 milljónir dollara, eða um 370 milljónir króna. Sami seðill var seldur í einkasölu árið 2006 fyrir rúmlega 2,2 milljón dollara, sem þá var met.Nýr kafli í goðsögnina„Safnarar vissu að það var útilokað að þessi seðill kæmi á markaðinn aftur í bráð og buðu í hann í samræmi við það,“ segir Dustin Johnston, yfirmaður fágætra gjaldmiðla hjá uppboðsfyrirtækinu, í samtali við coinweek.com. „Niðurstaðan er súi að þessi gullfallegi pappírsmiði er nú sá verðmætasti í heiminum og nýr kafli hefur bæst í goðsögnina um hann.“ Uppboðið tók heila viku og á því voru boðin upp margar þekktustu og dýrmætustu myntir og seðlar sem þekkt eru í Bandaríkjunum. Þar á meðal var fyrsta gullmyntin sem slegin var fyrir Bandaríkin, svo kölluð Brasher Doubloon, handslegin árið 1787, en hún seldist á rúmlega 4,5 milljónir dollara, eða rúmlega hálfan milljarð króna.Líflegt og blómlegt áhugamál „Mörg met voru slegin á uppboðinu og það á sér engin fordæmi í sögu seðla- og myntsöfnunar,“ sagði Greg Rohan, forstjóri fyrirtækisins. „Þessi niðurstaða sýnir vel hvað mynt- og seðlasöfnun er líflegt og blómlegt áhugamál í heiminum.“ Heritage Auctions er stærsta uppboðsfyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum, með árlega sölu upp á 800 milljónir dollara og yfir 800 þúsund aðilar bjóða í uppboðsmuni þess á netinu.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira