Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun sitja fyrir svörum á vefsvæði Reddit í dag og geta lesendur spurt hann spjörunum úr milli fjögur og fimm síðdegis.
Hér má fylgjast með samtali Hafþórs við lesendur á Reddit.
Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni.
Jón Gnarr, borgarstjóri, hefur til að mynda áður verið gestur hjá síðunni sem og Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Um er að ræða þjónusta hjá síðunni sem nefnist „Ask Me Anything“ en tilefnið er heimildaþáttur Vive um aflraunamenn á Íslands sem frumsýnd var á dögunum og nefnist Nest of Giants.
Vice fór á dögunum af stað með nýja heimildarþáttaröð en í umræddum þætti skyggnist Clive Martin, þáttastjórnandi, inn í líf íslenskra kraftajötna.
Hafþór fékk á sínum tíma hlutverk í fjórðu þáttaröðinni af Game of Thrones og hefur fengið mikla athygli fyrir stærð sína og styrk um allan heim.
Hafþór Júlíus situr fyrir svörum hjá Reddit
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

