Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 19:00 Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. John Kavanagh segir að úrslitin í bardaganum um næstu helgi snúist fyrst og síðast um andlega styrk og þar sé Gunnar sterkari. Kavanagh segir að Gunnar sé tilbúinn í bardagann og hugarfar hans eigi eftir að skila honum sigri. „Við erum ekki að fara alla þessa leið til að tapa. Þetta verður eins og í gamla daga þegar Víkingarnir fóru til Englands og komu alltaf sigurreifir til baka," sagði John Kavanagh í léttum tón í viðtalinu við Gaupa. „Menn eiga alltaf að vera hræddir þegar menn stíga inn í búrið fyrir bardaga því allt getur gerst. Það getur ýmislegt gerst í MMA-bardaga og eitt högg getur breytt öllu. Hann verður því að vera klár," sagði Kavanagh. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel en Gunnar er að koma til baka eftir hnémeiðsli sem héldu honum frá síðasta árið. Undanfarnir mánuðir hafa gengið vel og hann er í betra formi núna en áður en hann meiddist," sagði Kavanagh. „Gunnar hefði auðveldlega getað barist fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan en hann tók sér aukatíma til að vera þess fullviss um að allt væri fullkomið. Það hefur borgað sig því hann er betri núna en hann var fyrir meiðslin," sagði Kavanagh. Kavanagh segir að það sé eitt að vera í topp líkamlegu standi fyrir svona bardaga en að andlegi þátturinn sé líka mjög mikilvægur. Kavanagh segir andlega þáttinn muni ráða úrslitum, „Strákarnir á þessu getustigi eru jafnir hvað varða kunnáttu og líkamlegan styrk en munurinn liggur í andlega þættinum. Ég held að enginn stjórni sjálfum sér betur en Gunnar og ég tel að það muni ráða úrslitum í þessum bardaga," sagði Kavanagh. Gaupi ræddi líka við Gunnar Nelson sjálfan. „Mér finnst betra að vera ekki að hugsa um bardagann sjálfan. Ef maður er of mikið að leita inn í framtíðina þá er maður ekki á staðnum," sagði Gunnar. „Það þarf ákveðna ró og sjálfstraust til að gera þetta vegna þess að þú þarf að vera búinn að segja við sjálfan þig að þú getir brugðist við því sem gerist þegar á hólminn er komið. Það er algjör óþarfi að vera reyna eitthvað áður," sagði Gunnar en það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Íþróttir MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Síðasta æfing Gunnars á Íslandi Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi. 28. febrúar 2014 23:30 Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28 Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30 Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Enn einn Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. John Kavanagh segir að úrslitin í bardaganum um næstu helgi snúist fyrst og síðast um andlega styrk og þar sé Gunnar sterkari. Kavanagh segir að Gunnar sé tilbúinn í bardagann og hugarfar hans eigi eftir að skila honum sigri. „Við erum ekki að fara alla þessa leið til að tapa. Þetta verður eins og í gamla daga þegar Víkingarnir fóru til Englands og komu alltaf sigurreifir til baka," sagði John Kavanagh í léttum tón í viðtalinu við Gaupa. „Menn eiga alltaf að vera hræddir þegar menn stíga inn í búrið fyrir bardaga því allt getur gerst. Það getur ýmislegt gerst í MMA-bardaga og eitt högg getur breytt öllu. Hann verður því að vera klár," sagði Kavanagh. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel en Gunnar er að koma til baka eftir hnémeiðsli sem héldu honum frá síðasta árið. Undanfarnir mánuðir hafa gengið vel og hann er í betra formi núna en áður en hann meiddist," sagði Kavanagh. „Gunnar hefði auðveldlega getað barist fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan en hann tók sér aukatíma til að vera þess fullviss um að allt væri fullkomið. Það hefur borgað sig því hann er betri núna en hann var fyrir meiðslin," sagði Kavanagh. Kavanagh segir að það sé eitt að vera í topp líkamlegu standi fyrir svona bardaga en að andlegi þátturinn sé líka mjög mikilvægur. Kavanagh segir andlega þáttinn muni ráða úrslitum, „Strákarnir á þessu getustigi eru jafnir hvað varða kunnáttu og líkamlegan styrk en munurinn liggur í andlega þættinum. Ég held að enginn stjórni sjálfum sér betur en Gunnar og ég tel að það muni ráða úrslitum í þessum bardaga," sagði Kavanagh. Gaupi ræddi líka við Gunnar Nelson sjálfan. „Mér finnst betra að vera ekki að hugsa um bardagann sjálfan. Ef maður er of mikið að leita inn í framtíðina þá er maður ekki á staðnum," sagði Gunnar. „Það þarf ákveðna ró og sjálfstraust til að gera þetta vegna þess að þú þarf að vera búinn að segja við sjálfan þig að þú getir brugðist við því sem gerist þegar á hólminn er komið. Það er algjör óþarfi að vera reyna eitthvað áður," sagði Gunnar en það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Íþróttir MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Síðasta æfing Gunnars á Íslandi Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi. 28. febrúar 2014 23:30 Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28 Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30 Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Enn einn Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00
Síðasta æfing Gunnars á Íslandi Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi. 28. febrúar 2014 23:30
Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28
Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30
Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00