Bera lítið traust til Bjarna og Sigmundar Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. mars 2014 20:41 Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til forystumanna ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hríðfallið og er í sögulegu lágmarki. Greint var frá könnun á trausti almennings til forystumanna ríkisstjórnarinnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Kannað var traust til formanna stjórnarflokkanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í könnunni kemur í ljós að 61% ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. 22% bera hins vegar mikið traust til fjármálaráðherra. Konur virðast bera minna traust til Bjarna en karlar því 65% aðspurðra kvenna sögðust bera lítið traust til fjármálaráðherra.Traust Sigmundar tekur dýfu 59% segjast bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 21% segist hins vegar bera mikið traust til forsætisráðherra. Líkt og hjá Bjarna virðast konur síður treysta Sigmundi. Traust til Sigmundar tekur snapra dýfu. Ef skoðuð er könnun MMR frá því í júní síðastliðnum þá sögðust tæp 28% aðspurðra bera lítið traust til Sigmundar sem þá hafði nýtekið við sem forsætisráherra. Traust til Bjarna fellur einnig talsvert frá því í sumar.Pólitískt sjálfsmark Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði segir að ríkisstjórnin hafi skorað pólitískt sjálfsmark með útspili sínu í Evrópumálum. „Við vitum, í ljósi umræðna síðustu daga og það sem við getum kallað sjálfsmark ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlagningu á þingsályktunartillögunnar um að slíta viðræðum við ESB, að fylgi stjórnarflokkanna er heldur að síga og þ.a.l. einnig hjá forystumönnum sem taldir eru hafa svikið kosningaloforð,“ segir Stefanía.Íslendingar styðja þjóðaratkvæðagreiðslur Stefanía telur að traust til Sigmundar Davíðs hafi aukist töluvert eftir baráttu hans í Icesave-málinu. Vantraust almennings nú sé vegna svikinna loforða. „Það er mjög mikill stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslur hjá Íslendingum um þessar mundir. Þegar forystumenn hafa gefið út yfirlýsingar um þeir vilji að eitthvað verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu en draga svo tilbaka, þá verða viðbrögðin mjög hörð.“Hversu mikið traust berð þú til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra? Mjög mikið - 7,6% Frekar mikið - 13,7% Hlutlaus - 19,3% Frekar lítið - 18,9% Mjög lítið - 40,6%Hversu mikið traust berð þú til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra? Mjög mikið - 4,3% Frekar mikið - 15,3% Hlutlaus - 15,6% Frekar lítið - 24,7% Mjög lítið - 40,1%Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 26. og 27. febrúar 2014 Mín skoðun Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til forystumanna ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hríðfallið og er í sögulegu lágmarki. Greint var frá könnun á trausti almennings til forystumanna ríkisstjórnarinnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Kannað var traust til formanna stjórnarflokkanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í könnunni kemur í ljós að 61% ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. 22% bera hins vegar mikið traust til fjármálaráðherra. Konur virðast bera minna traust til Bjarna en karlar því 65% aðspurðra kvenna sögðust bera lítið traust til fjármálaráðherra.Traust Sigmundar tekur dýfu 59% segjast bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 21% segist hins vegar bera mikið traust til forsætisráðherra. Líkt og hjá Bjarna virðast konur síður treysta Sigmundi. Traust til Sigmundar tekur snapra dýfu. Ef skoðuð er könnun MMR frá því í júní síðastliðnum þá sögðust tæp 28% aðspurðra bera lítið traust til Sigmundar sem þá hafði nýtekið við sem forsætisráherra. Traust til Bjarna fellur einnig talsvert frá því í sumar.Pólitískt sjálfsmark Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði segir að ríkisstjórnin hafi skorað pólitískt sjálfsmark með útspili sínu í Evrópumálum. „Við vitum, í ljósi umræðna síðustu daga og það sem við getum kallað sjálfsmark ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlagningu á þingsályktunartillögunnar um að slíta viðræðum við ESB, að fylgi stjórnarflokkanna er heldur að síga og þ.a.l. einnig hjá forystumönnum sem taldir eru hafa svikið kosningaloforð,“ segir Stefanía.Íslendingar styðja þjóðaratkvæðagreiðslur Stefanía telur að traust til Sigmundar Davíðs hafi aukist töluvert eftir baráttu hans í Icesave-málinu. Vantraust almennings nú sé vegna svikinna loforða. „Það er mjög mikill stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslur hjá Íslendingum um þessar mundir. Þegar forystumenn hafa gefið út yfirlýsingar um þeir vilji að eitthvað verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu en draga svo tilbaka, þá verða viðbrögðin mjög hörð.“Hversu mikið traust berð þú til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra? Mjög mikið - 7,6% Frekar mikið - 13,7% Hlutlaus - 19,3% Frekar lítið - 18,9% Mjög lítið - 40,6%Hversu mikið traust berð þú til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra? Mjög mikið - 4,3% Frekar mikið - 15,3% Hlutlaus - 15,6% Frekar lítið - 24,7% Mjög lítið - 40,1%Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 26. og 27. febrúar 2014
Mín skoðun Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira