Henley sigraði á Honda Classic eftir mikla dramatík Kári Hinriksson skrifar 2. mars 2014 23:45 Russell Henley fagnar með kylfusveini sínum eftir sigurinn í kvöld. Vísir/AP Bandaríski kylfingurinn Russell Henley sigraði á Honda Classic mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni í Flórída. Það er óhætt að segja að lokadagurinn í mótinu hafi boðið upp á gríðarlega dramatík en eftir 72 holur á PGA National vellinum voru fjórir kylfingar jafnir í efsta sæti á átta höggum undir pari. Mikið af mistökumRory McIlroy hafði leitt mótið nánast frá fyrstu holu en hann lék hræðilega í dag og kom inn á 74 höggum eða fjórum yfir pari eftir að hafa leikið síðustu 12 holurnar í mótinu á fimm yfir pari. Það dugði þó Norður-Íranum til þess að komst í bráðabana ásamt Ryan Palmer, Russell Knox og Russell Henry en allir þessir kylfingar áttu góðan séns á að klára mótið á seinni níu holunum í dag. Það var þó mikið um taugaspennu og mistök en fjórmenningarnir sem komust í bráðabana léku allir seinni níu holurnar yfir pari og á tímabili leit einfaldlega út fyrir að enginn þeirra vildi sigra mótið. 18. holan var spiluð í bráðabananum en hún er rúmlega 500 metra par 5 hola. Þar fékk aðeins einn kylfingur fugl og var það bandaríska ungstirnið Russell Henley sem setti niður rúmlega meterspútt fyrir sigrinum en þetta er annað mótið sem þessi bráðefnilegi 24 ára kylfingur sigrar á PGA mótaröðinni. Rory McIlroy á eflaust eftir að klóra sér í hausnum yfir því hvernig honum tókst að tapa niður forystunni í dag en á tímabili var hann með þriggja högga forskot á næstu menn. Tvöfaldur skolli á 16.holu og skolli á 17.holu kostuðu Norður-Írann mikið en hann hafði leikið nánast óaðfinnanlegt golf frá fyrsta degi í mótinu.Woods hætti leik Tiger Woods átti hræðilegan dag en hann hætti leik á 13. holu þegar að hann var fimm höggum yfir pari á hringnum. Hann gaf út tilkynningu í kjölfarið að meiðsli í baki hefðu gert honum erfitt fyrir og þess vegna hefði hann þurft að hætta leik. Næsta mót á PGA mótaröðinni er hluti af heimsmótaröðinni í golfi en öll stærstu nöfnin í golfheiminum munu etja kappi á Doral vellinum í Miami. Hefst mótið á fimmtudaginn næstkomandi en allir keppnisdagarnir munu verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Lokastaða efstu manna í mótinu: 1. Russell Henley -8 (e. bráðabana) 2.-4. Ryan Palmer -8 2.-4. Russell Knox -8 2.-4. Rory McIlroy -8 5. Billy Hurley III -7 6.- 7. David Hearn -6 6. -7. Will MacKenzie -6 8.- 10. Sergio Garcia -5 8.- 10. David Lingmerth -5 8. -10. Luke Donald -5 Post by Golfstöðin. Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Russell Henley sigraði á Honda Classic mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni í Flórída. Það er óhætt að segja að lokadagurinn í mótinu hafi boðið upp á gríðarlega dramatík en eftir 72 holur á PGA National vellinum voru fjórir kylfingar jafnir í efsta sæti á átta höggum undir pari. Mikið af mistökumRory McIlroy hafði leitt mótið nánast frá fyrstu holu en hann lék hræðilega í dag og kom inn á 74 höggum eða fjórum yfir pari eftir að hafa leikið síðustu 12 holurnar í mótinu á fimm yfir pari. Það dugði þó Norður-Íranum til þess að komst í bráðabana ásamt Ryan Palmer, Russell Knox og Russell Henry en allir þessir kylfingar áttu góðan séns á að klára mótið á seinni níu holunum í dag. Það var þó mikið um taugaspennu og mistök en fjórmenningarnir sem komust í bráðabana léku allir seinni níu holurnar yfir pari og á tímabili leit einfaldlega út fyrir að enginn þeirra vildi sigra mótið. 18. holan var spiluð í bráðabananum en hún er rúmlega 500 metra par 5 hola. Þar fékk aðeins einn kylfingur fugl og var það bandaríska ungstirnið Russell Henley sem setti niður rúmlega meterspútt fyrir sigrinum en þetta er annað mótið sem þessi bráðefnilegi 24 ára kylfingur sigrar á PGA mótaröðinni. Rory McIlroy á eflaust eftir að klóra sér í hausnum yfir því hvernig honum tókst að tapa niður forystunni í dag en á tímabili var hann með þriggja högga forskot á næstu menn. Tvöfaldur skolli á 16.holu og skolli á 17.holu kostuðu Norður-Írann mikið en hann hafði leikið nánast óaðfinnanlegt golf frá fyrsta degi í mótinu.Woods hætti leik Tiger Woods átti hræðilegan dag en hann hætti leik á 13. holu þegar að hann var fimm höggum yfir pari á hringnum. Hann gaf út tilkynningu í kjölfarið að meiðsli í baki hefðu gert honum erfitt fyrir og þess vegna hefði hann þurft að hætta leik. Næsta mót á PGA mótaröðinni er hluti af heimsmótaröðinni í golfi en öll stærstu nöfnin í golfheiminum munu etja kappi á Doral vellinum í Miami. Hefst mótið á fimmtudaginn næstkomandi en allir keppnisdagarnir munu verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Lokastaða efstu manna í mótinu: 1. Russell Henley -8 (e. bráðabana) 2.-4. Ryan Palmer -8 2.-4. Russell Knox -8 2.-4. Rory McIlroy -8 5. Billy Hurley III -7 6.- 7. David Hearn -6 6. -7. Will MacKenzie -6 8.- 10. Sergio Garcia -5 8.- 10. David Lingmerth -5 8. -10. Luke Donald -5 Post by Golfstöðin.
Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti