Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2014 19:00 Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan var stofnuð árið 1913. Hún er nú að verða hluti af Byggðasafni Vestfjarða enda þykir hún einstök, meðal annars vegna magnaðs reimakerfis sem miðlar afli til vélanna.Ólafur Ragnar, 8 ára, á bryggjunni á Þingeyri árið 1951, snyrtilegur í fínu vesti.Mynd/Vigfús Sigurgeirsson.Smiðjan er hluti af æsku Ólafs Ragnars sem ólst að hluta upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu. Hann sést á ljósmynd, átta ára gamall, sem Vigfús Sigugeirsson ljósmyndari tók árið 1951, í opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þáverandi forseta. Myndin er tekin úr varðskipi, rétt áður en það siglir af stað, og sýnir krakkahóp á bryggjunni og bílinn sem notaður var til að flytja forsetann um byggðir Dýrafjarðar. Í þættinum „Um land allt“, sem sýndur verður á Stöð 2 annaðkvöld, klukkan 19.20, er gamla smiðjan heimsótt. Þar segir Kristján Gunnarsson vélsmiður frá því að Ólafur Ragnar hafði það hlutverk að koma með nestið til afa síns, sem vann í smiðjunni. Lærlingarnir í smiðjunni voru stríðnir og vissu vel að amma Ólafs Ragnars væri ákveðin og vildi að strákurinn væri jafnan hreinn og fínn. Þeir gerðu því í því að láta hann snerta óhreina hluti.Ólafur Ragnar ásamt Kristjáni Gunnarssyni í smiðjunni á Þingeyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans árið 1996 sem var til Vestfjarða.Mynd/Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar.„Þá held ég nefnilega að þegar hann kom heim til ömmu, skítugur á höndunum, þá sagði amma við hann: „Þetta gengur ekki, Ólafur Ragnar. Þegar þú ferð niður í smiðju til hans afa þíns, þá áttu ekki að vera að káfa á skítugum hlutum, olíublautum og öðru slíku. Þú verður að halda að þér höndunum svona.“Svona átti Ólafur Ragnar að halda að sér höndunum í smiðjunni, segir Kristján.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og ég hef svona grun að þetta hafi þarna fests á hann, þessi aðferð að vera ekki með hendurnar út um allt,“ segir Kristján Gunnarsson í þættinum „Um land allt“. Ítarlegri frásögn frá Þingeyri og úr smiðjunni verður á Stöð 2 annaðkvöld. Forseti Íslands Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan var stofnuð árið 1913. Hún er nú að verða hluti af Byggðasafni Vestfjarða enda þykir hún einstök, meðal annars vegna magnaðs reimakerfis sem miðlar afli til vélanna.Ólafur Ragnar, 8 ára, á bryggjunni á Þingeyri árið 1951, snyrtilegur í fínu vesti.Mynd/Vigfús Sigurgeirsson.Smiðjan er hluti af æsku Ólafs Ragnars sem ólst að hluta upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu. Hann sést á ljósmynd, átta ára gamall, sem Vigfús Sigugeirsson ljósmyndari tók árið 1951, í opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þáverandi forseta. Myndin er tekin úr varðskipi, rétt áður en það siglir af stað, og sýnir krakkahóp á bryggjunni og bílinn sem notaður var til að flytja forsetann um byggðir Dýrafjarðar. Í þættinum „Um land allt“, sem sýndur verður á Stöð 2 annaðkvöld, klukkan 19.20, er gamla smiðjan heimsótt. Þar segir Kristján Gunnarsson vélsmiður frá því að Ólafur Ragnar hafði það hlutverk að koma með nestið til afa síns, sem vann í smiðjunni. Lærlingarnir í smiðjunni voru stríðnir og vissu vel að amma Ólafs Ragnars væri ákveðin og vildi að strákurinn væri jafnan hreinn og fínn. Þeir gerðu því í því að láta hann snerta óhreina hluti.Ólafur Ragnar ásamt Kristjáni Gunnarssyni í smiðjunni á Þingeyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans árið 1996 sem var til Vestfjarða.Mynd/Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar.„Þá held ég nefnilega að þegar hann kom heim til ömmu, skítugur á höndunum, þá sagði amma við hann: „Þetta gengur ekki, Ólafur Ragnar. Þegar þú ferð niður í smiðju til hans afa þíns, þá áttu ekki að vera að káfa á skítugum hlutum, olíublautum og öðru slíku. Þú verður að halda að þér höndunum svona.“Svona átti Ólafur Ragnar að halda að sér höndunum í smiðjunni, segir Kristján.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og ég hef svona grun að þetta hafi þarna fests á hann, þessi aðferð að vera ekki með hendurnar út um allt,“ segir Kristján Gunnarsson í þættinum „Um land allt“. Ítarlegri frásögn frá Þingeyri og úr smiðjunni verður á Stöð 2 annaðkvöld.
Forseti Íslands Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira