Alfreð Finnbogason stefnir örugglega að því að enda markaþurrð sína með íslenska landsliðinu í kvöld þegar liðið mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff.
Alfreð er markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar með 22 mörk í 23 leikjum en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir með íslenska landsliðinu en framherjinn náði aðeins að skora 1 mark í 8 landsleikjum sínum á árinu 2013.
„Æfingaleikir eru öðruvísi en keppnisleikir og maður veit ekki hvort þeir eru að fara að prófa eitthvað nýtt eða stilli upp sínu sterkasta liði," sagði Alfreð Finnbogason um leik kvöldsins í viðtali á vefsíðunni fótbolti.net.
„Það kom fram á fundi hjá okkur að þeir halda ekki mjög oft hreinu og við skorum oft mörk svo vonandi verður þetta markaleikur," sagði Alfreð.
Alfreð Finnbogason skoraði síðast í landsleik á móti Slóveníu í júní í fyrra en hann hefur ekki náð að skora í síðustu fimm landsleikjum sínum þrátt fyrir að raða inn mörkum á sama tíma fyrir Heerenveen í Hollandi.
Það er hægt að sjá allt viðtal Elvars Geirs Magnússonar við Alfreð með því að smella hér.
Alfreð Finnbogason vonast eftir markaleik í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti