„Ég verð að viðurkenna það að þær eru með betra lið. En við verðum að gefa okkur það við reyndum okkar besta,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 5-0 tap gegn Þýskalandi á Algarve-mótinu í knattspyrnu í dag.
„Mér finnst 5-0 ekki alveg gefa rétta mynd af þessu. Þær nýta færin sín rosalega vel en þær fá samt ekkert endilega mörg dauðafæri í leiknum,“ sagði Sara Björk en fyrsta markið skoraði Þýskaland eftir aðeins átta mínútur.
„Það var ekki ætlunin. Eitt af markmiðunum var að halda hreinu í fyrri hálfleik með því að spila lápressu og vera þéttar fyrir. Það er alltaf svekkjandi að fá mark á sig snemma.“
„Þær nýta færin sín mjög vel og það eru mikil gæði í færunum sem þær skapa sér. En við þurfum að halda meiri einbeitingu. Við vorum svolítið mikið að horfa á boltann frekar en í kringum okkur,“ sagði Sara Björk sem horfir bara fram á veginn.
„Núna er bara endurheimt og svo förum yfir þennan leik í kvöld. Næsti leikur er á móti Noregi og við bara höldum áfram að bæta okkur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir.
Allt viðtalið sem Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, tók á Algarve eftir leikinn í dag má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sara Björk: Þurfum að halda meiri einbeitingu
Tengdar fréttir

Getum ekki horft í úrslitin á þessu móti
Kvennalandsliðið hefur leik á Algarve-mótinu í dag þegar það mætir Evrópumeisturum Þýskalands.

Stórt tap hjá stelpunum í fyrsta leik á Algarve-mótinu
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-5 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-mótinu í dag.

Ásgerður og Soffía byrja báðar inná í sínum fyrsta landsleik
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, fyrrum leikmaður Stjörnuliðsins eru báðar í byrjunarliði Íslands sem mætir Þýskalandi í dag í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu.