Ekki launin sem kennarar eru að sækjast í Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2014 12:49 Vísir/Aðsend/Pjetur „Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði,“ skrifar Agnes Ósk Valdimarsdóttir í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Agnes er framhaldsskólakennari og hefur lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í þremur löndum. Hún segir að nú líti allt út fyrir að hún sé á leið í verkfall í fyrsta sinn, en líklegt sé að það verði einnig í síðasta skipti. Því Agnes fór nýlega í greiðslumat. „Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði,“ skrifar Agnes. Þá segist hún hafa hlegið. Hún geri sér grein fyrir að hún væri á lágum launum, en hefði aldrei dottið í hug að geta í besta falli keypt sér gluggalaust geymsluhúsnæði. Fyrstu vikurnar í starfi heyrði Agnes oft að starfið yrði auðveldara á næstu önn. „Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér.“ Samstarfsmenn hennar hafa gert líf hennar sem kennari auðveldara og hún segir þau öll vera glaðlynt fólk. Það sé kannski ástæða þess að fólk endist í kennarastarfinu, vinnustaðurinn. „Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í.“ Allt bendir nú til að framhaldsskólakennarar séu nú á leið í verkfall. Agnes segist gera sér grein fyrir því að kennarar séu ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Kennarastarfið borgi þó ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem lögð er í starfið. „Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi,“ skrifar Agnes. Kennaraverkfall Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
„Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði,“ skrifar Agnes Ósk Valdimarsdóttir í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Agnes er framhaldsskólakennari og hefur lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í þremur löndum. Hún segir að nú líti allt út fyrir að hún sé á leið í verkfall í fyrsta sinn, en líklegt sé að það verði einnig í síðasta skipti. Því Agnes fór nýlega í greiðslumat. „Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði,“ skrifar Agnes. Þá segist hún hafa hlegið. Hún geri sér grein fyrir að hún væri á lágum launum, en hefði aldrei dottið í hug að geta í besta falli keypt sér gluggalaust geymsluhúsnæði. Fyrstu vikurnar í starfi heyrði Agnes oft að starfið yrði auðveldara á næstu önn. „Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér.“ Samstarfsmenn hennar hafa gert líf hennar sem kennari auðveldara og hún segir þau öll vera glaðlynt fólk. Það sé kannski ástæða þess að fólk endist í kennarastarfinu, vinnustaðurinn. „Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í.“ Allt bendir nú til að framhaldsskólakennarar séu nú á leið í verkfall. Agnes segist gera sér grein fyrir því að kennarar séu ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Kennarastarfið borgi þó ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem lögð er í starfið. „Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi,“ skrifar Agnes.
Kennaraverkfall Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira