Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi.
Fyrr í kvöld vann Gunnar glæsilegan sigur á Akhmedov með hengingu strax í fyrstu lotu. Bardaginn stóð yfir í rúma fjóra og hálfa mínútu.
Gunnar er enn ósigraður í þremur UFC-bardögum og þrettán bardögum alls í blönduðum bardagalistum (e. MMA).
Bardaginn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld en áfram verður sýnt frá UFC á stöðinni á komandi misserum.
Bardagi Gunnars í heild sinni
Tengdar fréttir

Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður
Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA).