Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2014 13:15 Sveinn Þorgeirsson, sem er á láni hjá Fram frá Haukum, tekur fast á Sigurbergi Sveinssyni. Vísir/Vilhelm Topplið Hauka í Olís-deild karla í handbolta tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fimm mánuði í gærkvöldi þegar það varð undir gegn Fram, 21-18, í Safamýri. Haukarnir voru fyrir gærkvöldið á rosalegu skriði. Þeir höfðu unnið sex leiki í röð og ekki tapað í tíu leikjum í röð (níu sigrar og eitt jafntefli). Síðasta tap Hauka í deildinni fyrir gærkvöldið var einmitt á sama stað, í Safamýri, gegn Íslandsmeisturunum. Fram vann nefnilega fyrsta leik liðanna í 4. umferð Olís-deildarinnar, 18-17. Þetta eru einu tveir leikirnir í deildinni til þessa þar sem Haukar hafa skorað minna en 20 mörk. Haukar skora annars 25,2 mörk að meðaltali í leik og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Toppliðinu gengur erfiðlega með unga en öfluga vörn Framara sem GuðlaugurArnarsson hefur búið til í Safamýri. Þó Haukar hafi unnið aðra viðureign liðanna á tímabilinu að Ásvöllum, 20-17, er það sá leikur sem Haukar skoruðu næstfæst mörk í á tímabilinu. Í þeim leik var það heldur ekki beint vörnin sem klikkaði hjá Fram heldur sóknin. Þar spiluðu Haukar frábæra vörn í seinni hálfleik eftir að vera undir í hálfleik, 12-6. Þeir fengu átta hraðaupphlaupsmörk í seinni hálfleik og unnu lokakaflann í þeim leik, 11-2.Elías Bóasson liggur fyrir framan varamannabekk Framara.Vísir/VilhelmGuðlaugur Arnarsson virðist vera með sigurformúluna gegn Haukum. Honum er allavega búið að takast það sem engum öðrum þjálfara hefur tekist á tímabilinu: Að vinna Hauka tvisvar sinnum. ÓlafurStefánsson getur leikið sama leikinn með Val þegar liðin mætast 27. mars en Valur vann Hauka, 27-22, í fyrsta leik tímabilsins. Þó mikið sé hér talað um varnarleik Fram á tímabilinu skal það þó tekið fram að Haukar eru tölfræðilega með bestu vörnina. Þeir hafa aðeins fengið á sig 330 mörk í 15 leikjum sem gerir 22 mörk á sig að meðtali í leik en Fram fær á sig 23,2 mörk á sig að meðaltali í leik. Þó ekki nema 18,3 mörk að meðaltali gegn Haukum.Leikir Fram og Hauka í Olís-deildinni á tímabilinu:9. októberFram - Haukar 18-17 (10-10) Haukar komast tveimur mörkum yfir, 17-15, þegar sjö mínútur eru til leiksloka en Framarar skora þrjú síðustu mörkin. Stefán Darri Þórsson tryggir Fram sigurinn með marki á lokasekúndunum.5. desemberHaukar - Fram 20-17 (6-12) Haukar skora ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik gegn ógnarsterkri vörn Framara. Sóknarleikur gestanna molnar gegn frábærum varnarleik Hauka í seinni hálfleik. Toppliðið raðar inn mörkum úr hraðaupphlaupum og vinnur seinni hálfleikinn, 14-5.20. febrúarFram - Haukar 21-18 (12-9) Framarar eru þremur mörkum yfir í hálfleik og láta forskotið aldrei af hendi. Haukar minnka muninn mest í tvö mörk en varnarmúr heimamanna heldur allan leikinn og Safamýrarliðið verður fyrst til að vinna Hauka tvívegis í Olís-deildinni á tímabilinu. Olís-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Topplið Hauka í Olís-deild karla í handbolta tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fimm mánuði í gærkvöldi þegar það varð undir gegn Fram, 21-18, í Safamýri. Haukarnir voru fyrir gærkvöldið á rosalegu skriði. Þeir höfðu unnið sex leiki í röð og ekki tapað í tíu leikjum í röð (níu sigrar og eitt jafntefli). Síðasta tap Hauka í deildinni fyrir gærkvöldið var einmitt á sama stað, í Safamýri, gegn Íslandsmeisturunum. Fram vann nefnilega fyrsta leik liðanna í 4. umferð Olís-deildarinnar, 18-17. Þetta eru einu tveir leikirnir í deildinni til þessa þar sem Haukar hafa skorað minna en 20 mörk. Haukar skora annars 25,2 mörk að meðaltali í leik og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Toppliðinu gengur erfiðlega með unga en öfluga vörn Framara sem GuðlaugurArnarsson hefur búið til í Safamýri. Þó Haukar hafi unnið aðra viðureign liðanna á tímabilinu að Ásvöllum, 20-17, er það sá leikur sem Haukar skoruðu næstfæst mörk í á tímabilinu. Í þeim leik var það heldur ekki beint vörnin sem klikkaði hjá Fram heldur sóknin. Þar spiluðu Haukar frábæra vörn í seinni hálfleik eftir að vera undir í hálfleik, 12-6. Þeir fengu átta hraðaupphlaupsmörk í seinni hálfleik og unnu lokakaflann í þeim leik, 11-2.Elías Bóasson liggur fyrir framan varamannabekk Framara.Vísir/VilhelmGuðlaugur Arnarsson virðist vera með sigurformúluna gegn Haukum. Honum er allavega búið að takast það sem engum öðrum þjálfara hefur tekist á tímabilinu: Að vinna Hauka tvisvar sinnum. ÓlafurStefánsson getur leikið sama leikinn með Val þegar liðin mætast 27. mars en Valur vann Hauka, 27-22, í fyrsta leik tímabilsins. Þó mikið sé hér talað um varnarleik Fram á tímabilinu skal það þó tekið fram að Haukar eru tölfræðilega með bestu vörnina. Þeir hafa aðeins fengið á sig 330 mörk í 15 leikjum sem gerir 22 mörk á sig að meðtali í leik en Fram fær á sig 23,2 mörk á sig að meðaltali í leik. Þó ekki nema 18,3 mörk að meðaltali gegn Haukum.Leikir Fram og Hauka í Olís-deildinni á tímabilinu:9. októberFram - Haukar 18-17 (10-10) Haukar komast tveimur mörkum yfir, 17-15, þegar sjö mínútur eru til leiksloka en Framarar skora þrjú síðustu mörkin. Stefán Darri Þórsson tryggir Fram sigurinn með marki á lokasekúndunum.5. desemberHaukar - Fram 20-17 (6-12) Haukar skora ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik gegn ógnarsterkri vörn Framara. Sóknarleikur gestanna molnar gegn frábærum varnarleik Hauka í seinni hálfleik. Toppliðið raðar inn mörkum úr hraðaupphlaupum og vinnur seinni hálfleikinn, 14-5.20. febrúarFram - Haukar 21-18 (12-9) Framarar eru þremur mörkum yfir í hálfleik og láta forskotið aldrei af hendi. Haukar minnka muninn mest í tvö mörk en varnarmúr heimamanna heldur allan leikinn og Safamýrarliðið verður fyrst til að vinna Hauka tvívegis í Olís-deildinni á tímabilinu.
Olís-deild karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni