"Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni" Hrund Þórsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 20:00 Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni, segir formaður Samfylkingarinnar um þá ákvörðun að bera aðildarviðræður við ESB ekki undir þjóðaratkvæði. Hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma en halda möguleikum opnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um að draga umsóknina til baka. Þá sé ljóst af yfirlýsingum gamalla forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn sé ekki að standa við fyrirheit sín. „Við sáum alveg hvað var sagt fyrir síðustu kosningar og alveg fram á síðustu daga hefur verið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, þannig að hráskinnaleikurinn í þessu máli er alveg ljós,“ segir Árni. En hefði ekki mátt komast hjá þessu öllu saman ef þið hefðuð einfaldlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, áður en aðildarumsóknin var lögð fram? „Þá höfðu menn áhyggjur af því að ef við fengjum umboð þjóðarinnar, þá værum við að rýra samningsstöðu okkar vegna þess að viðsemjandinn myndi þá ekki leggja jafnmikið af mörkum í samningum.“ En með þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma hefði umboðið í dag verið skýrara til að klára dæmið er það ekki? „Það hefði auðvitað verið ein leið til að gera það.“ Árni segir að hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma, jafnvel í nokkur ár, en að halda dyrunum að ESB opnum. „Vegna þess að Ísland er enn í höftum og þessir menn hafa ekkert plan um hvernig á að koamst út úr þeim. Það eru gjalddagar á árinu 2016 og það veit enginn hvernig á að standa skil á þeim,“ segir Árni. ESB-málið Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Vald sem þjóðinni var lofað er nú tekið af henni, segir formaður Samfylkingarinnar um þá ákvörðun að bera aðildarviðræður við ESB ekki undir þjóðaratkvæði. Hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma en halda möguleikum opnum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir formenn stjórnarflokkanna ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um að draga umsóknina til baka. Þá sé ljóst af yfirlýsingum gamalla forystumanna Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn sé ekki að standa við fyrirheit sín. „Við sáum alveg hvað var sagt fyrir síðustu kosningar og alveg fram á síðustu daga hefur verið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, þannig að hráskinnaleikurinn í þessu máli er alveg ljós,“ segir Árni. En hefði ekki mátt komast hjá þessu öllu saman ef þið hefðuð einfaldlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, áður en aðildarumsóknin var lögð fram? „Þá höfðu menn áhyggjur af því að ef við fengjum umboð þjóðarinnar, þá værum við að rýra samningsstöðu okkar vegna þess að viðsemjandinn myndi þá ekki leggja jafnmikið af mörkum í samningum.“ En með þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma hefði umboðið í dag verið skýrara til að klára dæmið er það ekki? „Það hefði auðvitað verið ein leið til að gera það.“ Árni segir að hægt hefði verið að ná samstöðu um að aðhafast ekkert í einhvern tíma, jafnvel í nokkur ár, en að halda dyrunum að ESB opnum. „Vegna þess að Ísland er enn í höftum og þessir menn hafa ekkert plan um hvernig á að koamst út úr þeim. Það eru gjalddagar á árinu 2016 og það veit enginn hvernig á að standa skil á þeim,“ segir Árni.
ESB-málið Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04
Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01