Jason Day bar sigur úr býtum í Arizona 24. febrúar 2014 00:35 Day og Dubuisson takast í hendur eftir úrslitaleikinn Vísir/AP Heimsmótinu í holukeppni lauk í kvöld en 64 af bestu kylfingum heims hafa barist í eyðimörkinni á Dove Mountain vellinum í Arizona undanfarna daga um þennan merkilega titil. Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Rickie Fowler og Jason Day en Ernie Els og Victor Dubuisson í þeim seinni. Mesta spennan var í leik Els og Dubuisson en sá síðarnefndi hefur komið mikið á óvart á sínu fyrsta heimsmóti í holukeppni og hefur lagt sterka kylfinga af velli á borð við Bubba Watson, Graeme McDowell og Peter Hanson. Frakkinn ungi hélt svo uppteknum hætti gegn Els í dag og hafði að lokum sigur í leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu eftir að hafa lent þremur holum undir snemma í leiknum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Jason Day ungstirnið Rickie Fowler en Day hafði yfirhöndina nánast frá byrjun leiks. Í úrslitaleiknum mættust því Jason Day og Victor Dubuisson en þetta er í fjórða sinn á sex árum sem enginn Bandaríkjamaður kemst í úrslit í mótinu. Day setti tóninn strax í úrslitaleiknum og vann tvær fyrstu holurnar en Dubuisson kom til baka á næstu tveimur holum og jafnaði leikinn. Það virtist þó kveikja í Jason Day sem setti niður nokkur góð pútt í kjölfarið en eftir 9 holur var hann kominn með þægilega þriggja holu forystu. Þeirri forystu hélt Day þangað til á 18.holu en Dubuisson gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn með því að sigra síðustu tvær holurnar á dramatískan hátt. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem fyrstu fjórar holurnar féllu en báðir kylfingar fengu par á fyrstu holu, fugl á þeirri annarri og skolla á þeirri þriðju. Leiðir skildu hins vegar á fimmtu holu í bráðabana þegar að Day nældi sér í fugl eftir frábært innáhögg á meðan að Dubuisson fékk aðeins par. Það var því Jason Day sem sigraði heimsmótið í holukeppni þetta árið en fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 180 milljónir króna. Rickie Fowler fangaði svo þriðja sætið með því að sigra Ernie Els í spennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 19. holu. Næsta mót á PGA mótaröðinni, Honda Classic, fer fram á hinum fallega Palm Beach velli í Flórida en það verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Heimsmótinu í holukeppni lauk í kvöld en 64 af bestu kylfingum heims hafa barist í eyðimörkinni á Dove Mountain vellinum í Arizona undanfarna daga um þennan merkilega titil. Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Rickie Fowler og Jason Day en Ernie Els og Victor Dubuisson í þeim seinni. Mesta spennan var í leik Els og Dubuisson en sá síðarnefndi hefur komið mikið á óvart á sínu fyrsta heimsmóti í holukeppni og hefur lagt sterka kylfinga af velli á borð við Bubba Watson, Graeme McDowell og Peter Hanson. Frakkinn ungi hélt svo uppteknum hætti gegn Els í dag og hafði að lokum sigur í leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu eftir að hafa lent þremur holum undir snemma í leiknum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Jason Day ungstirnið Rickie Fowler en Day hafði yfirhöndina nánast frá byrjun leiks. Í úrslitaleiknum mættust því Jason Day og Victor Dubuisson en þetta er í fjórða sinn á sex árum sem enginn Bandaríkjamaður kemst í úrslit í mótinu. Day setti tóninn strax í úrslitaleiknum og vann tvær fyrstu holurnar en Dubuisson kom til baka á næstu tveimur holum og jafnaði leikinn. Það virtist þó kveikja í Jason Day sem setti niður nokkur góð pútt í kjölfarið en eftir 9 holur var hann kominn með þægilega þriggja holu forystu. Þeirri forystu hélt Day þangað til á 18.holu en Dubuisson gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn með því að sigra síðustu tvær holurnar á dramatískan hátt. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem fyrstu fjórar holurnar féllu en báðir kylfingar fengu par á fyrstu holu, fugl á þeirri annarri og skolla á þeirri þriðju. Leiðir skildu hins vegar á fimmtu holu í bráðabana þegar að Day nældi sér í fugl eftir frábært innáhögg á meðan að Dubuisson fékk aðeins par. Það var því Jason Day sem sigraði heimsmótið í holukeppni þetta árið en fyrir sigurinn fékk hann rúmlega 180 milljónir króna. Rickie Fowler fangaði svo þriðja sætið með því að sigra Ernie Els í spennandi leik sem endaði ekki fyrr en á 19. holu. Næsta mót á PGA mótaröðinni, Honda Classic, fer fram á hinum fallega Palm Beach velli í Flórida en það verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira