Ákvörðun stjórnvalda misráðin og skaðleg Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. febrúar 2014 10:57 Birgir Bjarnason er formaður félags atvinnurekenda. Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin fækki mögulegum valkostum Íslands í peningamálum „sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma“. Þar segir ennfremur að „Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.“ Fréttatilkyningin hljóðar svo í heild sinni:Stjórn Félags atvinnurekenda telur ákvörðun stjórnarflokkanna um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og mótmælir henni harðlega. Ákvörðunin er skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki og lokar augljósum valkostum í efnahagsmálum á tímapunkti þar sem engin þörf er á slíkum vatnaskilum.Ákvörðunin fækkar mögulegum valkostum Íslands í peningamálum, sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma. Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.Stjórn FA tekur undir það sjónarmið að aðildarviðræður eigi að hafa sinn gang, enda er það eina leiðin til að fá á borðið upplýsingar til að greiða atkvæði um á málefnalegum grunni. Um endanlegan samning við ESB á þjóðin að sjálfsögðu að greiða atkvæði. Þannig getur hún ráðið úrslitum – af eða á.Í skoðanakönnun meðal félagsmanna FA sem framkvæmd var í lok janúar sl. kom m.a. fram að 60,7% félagsmanna vildu halda áfram aðildarviðræðum og 52,5% töldu að íslenska krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill fyrir Ísland.Félag atvinnurekenda er einn fjögurra aðila sem stendur að gerð skýrslu um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Alþjóðamálastofnun HÍ sér um gerð skýrslunnar sem væntanleg er í apríl. Hún verður án vafa mikilvægt innlegg í umræðuna um þessi mál eins og nýútkomin skýrsla Hagfræðistofnunar.Stjórn FA skorar á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Það á ekki að fara jafn óvarlega með mikilvægt mál og raun ber vitni. Sýnum skynsemi! ESB-málið Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda segir ákvörðun stjórnarflokkanna, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og vera skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin fækki mögulegum valkostum Íslands í peningamálum „sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma“. Þar segir ennfremur að „Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.“ Fréttatilkyningin hljóðar svo í heild sinni:Stjórn Félags atvinnurekenda telur ákvörðun stjórnarflokkanna um að slíta viðræðum við Evrópusambandið vera misráðna og mótmælir henni harðlega. Ákvörðunin er skaðleg fyrir íslensk fyrirtæki og lokar augljósum valkostum í efnahagsmálum á tímapunkti þar sem engin þörf er á slíkum vatnaskilum.Ákvörðunin fækkar mögulegum valkostum Íslands í peningamálum, sem er eitt mikilvægasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila til lengri tíma. Engin skýr stefnumörkun liggur fyrir um framtíðarskipan peningamála og því lítil skynsemi í að útiloka augljósa valkosti að svo komnu máli.Stjórn FA tekur undir það sjónarmið að aðildarviðræður eigi að hafa sinn gang, enda er það eina leiðin til að fá á borðið upplýsingar til að greiða atkvæði um á málefnalegum grunni. Um endanlegan samning við ESB á þjóðin að sjálfsögðu að greiða atkvæði. Þannig getur hún ráðið úrslitum – af eða á.Í skoðanakönnun meðal félagsmanna FA sem framkvæmd var í lok janúar sl. kom m.a. fram að 60,7% félagsmanna vildu halda áfram aðildarviðræðum og 52,5% töldu að íslenska krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill fyrir Ísland.Félag atvinnurekenda er einn fjögurra aðila sem stendur að gerð skýrslu um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Alþjóðamálastofnun HÍ sér um gerð skýrslunnar sem væntanleg er í apríl. Hún verður án vafa mikilvægt innlegg í umræðuna um þessi mál eins og nýútkomin skýrsla Hagfræðistofnunar.Stjórn FA skorar á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína. Það á ekki að fara jafn óvarlega með mikilvægt mál og raun ber vitni. Sýnum skynsemi!
ESB-málið Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent