Freyr: Vísir að kynslóðaskiptum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2014 14:30 Freyr, til vinstri, og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari, á fundinum í dag. Vísir/Stefán Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að æfingamótið á Algarve í Portúgal sé íslenska landsliðinu afar mikilvægt. Ísland hefur undanfarin ár tekið þátt í mótinu á Algarve sem er sótt af mörgum sterkustu landsliðum heims. Ísland er til að mynda í riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Noregi og Kína. Freyr tilkynnti leikmannhóp sinn í dag en alls tekur hann 23 leikmenn með sér til Portúgals. „Við lítum á mótið sem æfingamót og ætlum að reyna að skoða sem flesta leikmenn. Leikmenn okkar þurfa á reynslu að halda og við þurfum að skoða hvaða leikmenn skara fram úr í sínum stöðum,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Hann segir að hópurinn sé sá sterkasti sem honum hafi staðið til boða að þessu sinni. „Við eigum þó inni leikmenn sem hafa verið í meiðslum, eins og Sif Atladóttur og HólmfríðiMagnúsdóttur. Þá eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir að koma til baka úr krossbandsslitum sem eru góðar fréttir fyrir okkur.“ „Það eru vissulega fleiri leikmenn að banka á dyrnar en það sést á hópnum að þetta er ákveðinn vísir að kynslóðaskiptum í landsliðinu. Við erum með marga óreynda leikmenn.“ Alls eru fjórtán leikmenn sem spila á Íslandi í hópnum sem er það mesta í nokkur ár. „Það mun reyna á þessa ungu og óreyndu leikmenn,“ segir Freyr. „Þetta er þróun sem við getum ekki litið framhjá og skiptir máli að við bregðumst rétt við. Þessir leikmenn þurfa að fá tækifæri og svigrúm til að gera mistök.“ Freyr segir að mótið á Algarve skipti miklu máli fyrir hans lið. „Sérstaklega sem undirbúningur fyrir næstu verkefni. Það er stutt í næstu leiki í undankeppni HM - gegn Ísrael og Möltu í byrjun apríl - og við höfum lítið getað æft saman. Nú fáum við tíu daga saman sem er algjörlega ómetanlegt svo við getum mótað okkar leikfræði fyrir leikina í apríl.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að æfingamótið á Algarve í Portúgal sé íslenska landsliðinu afar mikilvægt. Ísland hefur undanfarin ár tekið þátt í mótinu á Algarve sem er sótt af mörgum sterkustu landsliðum heims. Ísland er til að mynda í riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Noregi og Kína. Freyr tilkynnti leikmannhóp sinn í dag en alls tekur hann 23 leikmenn með sér til Portúgals. „Við lítum á mótið sem æfingamót og ætlum að reyna að skoða sem flesta leikmenn. Leikmenn okkar þurfa á reynslu að halda og við þurfum að skoða hvaða leikmenn skara fram úr í sínum stöðum,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Hann segir að hópurinn sé sá sterkasti sem honum hafi staðið til boða að þessu sinni. „Við eigum þó inni leikmenn sem hafa verið í meiðslum, eins og Sif Atladóttur og HólmfríðiMagnúsdóttur. Þá eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir að koma til baka úr krossbandsslitum sem eru góðar fréttir fyrir okkur.“ „Það eru vissulega fleiri leikmenn að banka á dyrnar en það sést á hópnum að þetta er ákveðinn vísir að kynslóðaskiptum í landsliðinu. Við erum með marga óreynda leikmenn.“ Alls eru fjórtán leikmenn sem spila á Íslandi í hópnum sem er það mesta í nokkur ár. „Það mun reyna á þessa ungu og óreyndu leikmenn,“ segir Freyr. „Þetta er þróun sem við getum ekki litið framhjá og skiptir máli að við bregðumst rétt við. Þessir leikmenn þurfa að fá tækifæri og svigrúm til að gera mistök.“ Freyr segir að mótið á Algarve skipti miklu máli fyrir hans lið. „Sérstaklega sem undirbúningur fyrir næstu verkefni. Það er stutt í næstu leiki í undankeppni HM - gegn Ísrael og Möltu í byrjun apríl - og við höfum lítið getað æft saman. Nú fáum við tíu daga saman sem er algjörlega ómetanlegt svo við getum mótað okkar leikfræði fyrir leikina í apríl.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn