Forsætisnefnd mun funda vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 14:14 Forsætisnefnd mun funda í kvöld. Forsætisnefnd fundar í kvöld um hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið verði dregin til baka, sé þingtæk. Þetta tilkynnti Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis rétt í þessu. Einar hafði áður tilkynnt, í upphafi þingfundar, að hann teldi tillöguna þingtæka og ætlaði ekki að taka málið af dagskrá. Stjórnarandstaðan mótmælti því harðlega. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og einn meðlima í foræstisnefnd, fór fram á að forsætisnefnd yrði í minnsta lagi kölluð saman vegna erindi Árna Páls Árnason, formanns Samfylkingarinnar, sem hann sendi forseta Alþingis í morgun. Einar ítrekaði samt sem áður að hann teldi málið þingtækt en samþykkti að boða til fundar forsætisnefndar í kvöld. Árni Páll, fór í morgun fram á að forsætisnefnd Alþingis mæti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga væri þingtæk. Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillagan sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“ Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. ESB-málið Tengdar fréttir Fer fram á að forsætisnefnd meti hvort tillaga Gunnars Braga sé þingtæk Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur þingsályktunartillögu Gunnars Braga innihalda „gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt". 25. febrúar 2014 11:01 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Forsætisnefnd fundar í kvöld um hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið verði dregin til baka, sé þingtæk. Þetta tilkynnti Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis rétt í þessu. Einar hafði áður tilkynnt, í upphafi þingfundar, að hann teldi tillöguna þingtæka og ætlaði ekki að taka málið af dagskrá. Stjórnarandstaðan mótmælti því harðlega. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og einn meðlima í foræstisnefnd, fór fram á að forsætisnefnd yrði í minnsta lagi kölluð saman vegna erindi Árna Páls Árnason, formanns Samfylkingarinnar, sem hann sendi forseta Alþingis í morgun. Einar ítrekaði samt sem áður að hann teldi málið þingtækt en samþykkti að boða til fundar forsætisnefndar í kvöld. Árni Páll, fór í morgun fram á að forsætisnefnd Alþingis mæti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga væri þingtæk. Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillagan sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“ Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag.
ESB-málið Tengdar fréttir Fer fram á að forsætisnefnd meti hvort tillaga Gunnars Braga sé þingtæk Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur þingsályktunartillögu Gunnars Braga innihalda „gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt". 25. febrúar 2014 11:01 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Fer fram á að forsætisnefnd meti hvort tillaga Gunnars Braga sé þingtæk Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur þingsályktunartillögu Gunnars Braga innihalda „gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt". 25. febrúar 2014 11:01
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir