Stjórnarandstöðu tekst að fresta umræðum um ESB tillögu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 19:40 Stjórnarandstöðunni tekst líklega að koma í veg fyrir að tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka komist til umræðu í þessari viku. Það þýddi að umræðan hæfist ekki fyrr en eftir 10. mars. Orðalag í athugasemdum við umdeilda þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hefur hleypt illu blóði í margan stjórnarandstöðuþingmanninn, sem segja að í athugasemdunum sé gefið í skyn að þingmenn hafi gerst brotlegir við stjórnarskrá þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En í athugasemdunum segir m.a: ...“má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna ekki þingtæka vegna þessa. „Í þessari tillögu er annars vegar vegið að æru þingmanna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn sumarið 2009 og þeir eru margir ekki hér til að svara ásökunum og áburði stjórnarflokka,“ sagði Árni Páll. Og upp úr þessu hófust langar umræður um fundarstjórn forseta þannig að önnur mál biðu umræðu, en líklegt má telja að umræður sem þessar, sem og það sem eftir lifir umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar, verði til þess að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra komist ekki til umræðu í þessari viku og því ekki fyrr en eftir 10. mars, því engir þingfundir eru í næstu viku. „Það er höfundi greinargerðarinnar til skammar en líka, virðulegur forseti, þeim sem veita því atbeina og stuðning að svona tillaga komi fram. Þessi ummæli eru að engu hafandi. Þau eru dauð og ómerk og til skammar þeim sem tengja sig við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Össur Skarphéðinsson sagði utanríkisráðherra áður hafa sagt að sitjandi þing gæti ekki bundið þing framtíðarinnar, en það gerði tillaga utanríkisráðherra. „Og það hlýtur að vera krafa, hæstvirtur forseti, til ríkisstjórnarinnar að hún fylgi því sem hún hefur sjálf sagt. En hæstvirtur forseti er kannski ekki vanur því af hálfu núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Össur. Þá krefjast Píratar þess að þingsályktunartillaga þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður verði tekin á dagskrá a undan tillögu utanríkisráðherra. ESB-málið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Stjórnarandstöðunni tekst líklega að koma í veg fyrir að tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka komist til umræðu í þessari viku. Það þýddi að umræðan hæfist ekki fyrr en eftir 10. mars. Orðalag í athugasemdum við umdeilda þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hefur hleypt illu blóði í margan stjórnarandstöðuþingmanninn, sem segja að í athugasemdunum sé gefið í skyn að þingmenn hafi gerst brotlegir við stjórnarskrá þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En í athugasemdunum segir m.a: ...“má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna ekki þingtæka vegna þessa. „Í þessari tillögu er annars vegar vegið að æru þingmanna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn sumarið 2009 og þeir eru margir ekki hér til að svara ásökunum og áburði stjórnarflokka,“ sagði Árni Páll. Og upp úr þessu hófust langar umræður um fundarstjórn forseta þannig að önnur mál biðu umræðu, en líklegt má telja að umræður sem þessar, sem og það sem eftir lifir umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar, verði til þess að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra komist ekki til umræðu í þessari viku og því ekki fyrr en eftir 10. mars, því engir þingfundir eru í næstu viku. „Það er höfundi greinargerðarinnar til skammar en líka, virðulegur forseti, þeim sem veita því atbeina og stuðning að svona tillaga komi fram. Þessi ummæli eru að engu hafandi. Þau eru dauð og ómerk og til skammar þeim sem tengja sig við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Össur Skarphéðinsson sagði utanríkisráðherra áður hafa sagt að sitjandi þing gæti ekki bundið þing framtíðarinnar, en það gerði tillaga utanríkisráðherra. „Og það hlýtur að vera krafa, hæstvirtur forseti, til ríkisstjórnarinnar að hún fylgi því sem hún hefur sjálf sagt. En hæstvirtur forseti er kannski ekki vanur því af hálfu núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Össur. Þá krefjast Píratar þess að þingsályktunartillaga þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður verði tekin á dagskrá a undan tillögu utanríkisráðherra.
ESB-málið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira