Stjórnarandstöðu tekst að fresta umræðum um ESB tillögu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 19:40 Stjórnarandstöðunni tekst líklega að koma í veg fyrir að tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka komist til umræðu í þessari viku. Það þýddi að umræðan hæfist ekki fyrr en eftir 10. mars. Orðalag í athugasemdum við umdeilda þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hefur hleypt illu blóði í margan stjórnarandstöðuþingmanninn, sem segja að í athugasemdunum sé gefið í skyn að þingmenn hafi gerst brotlegir við stjórnarskrá þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En í athugasemdunum segir m.a: ...“má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna ekki þingtæka vegna þessa. „Í þessari tillögu er annars vegar vegið að æru þingmanna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn sumarið 2009 og þeir eru margir ekki hér til að svara ásökunum og áburði stjórnarflokka,“ sagði Árni Páll. Og upp úr þessu hófust langar umræður um fundarstjórn forseta þannig að önnur mál biðu umræðu, en líklegt má telja að umræður sem þessar, sem og það sem eftir lifir umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar, verði til þess að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra komist ekki til umræðu í þessari viku og því ekki fyrr en eftir 10. mars, því engir þingfundir eru í næstu viku. „Það er höfundi greinargerðarinnar til skammar en líka, virðulegur forseti, þeim sem veita því atbeina og stuðning að svona tillaga komi fram. Þessi ummæli eru að engu hafandi. Þau eru dauð og ómerk og til skammar þeim sem tengja sig við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Össur Skarphéðinsson sagði utanríkisráðherra áður hafa sagt að sitjandi þing gæti ekki bundið þing framtíðarinnar, en það gerði tillaga utanríkisráðherra. „Og það hlýtur að vera krafa, hæstvirtur forseti, til ríkisstjórnarinnar að hún fylgi því sem hún hefur sjálf sagt. En hæstvirtur forseti er kannski ekki vanur því af hálfu núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Össur. Þá krefjast Píratar þess að þingsályktunartillaga þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður verði tekin á dagskrá a undan tillögu utanríkisráðherra. ESB-málið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Stjórnarandstöðunni tekst líklega að koma í veg fyrir að tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka komist til umræðu í þessari viku. Það þýddi að umræðan hæfist ekki fyrr en eftir 10. mars. Orðalag í athugasemdum við umdeilda þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka hefur hleypt illu blóði í margan stjórnarandstöðuþingmanninn, sem segja að í athugasemdunum sé gefið í skyn að þingmenn hafi gerst brotlegir við stjórnarskrá þegar samþykkt var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. En í athugasemdunum segir m.a: ...“má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir tillöguna ekki þingtæka vegna þessa. „Í þessari tillögu er annars vegar vegið að æru þingmanna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn sumarið 2009 og þeir eru margir ekki hér til að svara ásökunum og áburði stjórnarflokka,“ sagði Árni Páll. Og upp úr þessu hófust langar umræður um fundarstjórn forseta þannig að önnur mál biðu umræðu, en líklegt má telja að umræður sem þessar, sem og það sem eftir lifir umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar, verði til þess að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra komist ekki til umræðu í þessari viku og því ekki fyrr en eftir 10. mars, því engir þingfundir eru í næstu viku. „Það er höfundi greinargerðarinnar til skammar en líka, virðulegur forseti, þeim sem veita því atbeina og stuðning að svona tillaga komi fram. Þessi ummæli eru að engu hafandi. Þau eru dauð og ómerk og til skammar þeim sem tengja sig við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Össur Skarphéðinsson sagði utanríkisráðherra áður hafa sagt að sitjandi þing gæti ekki bundið þing framtíðarinnar, en það gerði tillaga utanríkisráðherra. „Og það hlýtur að vera krafa, hæstvirtur forseti, til ríkisstjórnarinnar að hún fylgi því sem hún hefur sjálf sagt. En hæstvirtur forseti er kannski ekki vanur því af hálfu núverandi ríkisstjórnar,“ sagði Össur. Þá krefjast Píratar þess að þingsályktunartillaga þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður verði tekin á dagskrá a undan tillögu utanríkisráðherra.
ESB-málið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira