Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 28-30 | Haukar mæta ÍR í úrslitum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. febrúar 2014 15:04 Árni Steinn sækir að marki FH í kvöld. Vísir/valli Haukar mæta ÍR í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta á morgun. Haukar lögðu nágrana sína í FH 30-28 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Fátt var um varnir báðum megin framan af en er leið á hálfleikinn fóru liðin að leika betri vörn og Ágúst Elí Björgvinsson fór kostum í marki FH þær 18 mínútur sem hann lék í fyrri hálfleik. Vendipunktur leiksins var strax í upphafi seinni hálfleiks. Það tók FH rúmar átta mínútur að skora en Þórður Rafn Guðmundsson hafði þá skorað öll fimm mörk fyrri hálfleiks og Haukar fjórum mörkum yfir. Markverðir Hauka náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik en Giedrius Morkunas fór á kostum í upphafi seinni hálfleiks og gjörsamlega lokaði markinu. Haukar náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en FH gafst aldrei upp og sveiflaðist munurinn frá tveimur mörkum upp í fimm og því var spenna í leiknum allt til leiksloka þó frumkvæðið væri alltaf Hauka. Þetta var þriðji sigur Hauka á FH í jafn mörgum leikjum á leiktíðinni og ljóst að grobbrétturinn er á Ásvöllum. Haukar mæta ÍR í úrlitum á morgun klukkan 16 og ljóst að þjálfarar og sjúkraþjálfarar eiga mikið verk fyrir höndum til að leikmenn liðsins verði klárir í slaginn þegar svona stutt er á milli leikja. Þórður Rafn: Verðum klárir á morgun„Við vorum voðalega slakir í hálfleik. Okkur fannst þetta vera búið að ganga vel og vorum heilt yfir mjög sáttir,“ sagði Þórður Rafn spurður út í upphaf seinni hálfleiks þegar hann skoraði fimm fyrstu mörkin og vildi hann ekki gera mikið úr því. „Þetta var vel spilað hjá hinum og ég kláraði færin.“ Eftir að hafa skorað þessi fimm mörk fékk Þórður tvær mínútur og þegar hann kom inn átti hann laglega stoðsendingu. „Það þarf að leggja tóninn og sýna hvað maður getur. Það er gaman að gera það hérna fyrir framan hálffullt hús af FH-ingum og full hús af Haukurum. „FH er með sterkt lið og þetta eru alltaf tvísýnir leikir. Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og það er áframhald á því núna,“ sagði Þórður sem sagði enga þreytu geta setið í leikmönnum á svona bikarhelgi þó það sé stutt á milli leikja. „Þetta er bikarleikur og við erum með gott teymi sem tekur á okkur og græjar okkur. Við verðum klárir á morgun ég get lofað því.“ Einar Andri: Vörn og markvarsla datt niður í seinni hálfleik„Við lékum frábærarlega í fyrri hálfleik og fyrir utan þessar átta mínútur þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH um upphafsmínútur seinni hálfleiks sem réðu úrslitum í leiknum. „Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og markvarslan datt niður. Við hefðum þurft að spila aðeins betri vörn til að klára þetta. Mér fannst spilamennskan heilt yfir vera góð. Þetta var frábær handboltaleikur og mikið skorað. Það voru mikil gæði í báðum liðum. „Við erum passívir og vorum með of mikla hjálparvörn hægra megin í vörninni og gáfum nokkur mörk þar. Svo ver hann ég veit ekki hvað mörg skot í upphafi seinni hálfleiks og markvarslan dettur niður hjá okkur. Þetta er ekki flókið, svona sveiflast leikurinn,“ sagði Einar Andri en eyðimerkur ganga FH í bikarnum heldur áfram en 20 ár eru síðan FH vann síðast bikarinn. „Þetta frestast um eitt ár alla vegana,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir HM hópurinn tilkynntur: Lovísa fer með en Birna Berg situr eftir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Sjá meira
Haukar mæta ÍR í úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta á morgun. Haukar lögðu nágrana sína í FH 30-28 í spennandi og skemmtilegum leik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Fátt var um varnir báðum megin framan af en er leið á hálfleikinn fóru liðin að leika betri vörn og Ágúst Elí Björgvinsson fór kostum í marki FH þær 18 mínútur sem hann lék í fyrri hálfleik. Vendipunktur leiksins var strax í upphafi seinni hálfleiks. Það tók FH rúmar átta mínútur að skora en Þórður Rafn Guðmundsson hafði þá skorað öll fimm mörk fyrri hálfleiks og Haukar fjórum mörkum yfir. Markverðir Hauka náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik en Giedrius Morkunas fór á kostum í upphafi seinni hálfleiks og gjörsamlega lokaði markinu. Haukar náðu mest fimm marka forystu í seinni hálfleik en FH gafst aldrei upp og sveiflaðist munurinn frá tveimur mörkum upp í fimm og því var spenna í leiknum allt til leiksloka þó frumkvæðið væri alltaf Hauka. Þetta var þriðji sigur Hauka á FH í jafn mörgum leikjum á leiktíðinni og ljóst að grobbrétturinn er á Ásvöllum. Haukar mæta ÍR í úrlitum á morgun klukkan 16 og ljóst að þjálfarar og sjúkraþjálfarar eiga mikið verk fyrir höndum til að leikmenn liðsins verði klárir í slaginn þegar svona stutt er á milli leikja. Þórður Rafn: Verðum klárir á morgun„Við vorum voðalega slakir í hálfleik. Okkur fannst þetta vera búið að ganga vel og vorum heilt yfir mjög sáttir,“ sagði Þórður Rafn spurður út í upphaf seinni hálfleiks þegar hann skoraði fimm fyrstu mörkin og vildi hann ekki gera mikið úr því. „Þetta var vel spilað hjá hinum og ég kláraði færin.“ Eftir að hafa skorað þessi fimm mörk fékk Þórður tvær mínútur og þegar hann kom inn átti hann laglega stoðsendingu. „Það þarf að leggja tóninn og sýna hvað maður getur. Það er gaman að gera það hérna fyrir framan hálffullt hús af FH-ingum og full hús af Haukurum. „FH er með sterkt lið og þetta eru alltaf tvísýnir leikir. Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og það er áframhald á því núna,“ sagði Þórður sem sagði enga þreytu geta setið í leikmönnum á svona bikarhelgi þó það sé stutt á milli leikja. „Þetta er bikarleikur og við erum með gott teymi sem tekur á okkur og græjar okkur. Við verðum klárir á morgun ég get lofað því.“ Einar Andri: Vörn og markvarsla datt niður í seinni hálfleik„Við lékum frábærarlega í fyrri hálfleik og fyrir utan þessar átta mínútur þá var leikurinn nokkuð góður hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH um upphafsmínútur seinni hálfleiks sem réðu úrslitum í leiknum. „Við gáfum eftir varnarlega í seinni hálfleik og markvarslan datt niður. Við hefðum þurft að spila aðeins betri vörn til að klára þetta. Mér fannst spilamennskan heilt yfir vera góð. Þetta var frábær handboltaleikur og mikið skorað. Það voru mikil gæði í báðum liðum. „Við erum passívir og vorum með of mikla hjálparvörn hægra megin í vörninni og gáfum nokkur mörk þar. Svo ver hann ég veit ekki hvað mörg skot í upphafi seinni hálfleiks og markvarslan dettur niður hjá okkur. Þetta er ekki flókið, svona sveiflast leikurinn,“ sagði Einar Andri en eyðimerkur ganga FH í bikarnum heldur áfram en 20 ár eru síðan FH vann síðast bikarinn. „Þetta frestast um eitt ár alla vegana,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir HM hópurinn tilkynntur: Lovísa fer með en Birna Berg situr eftir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Sjá meira