Íslenski boltinn

28 milljóna króna tap á rekstri KSÍ

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck.
Tap var á rekstri Knattspyrnusambands Íslands upp á 28 milljónir króna á síðasta ári en sambandið birtir ársreikning sinn í dag.

Rekstarkostnaður sambandsins mun hærri en gert var ráð fyrir en hann nam um 928 milljónum króna. Ástæður þess eru sagðar vera helst aukinn kostnaður við landsliðsverkefni.

Íslenska kvennalandsliðið tók þátt á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar og þá komst karlalandsliðið í umspil um sæti á HM í fyrsta skipti í sögunni.

Rekstrarhagnaður ársins nam tæpum 44 milljónum króna, en áætlanir gerðu ráð fyrir 60 milljóna króna hagnaði.

Styrkir og framlög til aðildarfélaga á árinu námu 85 milljónum króna vegna barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleira.

Samþykkt áætlun gerði ráð fyrir styrkjum og framlögum að fjárhæð 78 milljónum. Að teknu tilliti til styrkja og framlaga til aðildarfélaga var því tap á rekstinum að upphæð 28 milljónir króna.

Á vef KSÍ kemur fram að fjárhags- og eignarstaða sambandsins sé traust og lausafjárstaða góð. Handbært fé lækkar þó á milli ára en það var í árslok 2013 um 299 milljónir króna.

Ársreikningur KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×